• Skýjaborg
Þriðjudagur, 29. maí 2018

Á dögunum vorum við með rýmingaræfingu með börnunum. Slökkviliðsstjórinn, Þráinn, kom og fylgdist með. Allir stóðu sig rosalega vel. Engin hræðsla á börnum. Daginn eftir fór brunabjallan aftur í gang vegna brauðristar og voru börnin fljót að bregðast við og ætluðu að drífa sig út. Þetta er gott tækifæri til að spjalla við börnin um brunavarnir heima fyrir.

Þriðjudagur, 29. maí 2018

23. maí fórum við í okkar árlegu ferð að Bjarteyjarsandi með börn 3 ára og eldri. Ferðin tókst mjög vel. Við sáum lömb, kiðlinga, kanínur og kanínuunga, grísi og þeir sem fóru í fjöruna skoðuðu meðal annars krossfiska og krabba. Gleði og leikur einkenndu ferðina. Takk kærlega fyrir okkur Bjarteyjarsandur. Alltaf gaman að koma.

Þriðjudagur, 29. maí 2018

Í dag fór útskriftarhópurinn okkar í útskriftarferðina sína á Akranes. Þau fóru í skógræktina, bókasafnið, fengu pizzaveislu á galito og fóru á Langasand. Mögnuð ferð og allir glaðir.

mánudagur, 28. maí 2018

Það var gaman í tómstund í góða veðrinu í dag. Börnin léku sér í fjölbreyttum leikjum og ekki annað að sjá en þau væru að njóta sín í frjálsum leik eins og sjá má á myndum sem komnar eru í myndaalbúm. 

mánudagur, 28. maí 2018

Heiðarskóli tekur þátt í UNICEF - hreyfingingunni. Verkefnið er fræðslu- og fjáröflunarverkefni fyrir grunnskólabörn á Íslandi. Markmið þess er að fræða börn um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og virkja þau til samstöðu með jafnöldrum sínum víða um heim, taka þátt í hreyfingu og þeir sem vilja mega einnig safna áheitum. Áhersla er ekki lögð á háar upphæðir heldur að börnin upplifi samtakamáttinn sem felst í því að allir vinni saman og leggi sitt af mörkum til mannúðarmála. S.l. föstudag var hreyfihluti verkefnisins og börnin tóku þátt í Unicef - hlaupinu.

Pages