Þriðjudagur, 12. ágúst 2014

Í dag kom formaður Akranesklúbbs Soroptimista Guðrún Bragadóttir, með bókargjöf í leikskólann. m er að ræða bókina Verum Græn. Ferðalag í átt að sjálfbærni í tilefni af verkefni Evrópusambands Soroptimista "Go green". Bókin mun svo sannarlega nýtast í okkar umhverfisvinnu. Takk kærlega fyrir okkur.

Jón tekur við bókargjöfinni frá Guðrúnu.
Miðvikudagur, 6. ágúst 2014

Föstudaginn 15. ágúst verður starfsdagur í leikskólanum og er leikskólinn lokaður þann dag.

  • Skýjaborg
Fimmtudagur, 26. júní 2014

Í gær fóru elstu börnin í leikskólanum í útskriftaferðina sína. Haldið var á Akranes þar sem byrjað var á Langasandi. Síðan var förinni heitið á safnasvæðið og þaðan í skógræktina þar sem þau léku sér og fengu grillaðar pulsur. Einstaklega vel hepnuð ferð í dásamlegum félagskap. Myndir á myndasíðunni. 

Fimmtudagur, 19. júní 2014

Á vordögum fengu öll heimili í sveitarfélaginu umhverfisblað Heiðarskóla. Á bls. 8 er frétt um umhverfismerki Hvalfjarðarsveitar ásamt mynd af merkinu. Því miður snéri myndin öfugt hjá okkur og er beðist velvirðingar á því. Við birtum því myndina rétta hér á heimasíðunni. Það var Brimrún Eir Óðinsdóttir, nemandi í 7. bekk, sem teiknaði myndina. Held við getum verið sammála um að merkið er vel heppnað og góð kynning á náttúrfyrirbæri Hvalfjarðarsveitar sem er að þessu sinni fossinn Glymur.

Umhverfismerki Hvalfjarðarsveitar
  • Skýjaborg
Föstudagur, 13. júní 2014

Í dag var hjóladagur í leikskólanum og komu flest allir með reiðhjól eða hlaupahjól. Við hófum daginn á því að hjóla á nýju lóðinni okkar og hentar hún einkar vel til þess. Síðan fengu börnin að fara út á bílastæðið við stjórnsýsluhúsið að hjóla. Við lokuðum bílastæðinu fyrir umferð og nutum þess að hjóla þar um. Börnin skemmtu sér vel og kom ósk um að hafa oftar hjóladag. Við ætlum að sjálfsögðu að reyna að bregðast við því. 

Pages