• Heiðarskóli
Miðvikudagur, 21. mars 2018

Í vikunni lauk danskennslu í Heiðarskóla með glæsilegri danssýningu þar sem nemendur sýndu hina ýmsu dansa við mikinn fögnuð áhorfenda. Íris Ósk Einarsdóttir danskennari sá um kennsluna eins og undanfarin ár. Við þökkum Írisi kærlega fyrir góða danskennslu. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá sýningunni. 

Miðvikudagur, 21. mars 2018

Stóra upplestrarkeppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu. Nemendur í 7. bekk hafa frá því í nóvember lagt rækt við vandaðan upplestur og góðan framburð. Það hefur verið frábært að fylgjast með miklum framförum hjá nemendum frá því í nóvember og hefur tekist vel til að vekja nemendur til umhugsunar um vandaðan upplestur og góða framsögn.

Miðvikudagur, 14. mars 2018

Hæfileikakeppni Heiðarskóla var haldin í lok febrúar. Margir tóku þátt og erum við þakklát fyrir það enda hæfileikaríkt fólk í Heiðarskóla. Fjölbreytt atriði voru á dagskrá og þökkum við öllum þátttakendum fyrir skemmtilega keppni. Dómnefndin hafði úr vöndu að ráða þegar kom að því að velja þrjú efstu sætin. Í þriðja sæti voru Fylkir og félagar úr 1. bekk ásamt Antoni í 2. bekk með söngatriði. Í öðru sæti voru þær Freyja Björk og Rakel Sunna með dansatriði og í fyrsta sæti var söngatriði þeirra Kristins, Guðrúnar og Fríðu í 9. bekk. Við óskum vinningshöfum kærlega til hamingju.

Miðvikudagur, 14. mars 2018

Að vanda buðum við nemendum okkar upp á skúffuköku eftir samræmd könnunarpróf. Í þetta skiptið voru það nemendur í 9. bekk sem þreyttu samræmd könnunarpróf í íslensku, stærðfræði og ensku. Eins og flestir vita var fyrirlögnin frekar brösótt í þetta skiptið vegna tæknilegra vandamála á landsvísu. Allir nema einn náðu þó að ljúka prófi í íslensku og allir náðu að ljúka enskuprófi í Heiðarskóla. 

Miðvikudagur, 14. mars 2018

Í gær fóru börnin í 1. bekk Heiðarskól með Stjörnuhópi úr Skýjaborg í skólasamstarfsferð í Borgarnes. Börnin skoðuðu bókasafn, fugla o.fl. í safnahúsinu, skoðuðu Latabæjarsafnið, fengu ljúffengar pítsur á Landnámssetrinu og enduðu daginn á Bjössaróló. Ferðin var vel heppnuð, börnin skemmtu sér vel og lærðu heilmikið. Í myndaalbúm eru komnar myndir. 

 

 

Pages