Föstudagur, 23. febrúar 2018

Leikskólakennari / leiðbeinandi óskast til starfa í Skýjaborg

Leikskólakennari / leiðbeinandi í leikskóla óskast til starfa í Skýjaborg. Starfshlutfall er 50-62,5%. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

  • Skýjaborg
Föstudagur, 23. febrúar 2018

Í dag fögnuðum við konudeginum sem var síðastliðinn sunnudag. Við buðum öllum konum í lífi barnanna til okkar í morgunkaffi. Allt gekk mjög vel og áttum við notalega stund saman í morgunsárið. Við þökkum öllum sem komu kærlega fyrir komuna.

  • Heiðarskóli
Föstudagur, 23. febrúar 2018

Það var líf og fjör í Heiðarskóla í gær þegar alls kyns verur mættu í skólann og gerðu sér glaðan dag. Krakkarnir fóru á söngstöðvar og fengu nammi. Fyrir hádegi var haldið öskudagsball fyrir 1. – 4. bekk. Í myndasafn skólans eru komnar myndir.

Miðvikudagur, 21. febrúar 2018

Skólahald fellur niður í Heiðarskóla í dag, miðvikudaginn 21. febrúar, vegna veðurs. 

mánudagur, 19. febrúar 2018

Árlega í jan/feb blöndum við saman fræjum og fitu og búum til fuglafóður fyrir smáfuglana. Það gerðum við í síðustu viku og hengdum upp í tré og settum á snjóinn. Fuglarnir hafa aðeins látið sjá sig eins og sjá má ef vel er að gáð á myndinni hér. Með þessari vinnu verða börnin betur meðvituð um náttúruna, dýralífið og þá smáfugla sem eru hjá okkur allan ársins hring. 

Pages