Heiðarskóli

sunnudagur, 25. febrúar 2018

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 3. og 4. bekk verið að læra um Ísland í gamla daga, Þorrann og gömlu mánaðaheitin.  Á föstudaginn buðu börnin vinum sínum í 1. og 2. bekk á kynningu á verkefninu. Á kynningunni sýndu börnin mynd sem þau höfðu málað og lásu upp dagbókarfærslu. Börnin  höfðu sett sig í spor þeirra sem lifðu á Íslandi árið 1866 og skrifað dagbókarfærslu um lífið og tilveruna á þeim tíma. Þetta var virkilega skemmtileg og fróðleg kynning hjá krökkunum í 3. og 4. bekk. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá kynningunni. 

  • Heiðarskóli
Föstudagur, 23. febrúar 2018

Það var líf og fjör í Heiðarskóla í gær þegar alls kyns verur mættu í skólann og gerðu sér glaðan dag. Krakkarnir fóru á söngstöðvar og fengu nammi. Fyrir hádegi var haldið öskudagsball fyrir 1. – 4. bekk. Í myndasafn skólans eru komnar myndir.

Miðvikudagur, 21. febrúar 2018

Skólahald fellur niður í Heiðarskóla í dag, miðvikudaginn 21. febrúar, vegna veðurs. 

Fimmtudagur, 8. febrúar 2018

Þessa vikuna dvelja allir tíu nemendur 7. bekkjar ásamt Einari kennara í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði. Þangað var haldið með rútu um kl. 9:30 á mánudagsmorgun en nemendahópur frá Klébergsskóla var samferða norður yfir heiðina. Ferðalagið gekk mjög vel en á fréttamiðlum hafði komið fram að slæm færð væri á Holtavörðuheiði. Það reyndist ekki rétt því rennifæri var á heiðinni og bjart veður. Í Reykjaskóla var komið um kl. 11:30 og eftir að hafa fengið súpu og brauð hófst fyrsta kennslustund vikunnar.

 

  • Heiðarskóli
Fimmtudagur, 1. febrúar 2018

Þorrablót Heiðarskóla var haldið í dag. Skemmtun var haldin í matsal skólans þar sem við sungum og fórum í leiki. Eftir skemmtun gæddu nemendur og starfsmenn sér á gómsætum Þorramat. Steinunn Árnadóttir, píanókennari frá Tónlistarskólanum á Akranesi, aðstoðaði nemendur Tónlistarskólans á Akranesi við undirspil á blótinu. Við færum Steinunni bestu þakkir fyrir og nemendum þökkum við fyrir skemmtilegt Þorrablót. Á meðfylgjand mynd má sjá stelpur á öllum aldri syngja Minni karla, körlum til heiðurs. Strákarnir sungu síðan Minni kvenna, konum til heiðurs.

Pages