Heiðarskóli

Föstudagur, 26. janúar 2018

Orð eru til alls fyrst. Þetta fengu nemendur Heiðarskóla að upplifa eftir að upp kom hugmynd um skíðaferð unglingadeildar í Nemendafélagi skólans. Skemmst er frá því að segja að hugmyndin varð að veruleika. Krakkarnir fóru í skíðaferð í gær og hér á eftir má lesa frásögn Maríu Bjarkar Ómarsdóttur nemanda í 10. bekk af skíðaferðinni. 

Miðvikudagur, 24. janúar 2018

Skólahald fellur niður í dag, miðvikudaginn 24. janúar, vegna veðurs. 

Fimmtudagur, 11. janúar 2018

Vegna slæmrar veðurspár flýtum við heimkeyrslu í dag. Skólabílarnir fara frá Heiðarskóla kl. 13:00. Frístund fellur niður í dag fimmtudaginn 11. janúar. 

  • Heiðarskóli
Miðvikudagur, 20. desember 2017

Í dag voru litlu jólin haldin hátíðleg í Heiðarskóla, nemendur og starfsmenn sungu jólalög og gengu í kringum jólatréð. Jólasveinar mættu í heimsókn og haldin voru stofujól. Að lokum var snæddur hátíðarmatur, hangikjöt með tilheyrandi. Í eftirrétt var íslblóm og möndluleikur. Þrír heppnir nemendur hlutu möndluna, sem var reyndar brjóstsykur. Það voru þau Fylkir Leó Björnsson, Stefanía Katrín Sveinsdóttir og Emiliano Elvar Gutierres. Við óskum þeim til hamingju. 

Miðvikudagur, 20. desember 2017

Við sendum nemendum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. 

Starfsfólk Heiðarskóla

Pages