• Heiðarskóli
Föstudagur, 13. febrúar 2015

Í dag var mikið fjör í Heiðarskóla þegar um 90 nemendur og starfsmenn tóku þátt í alheimsviðburðinum "Milljarður rís" en þá kemur fólk saman og dansar gegn kynbundnu ofbeldi. Í fyrra tóku um 3000 manns á Íslandi þátt í viðburðinum og talið er að einn milljarður manna hafi dansað í 207 löndum. 

Fimmtudagur, 12. febrúar 2015

Í kuldatíðinni er mikilvægt að huga að smádýrunum sem eiga erfitt með að finna eitthvað matarkyns í snjónum. Við höfum verið dugleg að fóðra smáfuglana og hafa börnin ýmsar hugmyndir um það hvernig best sé að standa að því. Í morgun voru börnin að búa til fóður með því að smyrja mysing á hólka og rúlla þeim síðan upp úr allskyns fræjum. Þau ætla síðan að hengja hólkana á trén og fylgjast með því hvaða fulgar koma. Einnig ætla þau að fylla appelsínuhelminga með ýmiskonar matarafgöngum sem búið er að velta upp úr smjöri til að gefa þeim.

Föstudagur, 6. febrúar 2015

Það var líf og fjör á Þorrablóti Heiðarskóla sem haldið var í gær. Hvert stig kom með eitt skemmtiatriði og síðan voru sungin nokkur lög. Að lokum var snæddur ljúffengur þorramatur. Inn á myndasafnið eru komnar myndir frá þorrablótinu og líka nokkrar myndir sem teknar voru þegar starfsmenn og nemendur tóku fyrsta lífshlaupsgöngutúrinn í gær í blíðaskaparveðri.

Föstudagur, 6. febrúar 2015

Samkvæmt skóladagatali Heiðarskóla verða starfsdagar mánudaginn 9. febrúar og þriðjudaginn 10. febrúar.  

Skólahald fellur því niður þessa daga.  Nemendur mæta aftur í skólann miðvikudaginn 11. febrúar. 

 

 

 

 

  • Skýjaborg
Föstudagur, 6. febrúar 2015

Í dag er dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins til að halda upp á það að þann 6. febrúar 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Á degi leikskólans er vakin sérstök athygli á því góða starfi sem unnið er í leikskólum og hvatt til jákvæðrar umræðu um leikskólann. Í Skýjaborg höldum við upp á daginn með því að opna sýningu á vinnu barnanna í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar. Þar má sjá verk barnanna og skráningu á vinnu þeirra. Fjölbreytt verk eru til sýnis s.s.

Pages