Fimmtudagur, 25. ágúst 2016

Yngsta stig Heiðarskóla hélt í haustferðina sína miðvikudaginn 24. ágúst. Leiðin lá til Akraness í yndislegu veðri, sól, hita og logni. Fyrsti viðkomustaður okkar var Langisandur og þar var nú aldeilis hægt að leika sér og spennandi að vaða í sjónum. Margir dýrgripir fundust, svo sem krabbar, rækjur og ígulker. Við tímdum varla að yfirgefa ströndina en þó var mikill spenningur fyrir því að ganga á næsta viðkomustað, bókasafnið. Gönguferðin gekk vel og þó var yfir margar umferðargötur að fara. Við notuðum auðvitað tækifærið og æfðum umferðarreglurnar.

  • Skýjaborg
Fimmtudagur, 25. ágúst 2016

Fjóla Lind Guðnadóttir hefur verið ráðin sem matráður í Skýjaborg. Við bjóðum hana velkomna til starfa. 

Fimmtudagur, 25. ágúst 2016

Nemendur miðstigs fóru í fjallgöngu í gær (miðvikudag) ásamt þremur kennurum, þeim Helenu, Helgu og Einari. Eftir að allir höfðu nestað sig upp var haldið í rútu sem skutlaði hópnum upp að Neðra-Skarði en þaðan var gengið upp eftir línuveginum og upp á Snók. Göngufólkið fékk frábært ferðaveður til göngunnar, hitinn hátt í 20 gráður, nánast logn og alveg heiðskýrt.

Miðvikudagur, 24. ágúst 2016

Tveir nýjir starfsmenn hafa verið ráðnir í haust í Skýjaborg. Guðný Kristín Guðnadóttir, grunnskólakennaranemi, sem verður á Dropanum í vetur og Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir, leikskólakennari, sem verður deildarstjóri á Dropanum í vetur. Við bjóðum þær velkomna til starfa.  

  • Heiðarskóli
Þriðjudagur, 23. ágúst 2016

Það var sannkölluð gæðastund sem nemendur, starfsmenn, foreldrar og aðrir gestir áttu saman á skólasetningu Heiðarskóla í gær. Athöfnin fór að hluta til fram utandyra í blíðskaparveðri. Systkinin Hrönn Eyjólfsdóttir, nemandi í 10. bekk og Heiðmar Eyjólfsson, fyrrverandi nemandi Heiðarskóla, fluttu tvö lög. Guðrún Brynjólfsdóttir og Unndís Ida Ingvarsdóttir lásu upp ljóð, nemendur hittu umsjónarkennara og fengu afhentar stundatöflur.

Pages