Heiðarskóli

Fimmtudagur, 16. nóvember 2017

Börnin í 3. bekk heimsóttu vini sína í leikskólanum Skýjaborg í dag og lásu fyrir þau skemmtilega bók í tilefni af degi íslenskrar tungu. Vel var tekið á móti börninum og þau höfðu gaman að. Á meðfylgjandi mynd má sjá börnin í 3. bekk með bókina sem þau lásu. 

Fimmtudagur, 16. nóvember 2017

Dagur íslenskrar tungu var í dag og af því tilefni var stöðvavinna í fyrsta tíma. Nemendum skólans var skipt í aldursblandaða hópa sem leystu fjölbreyttar þrautir hér og þar í skólanum. Í myndaalbúm eru komnar myndir.  

Fimmtudagur, 9. nóvember 2017

Skólasamstarfið gengur vel. Á mánudaginn fóru elstu börn leikskólans með yngstu börnum grunnskólans í vettvangsferð í Álfholtsskóg. Börnin léku sér í skóginum, drukku heitan súkkulaðidrykk og höfðu gaman af. Í dag var Stjörnuhópur í Heiðarskóla, börnin fóru í íþróttir, hittu vini í sína í 1. bekk í stærðfræðistund og fóru út í frímínútur. 

Föstudagur, 3. nóvember 2017

Guðbjörg Perla Jónsdóttir og Sigurrós María Sigubjörnsdóttir hafa verið í vettvangsnámi hjá okkur í vikunni. Þær hafa fengið að kynnast innviðum skólastarfsins og tekið þátt í kennslustundum á öllum aldursstigum. Þær voru ánægðar með vikuna, fannst móttökurnar góðar og þeim finnst skólinn okkar æðislegur. Við þökkum þeim kærlega fyrir samveruna og óskum þeim góðs gengis í náminu.  

 

 

Þriðjudagur, 31. október 2017

Heiðarskóli tók að vanda þátt í Norræna skólahlaupinu í blíðskaparveðri síðustu viku. Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Markmiðið með Norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Í myndaalbúm eru komnar myndir. 

Pages