Fimmtudagur, 10. apríl 2014

Hæfileikaríkur hópur nemenda úr 6. – 10. bekk  fór á kostum í leik, söng og dansi í söngleiknum „Rokkabillí“ sem sýndur  var á Árshátíð Heiðarskóla í gær. Nemendur frá Tónlistarskóla Akraness fluttu einnig nokkur tónlistaratriði. Veisluhlaðborðið svignaði undan girnilegum veitingum í boði foreldra og ekki var annað að sjá en fólk skemmti sér vel. Krakkarnir stóðu sig gríðarlega vel – við erum mjög stolt af þeim. Inn á myndasafnið eru komnar myndir.

Miðvikudagur, 9. apríl 2014

Árshátíð Heiðarskóla 2014 verður haldin fimmtudaginn 10. apríl í sal Heiðarskóla. Sýningin hefst stundvíslega klukkan 17:15. Þema sýningarinnar er "rockabilly". Nemendur í tónlistarnámi koma fram. Sjoppan verður opin. Miðaverð 1000 kr. fyrir 16 ára og eldri, veitingar innifaldar í verði. Línuhappdrættið á sínum stað 200 kr. línan.

Föstudagur, 4. apríl 2014

Það var mikið líf og fjör í skólanum í dag. Í morgun var einstaklega vel heppnuð danssýning. Krakkarnir sýndu hvað þeir hafa lært í danskennslunni undanfarnar vikur.  Við þökkum  öllum sem sáu sér fært að koma á sýninguna  fyrir komuna. Einnig viljum við þakka Jóhönnu Árnadóttur sérstaklega vel fyrir danskennsluna. Inn á myndasafnið eru komnar myndir frá danssýningunni.  Nú stendur yfir smiðjuhelgi og þessa stundina eru 6. – 10. bekkur að æfa fyrir Árshátíð skólans.

Pages