Miðvikudagur, 10. desember 2014

Skólahald í Heiðarskóla fellur niður í dag miðvikudag vegna óveðurs og ófærðar. 

Þriðjudagur, 9. desember 2014

Í dag héldum við skemmtilegt jólaball í leikskólanum og vorum svo heppin að hann Skyrgámur var einmitt á ferð í nágrenninu og kíkti í heimsókn. Það gekk heldur brösulega hjá honum að komast inn en börnin hjálpuðu honum að finna dyrnar og fékk hann að dansa með okkur í kringum jólatréð, sagði okkur skemmtilegar sögur og gaf öllum mandarínu úr pokanum sínum.  Síðan borðuðum við dásamlegan jólamat  og áttum góðan dag saman.

mánudagur, 8. desember 2014

Nemendur í 10. bekk fóru í dag í sína árlegu jólaferð í Álfholtsskóg. Tilgangurinn var að velja og saga jólatré fyrir Heiðarskóla sem síðan verður skreytt hér og notað á litlu jólunum þann 19. desember. Bjarni Þóroddsson, skógræktarmeðlimur, tók á móti krökkunum og þegar búið var að finna fallegasta tréð í skóginum var okkur boðið upp á heitt kakó og smákökur í Furuhlíð. Takk kærlega fyrir okkur, alltaf jafn gaman að eiga í samstarfi við Skógræktarfélag Skilmannahrepps. Inn á myndasafnið eru komnar myndir.

Fimmtudagur, 4. desember 2014

Jólatónleikar í Heiðarskóla 

14. desember kl. 17:00 

Svavar Knútur og Sönghópur Heiðarskóla 

"Spangólandi Úlfar" syngja jólalög 

Verð kr. 1500 

Frítt fyrir börn 

Nemendur 9. og 10. bekkjar verða með kaffi-/kakósölu til styrktar Danmerkurferð næsta vor

  • Skýjaborg
Fimmtudagur, 4. desember 2014

Í morgun buðu börn og starfsfólk foreldrum og fjölskyldum barnanna í aðventukaffi í leikskólann. Margir heilsuðu upp á okkur og áttu með okkur notalega samverustund. Við þökkum þeim sem komu kærlega fyrir komuna, það var sérstaklega gaman að fá ykkur í heimsókn. Myndir frá kaffinu má sjá hér.

Pages