Miðvikudagur, 14. mars 2018

Í gær fóru börnin í 1. bekk Heiðarskól með Stjörnuhópi úr Skýjaborg í skólasamstarfsferð í Borgarnes. Börnin skoðuðu bókasafn, fugla o.fl. í safnahúsinu, skoðuðu Latabæjarsafnið, fengu ljúffengar pítsur á Landnámssetrinu og enduðu daginn á Bjössaróló. Ferðin var vel heppnuð, börnin skemmtu sér vel og lærðu heilmikið. Í myndaalbúm eru komnar myndir. 

 

 

Miðvikudagur, 14. mars 2018

Hæfileikakeppni Heiðarskóla var haldin í lok febrúar. Margir tóku þátt og erum við þakklát fyrir það enda hæfileikaríkt fólk í Heiðarskóla. Fjölbreytt atriði voru á dagskrá og þökkum við öllum þátttakendum fyrir skemmtilega keppni. Dómnefndin hafði úr vöndu að ráða þegar kom að því að velja þrjú efstu sætin. Í þriðja sæti voru Fylkir og félagar úr 1. bekk ásamt Antoni í 2. bekk með söngatriði. Í öðru sæti voru þær Freyja Björk og Rakel Sunna með dansatriði og í fyrsta sæti var söngatriði þeirra Kristins, Guðrúnar og Fríðu í 9. bekk. Við óskum vinningshöfum kærlega til hamingju.

Miðvikudagur, 14. mars 2018

Að vanda buðum við nemendum okkar upp á skúffuköku eftir samræmd könnunarpróf. Í þetta skiptið voru það nemendur í 9. bekk sem þreyttu samræmd könnunarpróf í íslensku, stærðfræði og ensku. Eins og flestir vita var fyrirlögnin frekar brösótt í þetta skiptið vegna tæknilegra vandamála á landsvísu. Allir nema einn náðu þó að ljúka prófi í íslensku og allir náðu að ljúka enskuprófi í Heiðarskóla. 

mánudagur, 12. mars 2018

Árshátíð Heiðarskóla 2018 verður haldin fimmtudaginn 22. mars.

Sýningin hefst stundvíslega klukkan 17:15.

Formaður nemendafélagsins flytur ávarp.  

Nemendur í 3. og 4. bekk sýna leikritið  Klikkaða tímavélin.                

Nemendur í 8. – 10. bekk sýna leikritið Fjórir hljómar.

Hið margrómaða kaffihlaðborð  í boði foreldra í  7. – 10. bekk verður á sínum stað.

Fimmtudagur, 8. mars 2018

Stjörnuhópur byrjaði daginn í gær á að leika sér úti í frímínútum. Eftir frímínútur hittu börnin Örnu kennara. Arna spjallaði við börnin og fór með þeim í smá skólaverkefni. Börnin völdu síðan að fá að leika í leikherberginu. Að lokum fóru börnin í sund hjá Helgu. Í myndaalbúm eru komnar myndir.

Pages