Árshátíð Heiðarskóla

Árshátíð Heiðarskóla 2014 verður haldin fimmtudaginn 10. apríl í sal Heiðarskóla. Sýningin hefst stundvíslega klukkan 17:15. Þema sýningarinnar er "rockabilly". Nemendur í tónlistarnámi koma fram. Sjoppan verður opin. Miðaverð 1000 kr. fyrir 16 ára og eldri, veitingar innifaldar í verði. Línuhappdrættið á sínum stað 200 kr. línan.