• Skýjaborg
Miðvikudagur, 4. júní 2014

Á fimmtudaginn verður útileikfangadagur í leikskólanum. Þá mega allir koma með dót í leikskólann sem má nota úti. Við verðum með hjóladag seinna í júní svo við biðjum um að hjólin verði skilin eftir heima þennan dag.

Miðvikudagur, 4. júní 2014

Föstudaginn 6. júní er hálfur starfsdagur í leikskólanum. Leikskólinn lokar kl. 12 þennan dag.

Þriðjudagur, 3. júní 2014

Fertugasta og áttunda starfsári Heiðarskóla lauk með pompi og prakt þriðjudaginn 3. júní. Fjölmennt og hátíðlegt var á skólaslitunum. Að þessu sinni útskrifuðust 8 nemendur úr 10. bekk og voru þeir kvaddir með söknuði og góðum óskum. Við óskum þeim til innilega til hamingju.  Sjá myndir í myndasafni.

10. bekkur 2013-2014
mánudagur, 2. júní 2014

Skólaslit Heiðarskóla verða haldin við hátíðlega athöfn á morgun klukkan 16:00 í sal skólans. Skólastjórinn, Jón Rúnar Hilmarsson, flytur ræðu, veittar verða viðurkenningar, tónlistaratriði og nemendur 10. bekkjar útskrifast. Eftir sameiginlega dagskrá fara nemendur með sínum umsjónar-kennurum í stofur og útskrifast. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að fara vel yfir fatahólf sinna barna, óskilamuni og verkefni úr list- og verkgreinum. Kaffihlaðborð að lokinni athöfn. Allir hjartanlega velkomnir!

Sól og blíða
Föstudagur, 30. maí 2014

Á mánudaginn komu Daniela og Tómas með heimalninginn Fríðu í leikskólann. Börnin voru mjög spennt að sjá litla lambið sem þótti einstaklega fallegt og lítið. Takk fyrir heimsóknina :)

Pages