Heiðarskóli

  • Heiðarskóli
Fimmtudagur, 13. nóvember 2014

Undanfarnar vikur hefur Heiðarskóli tekið þátt í átakinu „Allir lesa“. Börnin byrja skóladaginn á yndislestrarstund. Þá les hver og einn í bók að eigin val sér til yndis og ánægjuauka. Það er mikið að gera á bókasafninu alla daga og fólk virðist njóta sín í átakinu eins og sjá má á myndum sem komnar eru inn á myndasafnið. Átakið stendur til 16. nóvember en við í Heiðarskóla ætlum að halda áfram með yndislestrarstundina.

Miðvikudagur, 12. nóvember 2014

Undanfarna daga hafa börnin verið að vinna verkefni í tengslum við átthagana í umhverfisþema skólans. Við minnum á að á morgun er opið hús í Heiðarskóla og gestum er velkomið að kíkja í heimsókn og dvelja með okkur part úr degi eða allan daginn. Þemavinnan stendur yfir frá klukkan 9:30 - 12:30 en eins og áður sagði er fólki frjálst að koma hvenær sem er. Þeir sem sjá sér fært að vera með okkur á matmálstímum er að sjálfsögðu boðið í mat.

 

Vonumst til að sjá sem flesta.

Með átthagakveðju,
Nemendur og starfsfólk Heiðarskóla

Miðvikudagur, 29. október 2014

Norræna skólahlaupið fór fram í blíðskaparveðri á mánudaginn, samtals hlupu nemendur og starfsmenn 491 km. Við slógum tvær flugur í einu höggi og tókum þátt í UNICEF – hreyfingunni í leiðinni. Hverju og einu barni var frjálst að safna áheitum fyrir hvern km sem það hljóp. Öllum er frjálst að styrkja þetta góða málefni með okkur og hægt er að leggja beint inn á reikning UNICEF á Íslandi: 701-26-102010, kt: 481203-2950, mikilvægt er að skrifa nafn skólans sem skýringu, Heiðarskóli Hvalfjarðarsveit. Inn á myndasafnið eru komnar myndir.

Þriðjudagur, 28. október 2014

Samstarf er á milli nemenda í 1. og 10. bekk í Heiðarskóla. Nemendur bekkjanna hittast reglulega yfir skólaárið og gera ýmislegt saman. Fyrsti samstarfstíminn var í dag og voru allir mjög ánægðir með tímann. Markmið samstarfsins er að auka samheldni, hjálpsemi og stuðla að jákvæðum skólabrag. Krakkarnir byrjuðu á því að spjalla saman. Síðan var ipad verkefni, þar sem unglingarnir lásu inn á ipada 1. bekkinga hljóðbók, bækurnar sem börnin hafa verið að lesa, Sísí og Lóló o.s.frv. Notast var við appið Book recorder.

Þriðjudagur, 21. október 2014

Stemningin á Laugum er mjög góð.  Allir sváfu vært og vöknuðu hressir í morgun.  Í dag eru krakkarnir að æfa sig í að fara á stefnumót og eiga samtöl við fólk.  Síðan fara þeir í námskeiðið Kjarkur og þor, sem reynir á að tala fyrir framan hóp af fólki.

Á morgun fara svo krakkarnir okkar á Erpsstaði og Eiríksstaði.

Pages