Foreldrasamstarf

Foreldrasamstarf er með ýmsu móti í Heiðarskóla. Við hvetjum foreldra til að koma í heimsókn, kynna sér starfið og taka virkan þátt í því. Einu sinni á skólaárinu er haldinn sérstakur foreldradagur þar sem foreldrum er boðið að koma í skólann og fylgjast með og taka þátt í skólastarfinu. Þar fyrir utan eru þeir ávallt velkomnir þegar þeim hentar.

Upplýsinga- og skráningarkerfi eru markvisst nýtt til að upplýsa foreldra um nám, skólastarf, áætlanir og breytingar er varða skólastarfið. Foreldraviðtöl eru tvisvar á ári. Mikið og gott samstarf er um heimanám enda gegna foreldrar lykilhlutverki í námi barna sinna.