• Skýjaborg
Þriðjudagur, 22. apríl 2014

Á degi bókarinnar mega börn koma með bók með sér í leikskólann.Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) átti frumkvæðið að því gera þennan dag að alþjóðadegi bóka. Svo vill til að hann er einnig fæðingar- eða dánardagur nokkurra þekktra rithöfunda, til dæmis létust Cervantes og Shakespeare þennan dag árið 1616 og 1623 og 23. apríl árið 1902 fæddist Halldór Laxness. Markmið UNESCO með alþjóðadegi bókarinnar er að hvetja fólk og þá einkum ungt fólk til að lesa meira og kynna sér verk þeirra fjölmörgu höfunda sem hafa auðgað líf mannkyns um aldir.

Dagur bókarinnar
Fimmtudagur, 10. apríl 2014

Hæfileikaríkur hópur nemenda úr 6. – 10. bekk  fór á kostum í leik, söng og dansi í söngleiknum „Rokkabillí“ sem sýndur  var á Árshátíð Heiðarskóla í gær. Nemendur frá Tónlistarskóla Akraness fluttu einnig nokkur tónlistaratriði. Veisluhlaðborðið svignaði undan girnilegum veitingum í boði foreldra og ekki var annað að sjá en fólk skemmti sér vel. Krakkarnir stóðu sig gríðarlega vel – við erum mjög stolt af þeim. Inn á myndasafnið eru komnar myndir.

Miðvikudagur, 9. apríl 2014

Árshátíð Heiðarskóla 2014 verður haldin fimmtudaginn 10. apríl í sal Heiðarskóla. Sýningin hefst stundvíslega klukkan 17:15. Þema sýningarinnar er "rockabilly". Nemendur í tónlistarnámi koma fram. Sjoppan verður opin. Miðaverð 1000 kr. fyrir 16 ára og eldri, veitingar innifaldar í verði. Línuhappdrættið á sínum stað 200 kr. línan.

Föstudagur, 4. apríl 2014

Það var mikið líf og fjör í skólanum í dag. Í morgun var einstaklega vel heppnuð danssýning. Krakkarnir sýndu hvað þeir hafa lært í danskennslunni undanfarnar vikur.  Við þökkum  öllum sem sáu sér fært að koma á sýninguna  fyrir komuna. Einnig viljum við þakka Jóhönnu Árnadóttur sérstaklega vel fyrir danskennsluna. Inn á myndasafnið eru komnar myndir frá danssýningunni.  Nú stendur yfir smiðjuhelgi og þessa stundina eru 6. – 10. bekkur að æfa fyrir Árshátíð skólans.

Pages