• Heiðarskóli
Fimmtudagur, 8. maí 2014

Í dag var önnur heimsókn vorskólabarna í Heiðarskóla. Dagurinn gekk mjög vel. Börnin héldu áfram að vinna með skólaverkefni með Berglindi, þau hittu Björk í heimilisfræði og gerðu með henni gómsætan jarðarberjadrykk. Þau fóru í leikfimi til Helgu og skemmtu sér konunglega. Einnig fengu börnin frjálsan tíma, þar sem þau léku sér, skoðuðu bækur og lituðu. Næsta vorskólaheimsókn er miðvikudaginn 14. maí. Inn á myndasafnið eru komnar myndir af vorskólabörnunum við leik og störf í dag. 

  • Heiðarskóli
Miðvikudagur, 7. maí 2014

Slysavarnadeildin Líf á Akranesi ásamt Sjóvá gaf útskriftarnemum í 10.  bekk reykskynjara í dag. Þar sem veðurblíðan var með eindæmum góð fór afhendingin fram úti. Við færum Líf og Sjóvá bestu þakkir fyrir. 

Þriðjudagur, 6. maí 2014

Í dag lögðu börnin í leikskólanum sitt af mörkum til að fegra umhverfið okkar og tóku allt það rusl sem þau sáu í nágrenni leikskólans. Þau fundu fullt af spennandi rusli sem tilvalið var að nota í skapandi vinnu. Þau ákváðu að búa til ruslaskrímsli úr því sem þau tíndu og hönnuðu í sameiningu mynd úti sem þau síðan límdu á blað og máluðu. Á myndasíðunni má sjá útkomuna.

Dagur umhverfisins og ruslaskrímsli
Þriðjudagur, 6. maí 2014

Í dag var haldið upp á Dag umhverfisins í Heiðarskóla.  Dagurinn hófst með umhverfisráðstefnu þar sem Katrín Magnúsdóttir frá Landvernd flutti erindi. Katrín fjallaði m.a. um Dag umhverfisins, grænfánann og hálendi Íslands. Katrín sýndi líka krökkunum á skemmtilegan hátt hvað það land sem við getum nýtt er í raun lítill hluti af stærð jarðarinnar. Umhverfisnefnd skólans var einnig með innlegg um plastmengun í heiminum. Í kjölfarið hvatti nefndin alla til að draga úr plastpokanotkun  m.a. með því að taka þátt í plastpokalausum laugardögum.

  • Heiðarskóli
Þriðjudagur, 29. apríl 2014

Sólin skein glatt í gærdag og þá notuðu eldri nemendur tækifærið til að kanna hitastigið í Leiránni. Hún reyndist vera ansi köld eins og við var að búast en það stoppaði ekki krakkana og margir stukku út í. Vonandi náum við fleiri og jafnvel heitari sólardögum í maí en myndir frá gærdeginum eru komnar í myndasafn.

Pages