Útinám og umhverfismennt

 

 

 

Umhverfissáttmál og markmið í umhverfismennt

 

 

Skólinn leggur áherslu á:

  

1.    Að nemendur læri gildi þess að ganga vel um náttúruna og umhverfið sitt.

2.    Að draga úr sóun verðmæta og nýta vel þær auðlindir sem okkur er treyst fyrir.

3.    Að endurnýta og endurvinna það sem hægt er.

4.    Að auka umhverfisvitund nemenda og starfsfólks.

 

Markmið og leiðir

 

1.   Við ætlum að hafa markvissa útikennslu:

 

*Byggja upp  og nota útinámssvæðið okkar .

*Fara í gönguferðir, vettvangsferðir og kynnast sveitinni okkar og örnefnum.

*Rækta t.d. kartöflur, grænmeti og planta trjám.

 

2. Við ætlum að að spara orku:

 

*Vera með miða á veggjum sem minnir fólk á að slökkva ljósin og á rafmagnstækjum.

*Hafa rafmagnsmælingu í janúar á hverju ári.

*Stefnt að því að hafa rafmagnslausan dag á skólaárinu á hverju skólaári.

 

3. Endurvinna allt sem hægt er að endurvinna:

 

*Endurvinna pappír, plast, málmhluti, matarleifar.

*Stefnt að því að endurvinna gler á næsta ári.

*Fara í moltugerð.

 

4.  Halda áfram að fræða nemendur og starfsmenn um umhverfismál:

 

*Umhverfisþema einu sinni á skólaári.

*Fá utanaðkomandi fyrirlesara um umhverfismál.

*Gefa út “Umhverfisblað” árlega.

*Fylgjast vel með nýjungum í umhverfismálum t.d. bílar, rafmagn, matvörur og fair trade.