Miðvikudagur, 12. nóvember 2014

Undanfarna daga hafa börnin verið að vinna verkefni í tengslum við átthagana í umhverfisþema skólans. Við minnum á að á morgun er opið hús í Heiðarskóla og gestum er velkomið að kíkja í heimsókn og dvelja með okkur part úr degi eða allan daginn. Þemavinnan stendur yfir frá klukkan 9:30 - 12:30 en eins og áður sagði er fólki frjálst að koma hvenær sem er. Þeir sem sjá sér fært að vera með okkur á matmálstímum er að sjálfsögðu boðið í mat.

 

Vonumst til að sjá sem flesta.

Með átthagakveðju,
Nemendur og starfsfólk Heiðarskóla

Þriðjudagur, 11. nóvember 2014

Á fimmtudaginn er furðufatadagur í leikskólanum. Allir sem vilja mega koma í furðufötum, búning, náttfötum eða venjulegum fötum. Þennan dag er einnig sameiginlegt afmæli fyrir afmælisbörn nóvembermánaðar. 

Fimmtudagur, 6. nóvember 2014

Í gær fengu litlu hvolparnir hennar Báru að kíkja í heimsókn í leikskólann í smá stund. Börnin hafa fylgst spennt með uppeldi hvolpanna frá því þeir fæddust og farið í margar heimsóknir til þeirra. Nú er komið að því að hvolparnir fá brátt ný heimili og fengu því að koma og kveðja vini sína í leikskólanum. Börnin tóku að sjálfsögðu vel á móti þeim, enda miklir dýravinir hér í leikskólanum. Myndir í myndasafninu. 

Miðvikudagur, 29. október 2014

Á mánudaginn var alþjóða Bangsadagurinn og héldum við hann að sjálfsögðu hátiðlegan í leikskólanum. Börnin komu með bangsana sína með sér í skólann og leyfðu þeim að taka þátt í skólastarfinu. Myndir í myndasafninu.

Miðvikudagur, 29. október 2014

Norræna skólahlaupið fór fram í blíðskaparveðri á mánudaginn, samtals hlupu nemendur og starfsmenn 491 km. Við slógum tvær flugur í einu höggi og tókum þátt í UNICEF – hreyfingunni í leiðinni. Hverju og einu barni var frjálst að safna áheitum fyrir hvern km sem það hljóp. Öllum er frjálst að styrkja þetta góða málefni með okkur og hægt er að leggja beint inn á reikning UNICEF á Íslandi: 701-26-102010, kt: 481203-2950, mikilvægt er að skrifa nafn skólans sem skýringu, Heiðarskóli Hvalfjarðarsveit. Inn á myndasafnið eru komnar myndir.

Pages