• Skýjaborg
mánudagur, 1. september 2014

Nú eru flest börn og starfsfólk búin að skila sér aftur til okkar eftir sumarleyfi. Nokkrar breytingar hafa orðið hjá okkur í haust, bæði í barnahópnum og starfsmannahópnum.

Það fóru frá okkur 14 börn í sumar, sem eru að hefja grunnskólagöngu sína. Berglind Bergsdóttir, kennari, fylgir þeim í grunnskólann og verður kennarinn þeirra í 1. bekk. Árdís Hauksdóttir fór einnig til nýrra starfa við Heiðarskóla. Lára Böðvarsdóttir og Arndís Rós hættu í sumar. Við óskum þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum.

  • Heiðarskóli
Föstudagur, 29. ágúst 2014

Vaskir og glaðir unglingar gengu í gær yfir Skarðsheiði í blíðskaparveðri. Ferðin gekk í alla staði mjög vel. Áður en lagt var í hann var nemendum skipt í hópa og á leiðinni leystu hóparnir verkefni sem birtust jafnt og þétt í snjallsímum nemenda. Unglingarnir fóru síðan í Skátaskálann í Skorradal, þar var grillað, leikið, synt og sofið. Krakkarnir koma heim fyrir heimkeyrslu í dag. Inn á myndasafnið eru komnar myndir.
 
Nemendur á miðstigi eru í haustferðalagi á Þórisstöðum og yngsta stigið fer í gönguferð upp með Leirá.

Föstudagur, 29. ágúst 2014

Nemendur miðstigs fóru í haustferð á Þórisstaði á föstudaginn ásamt umsjónarkennurum og Hjálmi náttúrufræðikennara. Fínt veður var þennan dag, stillt og hlýtt, og krakkarnir skemmtu sér við hin ýmsu verkefni. Hægt var að fara í golf, skoða dýrin, tína ber og veiða í vatninu. Enginn veiddist samt fiskurinn en við bættum okkur það upp með grilluðum hamborgurum í hádeginu. Myndir frá ferðinni eru komnar í myndasafn.

Föstudagur, 29. ágúst 2014

Börnin í 1.-3. bekk fóru saman í gönguferð föstudaginn 29. ágúst. Allir fengu að velja sér nesti, settu það í bakpokann sinn og svo var arkað af stað. Gengið var upp með Leiránni og voru margir sem veltu því fyrir sér hvaðan allt þetta vatn kæmi. Nestið var snætt í gömlu sundlauginni og allir fengu tækifæri til þess að leika sér dálítið áður en haldið var heim á leið. Veðrið lék við hópinn og sóttist gangan vel þrátt fyrir að stórþýft væri á köflum. Komnar myndir á myndasafnið.

  • Heiðarskóli
Þriðjudagur, 26. ágúst 2014

Akstursleiðir skólaárið 2014 - 2015 eru eftirfarandi:
Hvalfjarðarströnd: Bílstjóri Sverrir s. 8652003. Bíllinn leggur af stað frá Bjarteyjarsandi klukkan 7:55. Akstursleið; Bjarteyjarsandur, Hrafnabjörg, Hlíðarbær, Eystra - Miðfell, Stóri - Lambhagi - Heiðarksóli.
Hvalfjarðarströnd:Bílstjóri María s. 8665732. Bíllinn leggur af stað frá Hlíð klukkan 7:55.
 
Í lok dags fara bílarnir frá skólanum klukkan 14:30.
Glóra - Melahverfi: Bílstjóri Guðmundur s. 8968246. Bíllinn leggur af stað frá Glóru klukkan 8:00

Pages