Fimmtudagur, 23. febrúar 2017

Vegna slæmrar veðurspár fellur skólahald niður í Heiðarskóla á morgun, föstudaginn 24. febrúar. 

sunnudagur, 19. febrúar 2017

Símaverkefnið okkar hefur gengið vel eins og sjá má á mynd sem fylgir fréttinni. Þó nokkuð margir símar hafa safnast sem annars hefðu legið heima engum til gagns. Í gömlum símum eru verðmæt efni sem má endurvinna og nýta í framleiðslu á nýjum símum. Þannig förum við vel með auðlindir jarðarinnar. Símaverkefnið verður í gangi einhvern tíma í viðbót svo enn er tækifæri til að losa sig við gamla síma. Við munum síðan sjá um að koma símunum í endurvinnslu. 

sunnudagur, 19. febrúar 2017

Minnum á að mánudaginn 20. febrúar og þriðjudaginn 21. febrúar er vetrarfrí í Heiðarskóla. Vonum að börn og starfsfólk eigi gott og notalegt vetrarfrí og mæti úthvíld og endurnærð í skólann miðvikudaginn 23. febrúar.  

Föstudagur, 17. febrúar 2017

 

 

Leikskólakennari óskast

 

Vegna aukins barnafjölda vantar leikskólakennara til starfa í leikskólann Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit. Um tímabundna ráðningu er að ræða þ.e. til og með 7. júlí 2017 í 60% starfshlutfall. Umsækjandi þarf að hafa góða skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður litið til annarrar menntunar og reynslu.

 

  • Skýjaborg
Föstudagur, 17. febrúar 2017

Við áttum góða stund í morgun þegar konur í lífi barnanna fjölmenntu í leikskólann í morgunkaffi. Takk kærlega fyrir komuna kæru mömmur, ömmur og frænkur. Eigið góða helgi. 

Pages