mánudagur, 19. maí 2014

Mánudaginn 26. maí verður hjóladagur í Heiðarskóla, nemendum í 1. - 7. bekk er frjálst að koma með hjól, línuskauta, hlaupahjól eða hjólabretti í skólann. Lögreglan kemur í heimsókn og verður með umferðarfræðslu, hjólabraut og hjólaskoðun. Allir þurfa að nota hjálm á hjóladaginn.

Hjóladagur 2014
  • Heiðarskóli
Fimmtudagur, 8. maí 2014

Í dag var önnur heimsókn vorskólabarna í Heiðarskóla. Dagurinn gekk mjög vel. Börnin héldu áfram að vinna með skólaverkefni með Berglindi, þau hittu Björk í heimilisfræði og gerðu með henni gómsætan jarðarberjadrykk. Þau fóru í leikfimi til Helgu og skemmtu sér konunglega. Einnig fengu börnin frjálsan tíma, þar sem þau léku sér, skoðuðu bækur og lituðu. Næsta vorskólaheimsókn er miðvikudaginn 14. maí. Inn á myndasafnið eru komnar myndir af vorskólabörnunum við leik og störf í dag. 

  • Heiðarskóli
Fimmtudagur, 8. maí 2014

Veðrið lék við okkur í gær eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Fimmtudagur, 8. maí 2014

Fulltrúar frá Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akranesi komu færandi hendi í Heiðarskóla í dag. Þeir afhentu börnunum í 1. bekk reiðhjólahjálma, bolta og buff. Útskýrt var fyrir börnunum hversu vel hjálmurinn verndar höfuðið og hvernig á að stilla hann þannig að hann virki sem best. Börnunum ætti því ekki að vera neitt að vanbúnaði að leika sér úti í góða veðrinu í sumar.

  • Heiðarskóli
Miðvikudagur, 7. maí 2014

Slysavarnadeildin Líf á Akranesi ásamt Sjóvá gaf útskriftarnemum í 10.  bekk reykskynjara í dag. Þar sem veðurblíðan var með eindæmum góð fór afhendingin fram úti. Við færum Líf og Sjóvá bestu þakkir fyrir. 

Pages