• Skýjaborg
mánudagur, 14. maí 2018

Börnin á Regnboganum eru að gera tilraun þessa dagana og fylgjast með hvernig nokkrir hlutir rotna. Þetta er liður í grænfánaverkefninu okkar að gera börnin meðvituð um úrgang, hvað verður um það sem við hendum í ruslið. Við leyfum ykkur að fylgjast með.

  • Heiðarskóli
Miðvikudagur, 2. maí 2018

Dagana 2., 3. og 4. maí eru svokallaðir vorskóladagar í Heiðarskóla. Þá mæta nemendur sem verða í 1. bekk á næsta skólaári í skólann, 10. bekkurinn er í starfsnámi og aðrir bekkir færast upp um einn bekk og máta sig við skipulagið næsta vetur. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá skólastarfinu í dag. 

Föstudagur, 27. apríl 2018

Grunnskólakennari óskast til starfa í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar frá og með 1. ágúst 2018. Um er að ræða 90% stöðugildi, þar af 70% í grunnskólanum Heiðarskóla og 20% í leikskólanum Skýjaborg. Viðkomandi tekur þátt í skólasamstarfi á milli sviða og vinnur með barnahópum á báðum starfsstöðum í samræmi við skóladagatal Heiðarskóla. Leyfisbréf í leik- og grunnskóla skilyrði. Laun samkvæmt kjarasamningi grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 11. maí n.k.

Föstudagur, 27. apríl 2018

Á vorin hafa börnin á Regnboganum sáð fyrir sumarblómum. Í dag var loksins priklað og plöntunum gefin meiri mold. Þegar hlýnar og plönturnar hafa stækkað meira setjum við þær út í garðinn okkar. 

Fimmtudagur, 26. apríl 2018

Á degi umhverfisins í gær þann 25. apríl skelltu allir sér út að fegra umhverfið í kringum leikskólann og tína rusl. 1-3 ára börnin héldu sig í nálægð leikskólans og tíndu en 3-6 ára börnin fóru um hverfið og út í móa. Þegar heim var komið skoðuðu börnin ruslið, bjuggu til lítið ruslaskrímsli, flokkuðu svo og settu í réttar tunnur.

Hugsum vel um umhverfið okkar, flokkum og minnkum plastnotkun eins og mögulegt er. Við tókum ákvörðun um að nota fjölnota pokana okkar í ruslatínslu og þvoðum þá svo þegar heim var komið.

Pages