Útskriftarferð elstu barna

Í lok maí fóru elstu börnin okkar í útskriftarferðina sína á Akranes. Þetta var sameiginleg ferð með 1. bekk í Heiðarskóla og skemmtu börn og starfsfólk sér konunglega vel í góða veðrinu. Þau léku í skógræktinni, gengu svo sem leið lá í gegnum Safnarsvæðið og enduðu á Langasandi, þar sem var leikið og vaðið í sjónum. Eftir mikinn og góðan leik var pizzapartý á Galito. Börnin enduðu svo í rólegum leik og lestri á Bókasafninu.