Miðvikudagur, 25. febrúar 2015

Skólahald fellur niður í dag vegna slæmrar veðurspár.

  • Heiðarskóli
mánudagur, 23. febrúar 2015

Þessa dagana er Fræðslu- og skólanefnd Hvalfjarðarsveitar að vinna að stefnumótun í íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamálum í sveitarfélaginu. Af því tilefni heimsótti Hjördís Stefánsdóttir, formaður Fræðslu og skólanefndar, okkur í morgun og hélt ígildi íbúafundar með nemendum okkar í 6. - 10. bekk. Fundurinn fjallaði um hugmyndir og framtíðarsýn nemendanna í málaflokknum. Lögð var áhersla á íþróttir barna og ungmenna, félagsmiðstöð og vinnuskólann. Íbúafundur um sama málefni verður haldinn í Heiðarskóla laugardaginn 7.

mánudagur, 23. febrúar 2015

Bingó 9. - 10. bekkjar í Hvalfjarðarsveit verður haldið sunnudaginn 1. mars n.k. í Heiðarskóla og byrjar klukkan 14:00. Bingóið er haldið sem liður í fjáröflun 9. - 10. bekkjar fyrir námsferð til Danmerkur í maí n.k. Boðið verður upp á kaffi og kleinur á 500 kr. og sjoppa verður á staðnum. Spjaldið kostar 500 kr. Fjölmargir glæsilegir vinningar í boði. Hlökkum til að sjá sem flesta.

9. - 10. bekkur Heiðarskóla

Föstudagur, 20. febrúar 2015

Í morgun buðum við öllum mömmum, ömmum, systrum, frænkum og vinkonum í kaffi í leikskólann í tilefni konudagsins á sunnudaginn. Þátttakan var alveg frábær og þökkum við öllum þeim sem gáfu sér tíma til að kíkja við. Börnin á eldri deildinni sungu fyrir konurnar og allir voru búnir að búa til mynd af mömmu sinni. Elsti hópurinn bjó til fallegt ljóð um mömmu: 

Ljóð um mömmur

Fimmtudagur, 19. febrúar 2015

Það var líf og fjör í Heiðarskóla í gær þegar alls kyns kynjaverur mættu í skólann og gerðu sér glaðan dag. Krakkarnir fóru á söngstöðvar og fengu nammi eða vínber. Fyrir hádegi var haldið öskudagsball fyrir 1. – 4. bekk og „kötturinn sleginn úr tunnunni“. Eftir hádegi var haldin hæfileikakeppni. Þáttakendur voru margir og atriðin mjög fjölbreytt, fimleikar, dans, söngur, blöðrur og brandarar. Greinilegt að hér í skólanum er mikið hæfileikafólk. Sérskipuð dómnefnd veitti verðlaun fyrir þrjú atriði. Björgvin í 1. bekk fékk 3. verðlaun fyrir skemmtilegt blöðruatriði, Hrönn í 8. bekk fékk 2.

Pages