Laugardagur, 8. apríl 2017

Við erum mjög stolt af nemendum skólans sem stóðu sig með stakri prýði á skemmtilegri Árshátíð s.l. fimmtudag. Mjög góð mæting var á Árshátíðina og virtust gestir skemmta sér vel. Við þökkum öllum innilega fyrir komuna og stuðninginn en allur ágóði af sýningunni rennur í ferðasjóð Nemendafélags Heiðarskóla. Í myndaalbúm eru komnar myndir. Í gær var síðan tiltektar, náttfata- og kósídagur í skólanum og síðan tók við páskaleyfi. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 18. apríl. Við óskum öllum gleðilegra páska.

  • Skýjaborg
mánudagur, 3. apríl 2017

Síðustu vikurnar höfum við fengið Írisi danskennara til okkar að kenna okkur dansa. Krakkarnir hafa verið duglegir að læra dansana og syngja með og allir hafa skemmt sér vel í danstímunum. Dansinum lauk með sýningu á föstudagsmorgunin. Við þökkum öllum fyrir komuna og takk Íris fyrir námskeiðið.

mánudagur, 3. apríl 2017

Heimasíðan okkar er nú loksins komin í lag eftir töluvert langa bilun. Þá skellum við inn skemmtilegrir frétt af 7. bekk. Miðvikudaginn 15. mars s.l.fór undankeppni fyrir lokahátíð upplestrarkeppni Vesturlandsskólanna fram hér í Heiðarskóla. Að þessu sinni tóku fjórir nemendur þátt og lásu þrenns konar texta, einn í óbundu máli og tvo í bundnu. Tveir nemendur tóku síðan þátt í lokahátíðinni sem fram fór í Borgarnesi fimmtudaginn 23. mars. Erna og Fanney voru fulltrúar okkar þar. Dómnefnd í undankeppninni var skipuð þeim Örnu, Hrafnhildi og Daníel.

Fimmtudagur, 30. mars 2017

Árshátið Heiðarskóla

Fimmtudaginn 6. apríl.

Sýningin hefst stundvíslega klukkan 17:15.

Formaður nemendafélagsins flytur ávarp.

Nemendur í 5. – 7. bekk sýna leikritið Óvissuferð.is.
Nemendur í 8. – 10. bekk flytja söngleikinn Mamma mía?

Hið margrómaða kaffihlaðborð í boði foreldra í 7. – 10. bekk verður á sínum stað.

Miðaverð 1000 kr. fyrir 16 ára og eldri.
Enginn posi.
Veitingar innifaldar í verði.

Línuhappadrætti – 100 kr. línan.

Fimmtudagur, 2. mars 2017

Það var mikið um að vera í Heiðarskóla í gær. Börnin mættu í búningum og furðufötum, gengu um skólann og sungu fyrir nammi. Yngsta stigið fór á öskudagsball þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni. Eftir hádegið var hæfileikakeppni, 10 atriði voru í keppninni og dómnefndin átti úr vöndu að ráða þegar kom að því að velja þrjú efstu atriðin. Einn dómarinn hafði orð á því að helst vildu þau setja alla í fyrsta sæti. En niðurstaðan var sú að Kjartan Brynjólfsson lenti í 3. sæti með söngatriði, María Björk Ómarsdóttir og Mikael Ómarsson hlutu 2.

Pages