Föstudagur, 30. september 2016

Á miðvikudaginn tóku nemendur og starfsmenn skólans þátt í norræna skólahlaupinu. Veðrið lék við okkur og sveitin skartaði sínu fegursta. Með norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur til að stunda útiveru, hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Í myndaalbúm eru komnar myndir. 

  • Skólamál almennt
Fimmtudagur, 29. september 2016

Aðalfundur foreldrafélagsins er í kvöld (29. sept. 2016) kl. 18:00. 

Dagskrá má sjá í auglýsingu í tölvupósti og á facebook

Hlökkum til að sjá ykkur! 

  • Heiðarskóli
Fimmtudagur, 29. september 2016

Í gær fór yngsta stigið út í tilraunatímanum í blíðskapa veðri. Þau könnuðu hitastigið í læknum með mæli, ofarlega, neðarlega, fyrir miðju, í sól og í skugga.

Þriðjudagur, 27. september 2016

Nemendur okkar í 1. - 7. bekk tóku upp kartöflur í síðustu viku. Uppskeran var misgóð en allir sem vildu fengu að taka með sér smá smakk heim og síðan verða þessar ljúffengu kartöflur á boðstólnum í hádegismatinn hjá okkur í skólanum. Í myndaalbúm eru komnar nokkrar myndir úr kartöflugarðinum. 

Þriðjudagur, 27. september 2016

Krakkarnir í 1. - 4. bekk hafa undanfarnar vikur verið að læra um fjöllin. Í upphafi var hópurinn ýmist allur saman eða í þrískiptingu, þá var verið að skoða fjöllin í kringum skólann, skoða og ræða orð sem tengjast fjöllum, hvernig fjöllin verða til og hvað einkennir þau. Í lokin unnu börnin hópverkefni í aldursblönduðum hópum. Hver og einn hópur vann verkefni um ákveðið fjall. Í dag kynntu hóparnir vinnu sína. Eftirfarandi fjöll voru kynnt á skemmtilegan hátt: Akrafjall, Skjaldbreiður, Herðubreið, Hornbjarg, Dyrfjöll, Skarðsheiði, Snæflellsjökull, Botnssúlur og Esja.

Pages