• Heiðarskóli
Föstudagur, 25. ágúst 2017

Heiðarskóli var settur utandyra s.l. þriðjudag. Eftir athöfn fóru börn og foreldrar og hittu umsjónarkennara í heimastofum. Þetta skólaárið erum við að hefja fimmtugasta og annað starfsár skólans. Skólabyrjun fer vel af stað, veðrið hefur leikið við okkur og í gær fóru námshóparnir í haustferðalög. Nemendur á yngsta stigi fóru í fjöruna við Súlunes, nemendur á miðstigi fóru í Skorradal og nemendur á unglingastigi gengu yfir Skarðsheiði og gistu í Skátaskálanum. Allar ferðirnar þóttu takast vel. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá skólasetningu og fyrsta skóladeginum. 

  • Heiðarskóli
Föstudagur, 18. ágúst 2017

Heiðarskóli verður settur mánudaginn 21. ágúst kl. 16:00. Stutt sameiginleg athöfn í sal skólans eða jafnvel utandyra ef veður leyfir. Eftir athöfn fara nemendur með umsjónarkennurum í heimastofur og fá afhentar stundatöflur. Kaffiveitingar í lokin og allir hjartanlega velkomnir. Skólaakstur hefst þriðjudaginn 22. ágúst. 

Miðvikudagur, 9. ágúst 2017

Leikskólinn hófst í dag eftir sumarfrí. Börnin litu hissa út um gluggann að sjá að enginn leiktæki voru á bakvið hús. En verið er að gera upp baklóðina og eru nú komnir menn að setja upp ný leiktæki. Það verður því spennandi að fylgjast með nýrri lóð spretta upp á bakvið hús á næstu dögum. 

Miðvikudagur, 9. ágúst 2017

Vegna forfalla vantar okkur kennara til starfa skólaárið 2017 - 2018. Um tímabundna ráðningu er að ræða í 100 % starf í teymiskennslu á unglingastigi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Starfið hentar jafnt körlum sem konum.

Þriðjudagur, 27. júní 2017

Eins og auglýst hefur verið á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar var á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 25. apríl sl. samþykkt að ráða Eyrúnu Jónu Reynisdóttur í stöðu skólastjóra leikskólasviðs Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, Skýjaborg, frá og með 1. ágúst 2017 og Sigríði Láru Guðmundsdóttur í stöðu skólastjóra grunnskólasviðs Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, Heiðarskóla, frá og með 1. ágúst 2017.

Ráðið hefur verið í aðrar stöður fyrir næsta skólaár:

Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarleikskólastjóri í Skýjaborg.

Pages