Heiðarskóli

Fimmtudagur, 25. september 2014

Fimmtudaginn 2. október klukkan 20:00 heldur Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur, fyrirlestur í Heiðarskóla. Fyrirlesturinn er í boði Fræðslu- og skólanefndar og er ætlaður nemendum í 6. – 10. bekk ásamt foreldrum.

Þriðjudagur, 23. september 2014

Í dag fengum við góða gesti í heimsókn. Tólf manna kór frá Grænlandi kom í heimsókn í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðar-sveitar. Gestirnir byrjuðu á að heimsækja leikskólann Skýjaborg og í framhaldinu Heiðarskóla. Þeir skoðuðu skólann, héldu stutta tónleika eftir hádegið og svöruðu skemmtilegum spurningum barnanna, þeir fengu t.d. spurninguna búa krókódílar á Grænlandi og ísbjarnaspurningarnar voru vinsælar. Gaman að segja frá því að einn kórmeðlimurinn hafði einu sinni á ævinni séð ísbjörn og það var í dýragarði í Danmörku. Gestirnir færðu okkur að lokum góðar gjafir.

Þriðjudagur, 16. september 2014

Þriðjudaginn 16. september er Dagur íslenskrar náttúru. Heiðarskóli heldur daginn hátíðlegan með skemmtilegum útiverkefnum og gönguferðum. Skóladagurinn hefst í Melahverfi hjá nemendum í 1. - 5. bekk og við Laxárbakka hjá nemendum í 6. - 10. bekk. Skóladeginum lýkur í Álfholtsskógi þar sem skólabílarnir sækja börnin klukkan 13:20, klukkutíma fyrr en venjulega. 

Þriðjudagur, 16. september 2014

Veðrið lék við okkur í dag á Degi íslenskrar náttúru. Börnin í 1. og 2. bekk heimsóttu vini sína í Skýjaborg og voru viðstödd afhendingu Grænfánans sem þar fór fram í þriðja sinn. Takk fyrir góðar móttökur, alltaf gaman og gott að koma í Skýjaborg. Nemendur í 3. - 5. bekk heimsóttu Stjórnsýsluhúsið þar sem Skúli sveitastjóri tók á móti hópnum og fræddi krakkana um umhverfismál, hópnum var boðið upp á kleinur og safa. Takk fyrir góðar móttökur. Börnin í yngri bekkjum skólans gengu síðan frá Melahverfi í Álfholtsskóg. Nemendur í 6. - 10.

Fimmtudagur, 11. september 2014

Umhverfisnefnd Heiðarskóla tók formlega til starfa í gær og hélt sinn fyrsta fund. Áhugasamir geta fylgst með störfum umhverfisnefndar með því að lesa fundargerðir hér á síðunni. 

Pages