Fimmtudagur, 26. apríl 2018

Á degi umhverfisins í gær þann 25. apríl skelltu allir sér út að fegra umhverfið í kringum leikskólann og tína rusl. 1-3 ára börnin héldu sig í nálægð leikskólans og tíndu en 3-6 ára börnin fóru um hverfið og út í móa. Þegar heim var komið skoðuðu börnin ruslið, bjuggu til lítið ruslaskrímsli, flokkuðu svo og settu í réttar tunnur.

Hugsum vel um umhverfið okkar, flokkum og minnkum plastnotkun eins og mögulegt er. Við tókum ákvörðun um að nota fjölnota pokana okkar í ruslatínslu og þvoðum þá svo þegar heim var komið.

Miðvikudagur, 25. apríl 2018

Í upphafi vikunnar hófst þemavinna í Heiðarskóla sem allur skólinn tekur þátt í, þema sem stuðlar að bættum skólabrag og við köllum "ENN BETRI SKÓLABRAGUR". Það er von okkar og trú að þemavinnan verði bæði skemmtileg og gagnleg. Markmiðið er að minna okkur öll á að koma vel fram við hvert annað og að við vitum ekki allt um náungann og því svo þarft að virða líðan allra. Þemaverkefnið er í samstarfi við samtökin Erindi sem útbúið hafa efni sem gengur út á samskipti, vináttu, jákvæðni og gleði. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá mánudeginum. 
 

  • Heiðarskóli
Miðvikudagur, 25. apríl 2018

Í dag var haldin umhverfisráðstefna Heiðarskóla í tilefni af DEGI UMHVERFISINS. Ráðstefnan hófst á fróðlegu innleggi frá umhverfsinefndinni um umhverfisvænar vörur sem hægt er að velja í stað þeirra sem eru framleiddar úr plasti. Starfsmenn skólans og Verslunin Kaja á Akranesi sáu um að lána skólanum vörurnar sem verða svo til sýnis í glerskáp á efri hæð skólans á næstunni. Færum við þeim bestu þakkir fyrir. Umhverfsinefndin kynnti svo nýjan umhverfissáttmála skólans: 

GERÐU ÞAÐ SEM ER BEST FYRIR UMHVERFIÐ - EKKI ÞAÐ SEM ER AUÐVELDAST :)

  • Heiðarskóli
Föstudagur, 13. apríl 2018

Í gær var haldin undirbúin rýmingaræfing í Heiðarskóla. Brunabjallan var sett í gang og starfsmenn skólans rýmdu skólann samkvæmt þar til gerðri áætlun. Rýmingin tókst vel. Eftir æfinguna æfði starfsfólk skólans handtökin með slökkvitæki. Við þökkum slökkviliðsmönnum frá Akranesi kærlega fyrir aðstoðina. Síðan stendur til að halda fljótlega óundibúna æfingu. 

Þriðjudagur, 10. apríl 2018

Í dag var lokahátíð Stóru upplestrarkeppni samstarfsskólanna á Vesturlandi haldin í Heiðarskóla. Níu fulltrúar frá Grunnskólanum í Borgarnesi, Auðarskóla, Heiðarskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar tóku þátt. Segja má að allir þátttakendur hafi verið sigurvegarar því allir höfðu æft vandaðan upplestur og lagt mikið á sig til að gera sitt allra besta. Dómnefnd var skipuð Hjördísi Hjartardóttur, grunnskólakennara frá Akranesi, Ingibjörgu Einarsdóttur, formanni Radda og Björk Einisdóttur varaformanni Radda.

Pages