Heiðarskóli

  • Heiðarskóli
Föstudagur, 25. ágúst 2017

Heiðarskóli var settur utandyra s.l. þriðjudag. Eftir athöfn fóru börn og foreldrar og hittu umsjónarkennara í heimastofum. Þetta skólaárið erum við að hefja fimmtugasta og annað starfsár skólans. Skólabyrjun fer vel af stað, veðrið hefur leikið við okkur og í gær fóru námshóparnir í haustferðalög. Nemendur á yngsta stigi fóru í fjöruna við Súlunes, nemendur á miðstigi fóru í Skorradal og nemendur á unglingastigi gengu yfir Skarðsheiði og gistu í Skátaskálanum. Allar ferðirnar þóttu takast vel. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá skólasetningu og fyrsta skóladeginum. 

  • Heiðarskóli
Föstudagur, 18. ágúst 2017

Heiðarskóli verður settur mánudaginn 21. ágúst kl. 16:00. Stutt sameiginleg athöfn í sal skólans eða jafnvel utandyra ef veður leyfir. Eftir athöfn fara nemendur með umsjónarkennurum í heimastofur og fá afhentar stundatöflur. Kaffiveitingar í lokin og allir hjartanlega velkomnir. Skólaakstur hefst þriðjudaginn 22. ágúst. 

Miðvikudagur, 9. ágúst 2017

Vegna forfalla vantar okkur kennara til starfa skólaárið 2017 - 2018. Um tímabundna ráðningu er að ræða í 100 % starf í teymiskennslu á unglingastigi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Starfið hentar jafnt körlum sem konum.

Miðvikudagur, 21. júní 2017

Nú fer að líða að sumarlokun Heiðarskóla og síðustu starfsmenn að detta í sumarfrí. Skólinn verður lokaður frá 23. júní til og með 8. ágúst. Starfsfólk skólans þakkar fyrir ánægjulegt samstarf á nýliðnu skólaári.   

Föstudagur, 2. júní 2017

Heiðarskóli sótti um grænfánn í fimmta sinn í lok apríl. Á skólaslitum þann 31. maí kom svo í ljós að Heiðarskóli hlaut grænfánann í fimmta sinn. Fulltrúi Landverndar, Caitlin Wilson, afhenti umhverfisnefnd skólans grænfánaskilti og viðurkenningarskjal. 

Pages