Föstudagur, 2. desember 2016

Fullveldishátíð Heiðarskóla var haldin í gær. Við erum þakklát fyrir þann fjölda sem mætti á sýninguna og sýndi þannig börnunum áhuga og virðingu. Allir gerðu sitt besta og það var mál manna að sýningin hefði tekist vel hjá krökkunum. Börnin í Skýjaborg og Heiðarskóla voru líka ánægð með sýninguna. Veitingarnar góðar og skemmtilegt spjall manna á milli. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá sýningunni. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna. 

Fimmtudagur, 1. desember 2016

Það hefur verið mikið um að vera hjá okkur í morgun í Skýjaborg með 1. bekk með okkur. Við fengum Þórdísi Arnljótsdóttur leikara til okkar með Leikhús í tösku og sýndi hún leikritið Grýla og jólasveinarnir. Sýningin var að vonum stórskemmtileg og voru börnin spennt að horfa, hlógu mikið og tóku þátt af innlifun. Að lokum leiksýningarinnar fengum við appelsínur og trítluðum svo yfir að Stjórnsýsluhúsinu og hjálpuðum til við að kveikja á jólatrénu. Við sungum nokkur lög og gengum í kringum jólatréð. Að því loknu var okkur boðið inn í svala og piparkökur sem vakti mikla lukku.

Miðvikudagur, 30. nóvember 2016

Fimmtudaginn 1. desember

Sýningin hefst stundvíslega klukkan 17:15

Formaður nemendafélagsins flytur ávarp.

Atriði frá Tónlistarskólanum á Akranesi

Nemendur í 1. - 4. bekk ásámt elstu börnunum úr Skýjaborg flytja leikþátt um Línu Langsokk.

Vöfflur, heitt súkkulaði, kaffi og piparkökur.

Sjoppan verður opin. 

Föstudagur, 25. nóvember 2016

Við í Skýjaborg gerðum okkur glaðan dag í dag og höfðum náttfatadag og leyfðum böngsum að heimsækja leikskólann. Við höfðum stórskemmtilegt ball eftir morgunverðinn þar sem dansað var og sungið og auðvitað fengu bangsarnir að vera með. 

Pages