• Skýjaborg
Fimmtudagur, 13. október 2016

Vakin er athygli á því að á morgun föstudaginn 14. október er hálfur starfsdagur í Skýjaborg. Þá þarf að vera búið að sækja börnin fyrir kl. 12:00. 

Miðvikudagur, 12. október 2016

Þrátt fyrir rok og rigningu skelltu allir sér í viðeigandi útiföt og hlupu út og fundu sér eitthvað skemmtilegt að gera líkt og alla aðra daga. Yngri deildin hélt sér á bakvið hús þar sem meira skjól er fyrir litlar og valtar fætur. Þetta er sko hetjur sem komu sælar inn í heimagerðan plokkfisk eftir góða útiveru! Nokkrar myndir á myndasíðunni. 

Þriðjudagur, 11. október 2016

Minnum á vetrarfrí og starfsdaga  í Heiðarskóla 12., 13. og 14. október nk.  Með von um að allir njóti þessara frídaga vel og mæti endurnærðir aftur í skólann mánudaginn 17. október nk.

Þriðjudagur, 11. október 2016

Tónlistarskólinn á Akranesi hélt skólatónleika í Heiðarskóla í dag. Heiðarskólanemendur í tónlistarnámi spiluðu og efnisvalið var fjölbreytt og skemmtilegt. Í lok tónleikanna sungu tónleikagestir og nemendur Tónlistarskólans spiluðu undir. Við þökkum Tónlistarskólanum á Akranesi kærlega fyrir skemmtilega samverustund í skólanum okkar. Í myndaalbúm eru komnar myndir. 

  • Heiðarskóli
Þriðjudagur, 11. október 2016

Í dag var bleikur dagur í Heiðarskóla og margir völdu að klæðast bleiku í tilefni dagsins. Það var einnig dótadagur á yngsta stigi og mikil gleði og spenna í loftinu enda vetrarfrí skólans handan við hornið. Í myndaalbúm eru komnar myndir. 

Pages