Heiðarskóli

Þriðjudagur, 31. október 2017

Í gær voru haldnir hádegistónleikar á vegum Tónlistarskólans á Akranesi í matsal skólans. Ljúft var að hlýða á hugljúfa tóna meðan á matmálstíma stóð. Við þökkum Tónlistarskólanum kærlega fyrir okkur. 

Þriðjudagur, 31. október 2017

Í gær mættu alls kyns kynjaverur í skólann þegar nemendur á yngsta stigi héldu svokallaðan hrekkjavökudag. Börnin fóru á hrekkjavökuball, gæddu sér á poppkorni, nammi og drukku rauðan djús. Á bókasafninu var lesin draugasaga. Í myndaalbúm eru komnar skemmtilegar myndir. 

Þriðjudagur, 31. október 2017

Í dag fengum við góða gesti þegar fulltrúar frá Slysavarnardeildinni Líf á Akranesi færðu nemendum skólans endurskinsmerki að gjöf. Við þökkum Slysavarnardeildinni kærlega fyrir þessa mikilvægu gjöf og hvetjum nemendur skólans til að nota endurskinmerki nú þegar svartasta skammdegið er framundan.  

Föstudagur, 27. október 2017

Síðastliðinn miðvikudag tók skólabókasafn Heiðarskóla bóksafnskerfið Gegni í notkun. Gegnir er það kerfi sem algengast er að bókasöfn á Íslandi noti. Safnkosturinn er skráður í miðlægan gagnagrunn og getur hver sem er skoðað hvort bók er til á safninu okkar með því að kíkja inn á leitir.is.

Aðdragandinn hefur verið langur og áður en hægt að var að taka Gegni í notkun þurfti að skrá allan bókakost safnsins. Þá var tækifærið notað og heilmikil tiltekt gerð á safninu þar sem gamlar og úreltar bækur voru afskráðar.

  • Heiðarskóli
Föstudagur, 27. október 2017

Þessa dagana taka nemendur okkar á miðstigi þátt í barnamenningarhátíð. Hátíðin var sett við Tónlistarskólann á Akranesi í gærmorgun þegar nemendur af miðstigi Heiðarskóla, Grundaskóla og Brekkubæjarskóla dönsuðu fyrir gesti. Að því loknu voru þrjár sýningar þessara barna opnaðar á bókasafninu, í tónlistarskólanum og í Guðnýjarstofu. Hópurinn borðaði síðan saman á Galító. Heiðarskólanemendur nýttu tækifærið og kíktu líka í heimsókn í Brekkubæjarskóla og Landmælingar Íslands þar sem þeir fengu góðar móttökur. 

Pages