Þriðjudagur, 7. október 2014

Á morgun hefst skólasamstarf elstu barna leikskólans (f. 2009). Lagt verður af stað frá leikskólanum kl. 9:10 og er áætluð heimkoma um kl. 12:00. Fram að áramótum er sund og biðjum við alla um að koma með sundföt með sér.

  • Heiðarskóli
Miðvikudagur, 1. október 2014

Á miðvikudagskvöldið var bryddað upp á þeirri nýjung að halda Haustball. Í öðrum skólum eru haldin busaböll og rósaböll með þeim tilgangi  að bjóða 8. bekkinga velkomna í unglingadeildina. Okkur langaði til að gera það sama en ákváðum að kalla okkar skemmtun Haustball.

10. bekkur sá um skipulagningu og undirbúning undir dyggri stjórn Hrafnhildar íslenskukennara. Öllu var snúið á hvolf, allt dót úr félagsrými flutt í eina stofu og húsgögn úr þeirri stofu yfir í aðra. Félagsrýmið var svo nýtt sem dansrými með tilheyrandi græjum og diskóljósum.

Fimmtudagur, 25. september 2014

Fimmtudaginn 2. október klukkan 20:00 heldur Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur, fyrirlestur í Heiðarskóla. Fyrirlesturinn er í boði Fræðslu- og skólanefndar og er ætlaður nemendum í 6. – 10. bekk ásamt foreldrum.

Þriðjudagur, 23. september 2014

Í dag fengum við góða gesti í heimsókn. Tólf manna kór frá Grænlandi kom í heimsókn í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðar-sveitar. Gestirnir byrjuðu á að heimsækja leikskólann Skýjaborg og í framhaldinu Heiðarskóla. Þeir skoðuðu skólann, héldu stutta tónleika eftir hádegið og svöruðu skemmtilegum spurningum barnanna, þeir fengu t.d. spurninguna búa krókódílar á Grænlandi og ísbjarnaspurningarnar voru vinsælar. Gaman að segja frá því að einn kórmeðlimurinn hafði einu sinni á ævinni séð ísbjörn og það var í dýragarði í Danmörku. Gestirnir færðu okkur að lokum góðar gjafir.

Þriðjudagur, 16. september 2014

Þriðjudaginn 16. september er Dagur íslenskrar náttúru. Heiðarskóli heldur daginn hátíðlegan með skemmtilegum útiverkefnum og gönguferðum. Skóladagurinn hefst í Melahverfi hjá nemendum í 1. - 5. bekk og við Laxárbakka hjá nemendum í 6. - 10. bekk. Skóladeginum lýkur í Álfholtsskógi þar sem skólabílarnir sækja börnin klukkan 13:20, klukkutíma fyrr en venjulega. 

Pages