Fimmtudagur, 2. mars 2017

Það var mikið um að vera í Heiðarskóla í gær. Börnin mættu í búningum og furðufötum, gengu um skólann og sungu fyrir nammi. Yngsta stigið fór á öskudagsball þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni. Eftir hádegið var hæfileikakeppni, 10 atriði voru í keppninni og dómnefndin átti úr vöndu að ráða þegar kom að því að velja þrjú efstu atriðin. Einn dómarinn hafði orð á því að helst vildu þau setja alla í fyrsta sæti. En niðurstaðan var sú að Kjartan Brynjólfsson lenti í 3. sæti með söngatriði, María Björk Ómarsdóttir og Mikael Ómarsson hlutu 2.

  • Skýjaborg
Miðvikudagur, 1. mars 2017

Gleði og fjör er búið að einkenna daginn í dag. Börn og starfsfólk mætti í búningum eða náttfötum. Við héldum öskudagsball þar sem var dansað og hoppað á fullu. Því næst var kötturinn sleginn úr tunnunni og þar var einnig fullt af poppi sem allir gæddu sér á yfir teiknimynd og/eða leik. 

Eftir hádegið var rölt yfir í Stjórnsýsluhús, sungið og fengið góðgæti fyrir. 

mánudagur, 27. febrúar 2017

Fimm vikna dansnámsskeið hófst í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar í dag. Íris Ósk Einarsdóttir, danskennari, sér um danskennsluna. Kennt verðu á föstudögum í Skýjaborg og mánudögum og föstudögum í Heiðarskóla. Nemendur Heiðarskóla fóru í fyrsta danstímann í dag og það gekk ljómandi vel á öllum aldursstigum. Börnin á yngsta stigi virtust skemmta sér vel í danskennslunni eins og myndirnar sem komnar eru í myndaalbúm skólans bera með sér.  

  • Heiðarskóli
mánudagur, 27. febrúar 2017

Það var gaman að mæta í skólann í morgun og sjá allt á kafi í snjó. Snjórinn var þó aðeins að stríða okkur í skólaakstrinum. Víða var þungfært og erfitt fyrir skólabílana að komast leiðar sinnar. Það tekur tíma að ryðja allan þennan snjó og sú vinna er í fullum gangi. Fyrir áhugasama má geta þess að mesti jafnfallni snjór á landinu mældist á Neðra -Skarði í Hvalfjarðarsveit aðfaranótt sunnudagsins, samtals 63 cm og muna elstu menn varla eftir öðru eins fannfergi á svo stuttum tíma.

Fimmtudagur, 23. febrúar 2017

Vegna slæmrar veðurspár fellur skólahald niður í Heiðarskóla á morgun, föstudaginn 24. febrúar. 

Pages