• Heiðarskóli
mánudagur, 14. maí 2018

Nemendur í 1. bekk fengu gefins hjálma frá Kiwanis á dögunum. Börnin fengu einnig fræðslu um mikilvægi þess að nota hjálm. Ekki var annað að sjá en börnin fylgdust spennt með fræðslunni og væru ánægð með hjálmana sína. Við færum Kiwanis og Hildi Karen bestu þakkir fyrir fræðsluna og hjálmana. 

  • Skýjaborg
mánudagur, 14. maí 2018

Börnin á Regnboganum eru að gera tilraun þessa dagana og fylgjast með hvernig nokkrir hlutir rotna. Þetta er liður í grænfánaverkefninu okkar að gera börnin meðvituð um úrgang, hvað verður um það sem við hendum í ruslið. Við leyfum ykkur að fylgjast með.

  • Heiðarskóli
Miðvikudagur, 2. maí 2018

Dagana 2., 3. og 4. maí eru svokallaðir vorskóladagar í Heiðarskóla. Þá mæta nemendur sem verða í 1. bekk á næsta skólaári í skólann, 10. bekkurinn er í starfsnámi og aðrir bekkir færast upp um einn bekk og máta sig við skipulagið næsta vetur. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá skólastarfinu í dag. 

Föstudagur, 27. apríl 2018

Grunnskólakennari óskast til starfa í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar frá og með 1. ágúst 2018. Um er að ræða 90% stöðugildi, þar af 70% í grunnskólanum Heiðarskóla og 20% í leikskólanum Skýjaborg. Viðkomandi tekur þátt í skólasamstarfi á milli sviða og vinnur með barnahópum á báðum starfsstöðum í samræmi við skóladagatal Heiðarskóla. Leyfisbréf í leik- og grunnskóla skilyrði. Laun samkvæmt kjarasamningi grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 11. maí n.k.

Föstudagur, 27. apríl 2018

Á vorin hafa börnin á Regnboganum sáð fyrir sumarblómum. Í dag var loksins priklað og plöntunum gefin meiri mold. Þegar hlýnar og plönturnar hafa stækkað meira setjum við þær út í garðinn okkar. 

Pages