Heiðarskóli

Föstudagur, 29. ágúst 2014

Börnin í 1.-3. bekk fóru saman í gönguferð föstudaginn 29. ágúst. Allir fengu að velja sér nesti, settu það í bakpokann sinn og svo var arkað af stað. Gengið var upp með Leiránni og voru margir sem veltu því fyrir sér hvaðan allt þetta vatn kæmi. Nestið var snætt í gömlu sundlauginni og allir fengu tækifæri til þess að leika sér dálítið áður en haldið var heim á leið. Veðrið lék við hópinn og sóttist gangan vel þrátt fyrir að stórþýft væri á köflum. Komnar myndir á myndasafnið.

  • Heiðarskóli
Þriðjudagur, 26. ágúst 2014

Akstursleiðir skólaárið 2014 - 2015 eru eftirfarandi:
Hvalfjarðarströnd: Bílstjóri Sverrir s. 8652003. Bíllinn leggur af stað frá Bjarteyjarsandi klukkan 7:55. Akstursleið; Bjarteyjarsandur, Hrafnabjörg, Hlíðarbær, Eystra - Miðfell, Stóri - Lambhagi - Heiðarksóli.
Hvalfjarðarströnd:Bílstjóri María s. 8665732. Bíllinn leggur af stað frá Hlíð klukkan 7:55.
 
Í lok dags fara bílarnir frá skólanum klukkan 14:30.
Glóra - Melahverfi: Bílstjóri Guðmundur s. 8968246. Bíllinn leggur af stað frá Glóru klukkan 8:00

Föstudagur, 22. ágúst 2014

Í fyrsta skipti í sögu skólans fór skólasetning fram utandyra í blíðskaparveðri í gær. Veðrið leikur líka við okkur í dag og börnin njóta sín úti í góða veðrinu. Alls hefja 90 nemendur nám við skólann þetta haustið og er það fjölgun frá fyrra ári.  Ekki er annað að sjá en allir mæti glaðir og áhugasamir í skólann. Inn á myndasafnið eru komnar myndir.

Skólasetning fór í fyrsta sinn fram utandyra í blíðskaparveðri í gær skólinn var í fyrsta sinn settur
Fimmtudagur, 21. ágúst 2014

Í fyrsta skipti í sögu skólans fór skólasetning fram utandyra í blíðskaparveðri í gær. Veðrið leikur líka við okkur í dag og börnin njóta sín úti í góða veðrinu. Alls hefja 90 nemendur nám við skólann þetta haustið og er það fjölgun frá fyrra ári.  Ekki er annað að sjá en allir mæti glaðir og áhugasamir í skólann. Inn á myndasafnið eru komnar myndir. 

Miðvikudagur, 20. ágúst 2014

Fertugasta og níunda skólaár Heiðarskóla verður sett fimmtudaginn 21. ágúst klukkan 16:00. Stutt athöfn verður í sal skólans. Nemendur hitta umsjónarkennara og fá stundatöflur. Kaffiveitingar í lok athafnar.
Allir hjartanlega velkomnir.  

Pages