Miðvikudagur, 31. maí 2017

Á þessum fallega og bjarta degi fengum við grænfánann afhentan í fjórða sinn. Við komum saman í kringum fánastöngina og fulltrúi Landverndar afhenti okkur nýjan fána og viðurkenningarskjal. Stafahópur, sem hefur sitið í umhverfisnefnd í vetur, tók við fánanum og dró hann á hún. Að lokum fórum við inn og fengum við nýbakað brauð og álegg. Við hvetjum alla til að hugsa vel um umhverfi sitt og sitt vistspor. Það skiptir virkilega máli. 

  • Heiðarskóli
Þriðjudagur, 30. maí 2017

Í gær var haldinn íþróttadagur í Heiðarskóla. Nemendur kepptu í alls kyns íþróttagreinum. Veðrið var frekar leiðinlegt en dagurinn gekk samt mjög vel, nemendur jákvæðir og lögðu sig fram. Á milli keppninsgreina var gott að komast inn í skólann og hlýja sér. Eftir keppni fór fram verðlaunaafhending, stigahæstu nemendur hvers bekkjar fengu verðlaunapening. Það voru þau Þórunn María Hervarsdóttir í 1. bekk, Eyrún Jóna Óladóttir í 2. bekk, Tómas Ingi Gross Hannesson í 3. bekk, Viktor Orri Pétursson í 4. bekk, Rakel Sunna Bjarnadóttir í 5. bekk, Axel Freyr Ívarsson í 6.

Þriðjudagur, 30. maí 2017

Á morgun, miðvikudaginn 31. maí, eru skólaslit Heiðarskóla. Hátíðarathöfn hefst klukkan 16:00 þar sem við m.a. útskrifum nemendur okkar í 10. bekk. Eftir athöfn fara aðrir nemendur skólans með kennurum sínum í heimastofur og fá afhentan vitnisburð vetrarins. Að því loknu verður boðið upp á veitingar. Allir hjartanlega velkomnir. 

Þriðjudagur, 30. maí 2017

Á morgun, miðvikudaginn 31. Maí 2017 kl. 14:00, fáum við fjórða grænfánann okkar afhentan. Við bjóðum öllum hjartanlega velkomna að koma og gleðjast með okkur.

Föstudagur, 26. maí 2017

Matráður óskast til starfa í leikskólanum Skýjaborg frá og með ágúst 2017. Um framtíðarstarf er að ræða í 100% stöðu. Við leitum að matráði sem hefur brennandi áhuga á að elda hollan, góðan og næringarríkan mat í samræmi við Manneldismarkmið Lýðheilsustöðvar. Umsækjandi þarf að hafa góða skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af starfi í mötuneyti æskileg.

Umsóknarfrestur er til 15. júní 2017.

Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Laun eru samkvæmt viðkomandi kjarasamningi.

 

Pages