Föstudagur, 12. september 2014
Þráinn slökkviliðsstjóri kom í heimsókn í morgun og ræddi við elstu börnin um brunavarnir. Börnin voru mjög áhugasöm og ætla að passa upp á að brunavörnum sé sinnt í leikskólanum. Þráinn bauð okkur að koma í heimsókn á slökkvistöðina og ætlum við að þiggja það boð í vetur.

 

Fimmtudagur, 11. september 2014

Umhverfisnefnd Heiðarskóla tók formlega til starfa í gær og hélt sinn fyrsta fund. Áhugasamir geta fylgst með störfum umhverfisnefndar með því að lesa fundargerðir hér á síðunni. 

  • Skýjaborg
Miðvikudagur, 10. september 2014

Hluti af markmiðum okkar í Grænfánaverkefninu næstu tvö ár verður að minnka plastpokanotkun í leikskólanum. Við erum þessa dagana að sauma fjölnota poka úr gömlum fötum sem við munum nota t.d. undir blaut föt barnanna. Við hvetjum foreldra til að nota þessa poka fremur en plastið....og muna svo að skila þeim í leikskólann aftur. Ef einhver lumar síðan á þreyttum bolum eða öðrum fatalörfum sem eru alveg að fara í ruslið þá viljum við gjarnan fá þá frekar til okkar:)

Búið að breyta gömlum hlýrabolum í poka.
Þriðjudagur, 9. september 2014

Rauði kross Íslands er 90 ára um þessar mundir og af því tilefni býður hann öllum grunnskólanemendum landsins upp á skyndihjálparkynningu.  Í gær fengu nemendur Heiðarskóla kynningu í skyndihjálp frá þeim Gerðu Bjarnadóttur og Ingibjörgu Gunnarsdóttur. Þær sýndu nemendum myndband um skyndihjálp, minntu á neyðarnúmerið 112 og fyrstu viðbrögð í skyndihjálp. Sérstaklega var fjallað um  hjartahnoð, aðskotahlut í hálsi, blæðingu og bruna. Þær afhentu skólanum einnig veggspjald um fyrstu viðbrögð í skyndihjálp. Nemendur hlustuðu af athygli og fengu í lokin að æfa  hjartahnoð á dúkkum.

Miðvikudagur, 3. september 2014

Undanfarna daga höfum við verið að undirbúa pappírsgerð. Við byrjuðum á að leyfa börnunum á Dropanum að leika sér með pappírsræmur sem fara í pappírsgerðina og leiddist þeim það ekki. Síðan var pappírinn lagður í bleyti, maukaður og þjappaður. Í morgun fóru elstu börnin í gönguferð og söfnuðu allskonar blómum, berjum, lyngi og stráum til að setja í pappírinn. Eftir hádegi hófst svo vinnan við sjálfa pappírsgerðina. Myndir komnar á myndasíðuna :) 

Pages