• Skýjaborg
Fimmtudagur, 27. nóvember 2014

Í dag og í gær hafa börnin verið að baka piparkökur og skreyta þær fyrir jólin. Dugnaðurinn er þvílíkur í bökurunum að starfsfólk hefur varla undan að setja á plöturnar. Foreldrar fá að smakka á góðgætinu á aðventukaffinu sem verður fimmtudaginn 4. desember milli kl. 8 og 9:30. 

mánudagur, 24. nóvember 2014

Fullveldishátíð Heiðarskóla2014

verður haldin mánudaginn 1. desember í sal Heiðarskóla

Sýningin hefst klukkan 17:15

Formaður nemendafélagsins flytur ávarp. Atriði frá sönghópnum  Spangólandi úlfar og frá nemendum í tónlistarforskólanum.

Elstu börnin í Skýjaborg ásamt nemendum í 1. - 5. bekk flytja  leikritið Rauðhöfðaskemmtun.

mánudagur, 24. nóvember 2014

Í dag kom leikkonan Þórdís Arnljótsdóttir með leiksýninguna sína um Grýlu og jólasveinana til okkar. Leikritið segir frá stúlku sem fer að heiman og hittir gamla konu sem segir henni frá Grýlu og drengjunum hennar, jólasveinunum, og ævintýrum sem þeir lenda í. Börnin skemmtu sér vel og sýndu allar sínar bestu hliðar á meðan á sýningu stóð. Myndir komnar á myndasíðuna.

Föstudagur, 21. nóvember 2014

Í dag fengum við góða gesti í heimsókn. Stoppleikhópurinn sýndi leikritið „Upp,upp“ fyrir nemendur okkar í 4. – 10. bekk. Í verkinu segir frá uppvaxtarárum Hallgríms Péturssonar. Verkið er sniðið að ungum áhorfendum og miðar að því að gefa grunnskólabörnum innsýn í lífsbaráttu Íslendinga á 17. öld. Stórviðburðir sögunnar á borð við Kötlugos, farsóttir, hamfaraveður, galdrabrennur, Tyrkjarán og dauðsföll allt um kring settu svip sinn á uppvöxt Hallgríms. Verkið byggir að mestu á bókinni „Heimanfylgju“ eftir Steinunni Jóhannesdóttur.

Föstudagur, 21. nóvember 2014

Það var mikil gleði hjá nemendum í 1. - 5. bekk á æfingu fyrir Fullveldishátíð Heiðarskóla en krakkarnir æfðu í fyrsta skipti á sviði í dag. Elsti árganguri leikskólans tekur líka þátt í sýningunni. Fullveldishátíðin verður haldin í Heiðarskóla mánudaginn 1. desember n.k. Inn á myndasafnið eru komnar myndir frá æfingunni.

Pages