Föstudagur, 24. október 2014

Sigurbjörg Friðriksdóttir er nýr starfsmaður á Regnboganum. Við bjóðum hana velkomna til starfa.

Þriðjudagur, 21. október 2014

Stemningin á Laugum er mjög góð.  Allir sváfu vært og vöknuðu hressir í morgun.  Í dag eru krakkarnir að æfa sig í að fara á stefnumót og eiga samtöl við fólk.  Síðan fara þeir í námskeiðið Kjarkur og þor, sem reynir á að tala fyrir framan hóp af fólki.

Á morgun fara svo krakkarnir okkar á Erpsstaði og Eiríksstaði.

mánudagur, 20. október 2014

Þessa vikuna dvelja nemendur okkar í 9. bekk í skólabúðum að Laugum í Sælingsdal ásamt tveimur starfsmönnum skólans. Allir eru komnir í hús og skipulögð dagskrá hafin. Við fáum vonandi fréttir af ferðalöngunum í vikunni.

Miðvikudagur, 15. október 2014

Á morgun, fimmtudag, er bleikur dagur í leikskólanum. Allir sem vilja mega koma í einhverju bleiku.

Miðvikudagur, 15. október 2014

Norræna skólahlaupinu sem vera átti í dag hefur verið frestað vegna slæmra loftgæða.  Hlaupið bíður betri tíma :)

Pages