Heiðarskóli

Föstudagur, 28. apríl 2017

Miðvikudaginn 25. apríl s.l. gerðum við degi umhverfisins góð skil í alls kyns verkefnum. Dagurinn hófst á umhverfisráðstefnu þar sem Umhverfisnefnd skólans kynnti nýjar flokkunartunnur, skilti um bann við lausagöngu bifreiða við skólann og hvaða verðmæti felast óskilamunum. Ráðstefnugestum kom saman um að í einum litlum plastpoka væri andvirðið rúmlega 50.000 kr. 

Föstudagur, 28. apríl 2017

Skóladagatal fyrir næsta skólaár hefur nú verið samþykkt í fræðslu- og skólanefnd. Heimasíðan okkar hefur því miður verið biluð undanfarnar vikur og við náum ekki að uppfæra efni á henni. Þegar hún verður komin í lag verður skóladagatalið aðgengilegt á heimasíðunni undir: Heiðarskóli - Skólastarfið - Skóladagatal.

Laugardagur, 8. apríl 2017

Við erum mjög stolt af nemendum skólans sem stóðu sig með stakri prýði á skemmtilegri Árshátíð s.l. fimmtudag. Mjög góð mæting var á Árshátíðina og virtust gestir skemmta sér vel. Við þökkum öllum innilega fyrir komuna og stuðninginn en allur ágóði af sýningunni rennur í ferðasjóð Nemendafélags Heiðarskóla. Í myndaalbúm eru komnar myndir. Í gær var síðan tiltektar, náttfata- og kósídagur í skólanum og síðan tók við páskaleyfi. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 18. apríl. Við óskum öllum gleðilegra páska.

mánudagur, 3. apríl 2017

Heimasíðan okkar er nú loksins komin í lag eftir töluvert langa bilun. Þá skellum við inn skemmtilegrir frétt af 7. bekk. Miðvikudaginn 15. mars s.l.fór undankeppni fyrir lokahátíð upplestrarkeppni Vesturlandsskólanna fram hér í Heiðarskóla. Að þessu sinni tóku fjórir nemendur þátt og lásu þrenns konar texta, einn í óbundu máli og tvo í bundnu. Tveir nemendur tóku síðan þátt í lokahátíðinni sem fram fór í Borgarnesi fimmtudaginn 23. mars. Erna og Fanney voru fulltrúar okkar þar. Dómnefnd í undankeppninni var skipuð þeim Örnu, Hrafnhildi og Daníel.

Fimmtudagur, 30. mars 2017

Árshátið Heiðarskóla

Fimmtudaginn 6. apríl.

Sýningin hefst stundvíslega klukkan 17:15.

Formaður nemendafélagsins flytur ávarp.

Nemendur í 5. – 7. bekk sýna leikritið Óvissuferð.is.
Nemendur í 8. – 10. bekk flytja söngleikinn Mamma mía?

Hið margrómaða kaffihlaðborð í boði foreldra í 7. – 10. bekk verður á sínum stað.

Miðaverð 1000 kr. fyrir 16 ára og eldri.
Enginn posi.
Veitingar innifaldar í verði.

Línuhappadrætti – 100 kr. línan.

Pages