• Heiðarskóli
Miðvikudagur, 20. desember 2017

Í dag voru litlu jólin haldin hátíðleg í Heiðarskóla, nemendur og starfsmenn sungu jólalög og gengu í kringum jólatréð. Jólasveinar mættu í heimsókn og haldin voru stofujól. Að lokum var snæddur hátíðarmatur, hangikjöt með tilheyrandi. Í eftirrétt var íslblóm og möndluleikur. Þrír heppnir nemendur hlutu möndluna, sem var reyndar brjóstsykur. Það voru þau Fylkir Leó Björnsson, Stefanía Katrín Sveinsdóttir og Emiliano Elvar Gutierres. Við óskum þeim til hamingju. 

Miðvikudagur, 20. desember 2017

Við sendum nemendum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. 

Starfsfólk Heiðarskóla

Miðvikudagur, 20. desember 2017

Nú eru starfsmenn og nemendur skólans komnir í jólafrí. Skólastarfið hefst aftur með skipulagsdegi starfsmanna fimmtudaginn 4. janúar. Fyrsti skóladagur nemenda á nýju ári er föstudagurinn 5. janúar 2018. Þá hefst jafnframt skólaakstur. 

Föstudagur, 15. desember 2017

Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar auglýsir lausa stöðu þroska- og/eða iðjuþjálfa

 

  • Skýjaborg
Fimmtudagur, 14. desember 2017

Í gær, miðvikudaginn 13. des, héldum við litlu jólin hér í Skýjaborg. Það var rauður dagur og einnig mátti mæta í fínni fötum. Við dönsuðum í kringum jólatréð og Gluggagæjir jólasveinn kom og kíkti á gluggann og spurði hvort hann mætti koma að dansa með okkur. Börnin héldu það nú svo hann tók tillhlaup og hoppaði inn um gluggann hjá okkur. Gluggagæjir dansaði og söng með okkur, en svo fór hann aðeins að ruglast og fór að borða jólaserínu af trénu því hann fær sér alltaf jólacheerios í morgunmat. Gluggagæjir var mjög skemmtilegur og gaf börnunum mandarínur.

Pages