• Heiðarskóli
Miðvikudagur, 7. maí 2014

Slysavarnadeildin Líf á Akranesi ásamt Sjóvá gaf útskriftarnemum í 10.  bekk reykskynjara í dag. Þar sem veðurblíðan var með eindæmum góð fór afhendingin fram úti. Við færum Líf og Sjóvá bestu þakkir fyrir. 

Þriðjudagur, 6. maí 2014

Í dag lögðu börnin í leikskólanum sitt af mörkum til að fegra umhverfið okkar og tóku allt það rusl sem þau sáu í nágrenni leikskólans. Þau fundu fullt af spennandi rusli sem tilvalið var að nota í skapandi vinnu. Þau ákváðu að búa til ruslaskrímsli úr því sem þau tíndu og hönnuðu í sameiningu mynd úti sem þau síðan límdu á blað og máluðu. Á myndasíðunni má sjá útkomuna.

Dagur umhverfisins og ruslaskrímsli
Þriðjudagur, 6. maí 2014

Í dag var haldið upp á Dag umhverfisins í Heiðarskóla.  Dagurinn hófst með umhverfisráðstefnu þar sem Katrín Magnúsdóttir frá Landvernd flutti erindi. Katrín fjallaði m.a. um Dag umhverfisins, grænfánann og hálendi Íslands. Katrín sýndi líka krökkunum á skemmtilegan hátt hvað það land sem við getum nýtt er í raun lítill hluti af stærð jarðarinnar. Umhverfisnefnd skólans var einnig með innlegg um plastmengun í heiminum. Í kjölfarið hvatti nefndin alla til að draga úr plastpokanotkun  m.a. með því að taka þátt í plastpokalausum laugardögum.

  • Heiðarskóli
Þriðjudagur, 29. apríl 2014

Sólin skein glatt í gærdag og þá notuðu eldri nemendur tækifærið til að kanna hitastigið í Leiránni. Hún reyndist vera ansi köld eins og við var að búast en það stoppaði ekki krakkana og margir stukku út í. Vonandi náum við fleiri og jafnvel heitari sólardögum í maí en myndir frá gærdeginum eru komnar í myndasafn.

  • Skýjaborg
Þriðjudagur, 22. apríl 2014

Á degi bókarinnar mega börn koma með bók með sér í leikskólann.Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) átti frumkvæðið að því gera þennan dag að alþjóðadegi bóka. Svo vill til að hann er einnig fæðingar- eða dánardagur nokkurra þekktra rithöfunda, til dæmis létust Cervantes og Shakespeare þennan dag árið 1616 og 1623 og 23. apríl árið 1902 fæddist Halldór Laxness. Markmið UNESCO með alþjóðadegi bókarinnar er að hvetja fólk og þá einkum ungt fólk til að lesa meira og kynna sér verk þeirra fjölmörgu höfunda sem hafa auðgað líf mannkyns um aldir.

Dagur bókarinnar

Pages