Miðvikudagur, 12. nóvember 2014

Undanfarna daga hafa börnin verið að vinna verkefni í tengslum við átthagana í umhverfisþema skólans. Við minnum á að á morgun er opið hús í Heiðarskóla og gestum er velkomið að kíkja í heimsókn og dvelja með okkur part úr degi eða allan daginn. Þemavinnan stendur yfir frá klukkan 9:30 - 12:30 en eins og áður sagði er fólki frjálst að koma hvenær sem er. Þeir sem sjá sér fært að vera með okkur á matmálstímum er að sjálfsögðu boðið í mat.

 

Vonumst til að sjá sem flesta.

Með átthagakveðju,
Nemendur og starfsfólk Heiðarskóla

  • Skýjaborg
Miðvikudagur, 12. nóvember 2014

Opnuð hefur verið heimasíða þar sem verkefnum Nordplussamstarfsins sem leikskólinn tekur þátt í eru gerð skil. Vefsíðan er aðgengileg á slóðinni http://winnieandwood.wordpress.com/.

Þess má geta að logo verkefnisins er hannað af Elinu Maiju Mezgale 5 ára í Skýjaborg.

Þriðjudagur, 11. nóvember 2014

Á fimmtudaginn er furðufatadagur í leikskólanum. Allir sem vilja mega koma í furðufötum, búning, náttfötum eða venjulegum fötum. Þennan dag er einnig sameiginlegt afmæli fyrir afmælisbörn nóvembermánaðar. 

Fimmtudagur, 6. nóvember 2014

Í gær fengu litlu hvolparnir hennar Báru að kíkja í heimsókn í leikskólann í smá stund. Börnin hafa fylgst spennt með uppeldi hvolpanna frá því þeir fæddust og farið í margar heimsóknir til þeirra. Nú er komið að því að hvolparnir fá brátt ný heimili og fengu því að koma og kveðja vini sína í leikskólanum. Börnin tóku að sjálfsögðu vel á móti þeim, enda miklir dýravinir hér í leikskólanum. Myndir í myndasafninu. 

Miðvikudagur, 29. október 2014

Á mánudaginn var alþjóða Bangsadagurinn og héldum við hann að sjálfsögðu hátiðlegan í leikskólanum. Börnin komu með bangsana sína með sér í skólann og leyfðu þeim að taka þátt í skólastarfinu. Myndir í myndasafninu.

Pages