• Skýjaborg
mánudagur, 2. febrúar 2015

Nú er að hefjast árleg tannverndarvika og munum við vinna ýmis verkefni tengd tannvernd og fræðslu um tennur með börnunum. Í ár er tannverndarvikan helguð umræðu um sykurmag í mat og ætlum við að fara í skoðun á því hvort of mikill sykur leynist í því sem við bjóðum upp á. 

  • Skýjaborg
mánudagur, 2. febrúar 2015

Á fimmtudaginn, 5. febrúar, munum við blóta Þorra í leikskólanum og sláum upp þorrablótsveislu í hádeginu. Börnin hafa undanfarið verið að undirbúa blótið með því að búa til víkingahjálma og æfa þorralög. 

Föstudagur, 23. janúar 2015

Stelpurnar í 6. bekk komu bekkjarbræðrum sínum hressilega á óvart í fyrsta tíma í morgun með kökuhlaðborði og skreytingum. Tilefnið var að sjálfsögðu bóndadagurinn. Fleiri námshópar eru að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins. Börnin í  bekk eru með popp og bíó þar sem strákarnir fá að velja myndina og unglingsstúlkur fengu að baka fyrir strákana. Til hamingju með daginn strákar!

Miðvikudagur, 21. janúar 2015

Þessa vikuna dvelja nemendur okkar í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði ásamt öðrum nemendum af Vesturlandi. Í gær fóru krakkarnir í sund, íþróttir, undraheim auranna, náttúrufræði þar sem fjaran var skoðuð og einhverjir fóru á byggðasafnið. Í gærkvöldi var að sjálfsögðu horft á handboltaleikinn og síðan var haldin kvöldvaka þar sem okkar fólk úr Heiðarskóla sá um tvo leiki fyrir framan 110 nemendur og vafðist það ekki fyrir þeim. Allir eru glaðir og ánægðir eftir því sem við best vitum. Hópurinn kemur heim á föstudaginn. 

mánudagur, 19. janúar 2015

Á föstudaginn fögnum við upphafi þorra og bjóðum eins og hefð er öllum körlum í kallakaffi milli kl. 14:30 og 16. Allir pabbar, bræður, afar, frændur og vinir velkomnir að kíkja til okkar. Vonumst til að sjá sem flesta.

Pages