Föstudagur, 21. nóvember 2014

Það var mikil gleði hjá nemendum í 1. - 5. bekk á æfingu fyrir Fullveldishátíð Heiðarskóla en krakkarnir æfðu í fyrsta skipti á sviði í dag. Elsti árganguri leikskólans tekur líka þátt í sýningunni. Fullveldishátíðin verður haldin í Heiðarskóla mánudaginn 1. desember n.k. Inn á myndasafnið eru komnar myndir frá æfingunni.

Miðvikudagur, 19. nóvember 2014

Fimmtudaginn 13. nóvember s.l. fengu 6. og 7. bekkur fróðlega heimsókn frá Stofnun Árna Magnússonar. Í skólastofuna mættu þau Svanhildur og Jón og leiddu krakkana inn í heim handverksmenningar miðalda með fræðslu um bókagerðina. Þau fengu að spreyta sig á lestri úr miðaldahandritum, skrifa rúnaletur á kálfskinn með fjöðurstaf og jurtableki. Komnar myndir inn á myndasafnið.

Miðvikudagur, 19. nóvember 2014

Mánudaginn 24. nóvember kl 9:45 kemur leikkonan Þórdís Arnljótsdóttir til okkar í leikskólann með farandsýninguna um Grýlu og jólasveinana. Vinum okkar í 1. bekk í Heiðarskóla er boðið að koma á sýninguna með okkur. Sýningin er í boði foreldrafélags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

  • Heiðarskóli
Fimmtudagur, 13. nóvember 2014

Undanfarnar vikur hefur Heiðarskóli tekið þátt í átakinu „Allir lesa“. Börnin byrja skóladaginn á yndislestrarstund. Þá les hver og einn í bók að eigin val sér til yndis og ánægjuauka. Það er mikið að gera á bókasafninu alla daga og fólk virðist njóta sín í átakinu eins og sjá má á myndum sem komnar eru inn á myndasafnið. Átakið stendur til 16. nóvember en við í Heiðarskóla ætlum að halda áfram með yndislestrarstundina.

  • Skýjaborg
Miðvikudagur, 12. nóvember 2014

Opnuð hefur verið heimasíða þar sem verkefnum Nordplussamstarfsins sem leikskólinn tekur þátt í eru gerð skil. Vefsíðan er aðgengileg á slóðinni http://winnieandwood.wordpress.com/.

Þess má geta að logo verkefnisins er hannað af Elinu Maiju Mezgale 5 ára í Skýjaborg.

Pages