Miðvikudagur, 15. október 2014

Norræna skólahlaupinu sem vera átti í dag hefur verið frestað vegna slæmra loftgæða.  Hlaupið bíður betri tíma :)

  • Heiðarskóli
Þriðjudagur, 14. október 2014

Við í Heiðarskóla ætlum að hafa bleikan dag á morgun miðvikudag!  Við hvetjum alla til að klæðast einhverju bleiku og með því sýna samstöðu í árvekniátaki Krabbameinsfélagsins í bleikum októbermánuði.  

  • Skýjaborg
Fimmtudagur, 9. október 2014

Í síðustu viku fóru Magga Sigga og Þórdís til Eistlands til að sækja Bangsímon og koma með hann heim. Bangsímon er hluti af Nordplus verkefni sem leikskólinn tekur þátt í ásamt leikskólum í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Noregi. Markmið verkefnisins er að vinna með hreyfingu, útinám og sköpun í gegnum söguna um Bangsímon og Hundraðekruskóginn. Börnin eru mjög spennt fyrir bangsanum og fær hann að taka virkan þátt í verkefnum í leikskólanum.

  • Heiðarskóli
Fimmtudagur, 9. október 2014

Mikil spenna ríkti á sparkvellinum við Heiðarskóla í dag þegar nemendur og starfsmenn tókust á í æsispennandi fótboltaleikjum. Veðrið lék við okkur og alls kyns fótboltataktar vöktu mikla lukku meðal þátttakenda. Inn á myndasafnið eru komnar myndir.

Þriðjudagur, 7. október 2014

Á morgun hefst skólasamstarf elstu barna leikskólans (f. 2009). Lagt verður af stað frá leikskólanum kl. 9:10 og er áætluð heimkoma um kl. 12:00. Fram að áramótum er sund og biðjum við alla um að koma með sundföt með sér.

Pages