Heiðarskóli

  • Heiðarskóli
mánudagur, 16. október 2017

Nú er nýafstaðin vel heppnuð þemavika sem tengist grænfánavinnu skólans. Að þessu sinni var yfirskriftin Lýðheilsa eða "Heilsa yfir höfuð" eins og börnin í umhverfisnefnd vildu nefna þemað. Hvernig er heilsa okkar í skólanum? Hreyfum við okkur nóg? Hvað getum við gert til að hreyfa okkur meira í daglegu lífi? Borðum við hollan mat? Líður okkur vel í skólanum og daglega lífinu? Erum við góð hvert við annað? Erum við dugleg að vera úti í náttúrunni? Hvaða áhrif hefur lífstíll okkar á umhverfið? Þetta eru spurningar sem við veltum fyrir okkur í þemavikunni.

  • Heiðarskóli
mánudagur, 16. október 2017

Í dag fengu nemendur á miðstigi góðan gest í heimsókn í tengslum við Barnamenningarhátíð. Áslaug Jónsdóttir, rithöfundur, uppalin í Melaleiti í Melasveit, hitti nemendur og sagði þeim frá bókunum sínum. Miðstig Heiðarskóla tekur þátt í Barnamenningarhátíð þetta árið. Áslaug hafði orð á því að það hefði verið gaman að hitta nemendur Heiðarskóla, þeir hefðu verið áhugasamir og hlustað af athygli. Við þökkum Áslaugu kærlega fyrir komuna. 

Föstudagur, 29. september 2017

Nemendur í 7. bekk þreyttu samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði í síðustu viku og nemendur í 4. bekk tóku íslenskupróf í gær og stærðfræðipróf í dag. Það er hefð fyrir því að eftir að samræmdum prófum er lokið bjóðum við krökkunum upp á skúffuköku. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af nemendum í 4. bekk gæða sér á kökunni ásamt kennara sínum. Börnin voru ánægð með prófið og fannst þeim ganga vel. 

Þriðjudagur, 26. september 2017

Í starfsáætlun skólans kemur fram að samstarf sé á milli nemenda í 1. og 10. bekk. S.l. föstudag hófst þetta samstarf þegar nemendur í 1. og 2. bekk buðu nemendum í 10. bekk í skemmtilega stöðvavinnu. Markmið samstarfsins er að auka samheldni, hjálpsemi og jákvæðan skólabrag. Með samstarfi af þessu tagi kynnast þeir yngri unglingunum og komast að því hvað þeir eru skemmtilegt og hjálpsamt fólk.

Fimmtudagur, 14. september 2017

Í dag héldum við upp á Dag íslenskrar náttúru. Skólastarfið fór fram í Brynjudal í blíðskaparveðri. Börnin fóru á þrjár stöðvar, unnu verkefni sem tengdust náttúrunni og léku sér í skóginum. Í hádegismat voru grillaðar pylsur. Dagurinn var vel heppnaður og ekki annað að sjá en að börnin skemmtu sér vel við  leik og störf í skóginum. Í myndaalbúm skólans eru komnar myndir frá Brynjudal. 

Pages