Heiðarskóli

  • Heiðarskóli
Fimmtudagur, 1. febrúar 2018

Á þriðjudaginn hófst skóladagurinn á morgunsöng við varðeld í myrkri, snjó og kulda. Sungin voru nokkur lög við gítarundirspil og að söng loknum gæddum við okkur á heitum súkkulaðidrykk. Sannkölluð gæðastund. 

  • Heiðarskóli
Fimmtudagur, 1. febrúar 2018

Þorrablót Heiðarskóla var haldið í dag. Skemmtun var haldin í matsal skólans þar sem við sungum og fórum í leiki. Eftir skemmtun gæddu nemendur og starfsmenn sér á gómsætum Þorramat. Steinunn Árnadóttir, píanókennari frá Tónlistarskólanum á Akranesi, aðstoðaði nemendur Tónlistarskólans á Akranesi við undirspil á blótinu. Við færum Steinunni bestu þakkir fyrir og nemendum þökkum við fyrir skemmtilegt Þorrablót. Á meðfylgjand mynd má sjá stelpur á öllum aldri syngja Minni karla, körlum til heiðurs. Strákarnir sungu síðan Minni kvenna, konum til heiðurs.

Föstudagur, 26. janúar 2018

Orð eru til alls fyrst. Þetta fengu nemendur Heiðarskóla að upplifa eftir að upp kom hugmynd um skíðaferð unglingadeildar í Nemendafélagi skólans. Skemmst er frá því að segja að hugmyndin varð að veruleika. Krakkarnir fóru í skíðaferð í gær og hér á eftir má lesa frásögn Maríu Bjarkar Ómarsdóttur nemanda í 10. bekk af skíðaferðinni. 

Miðvikudagur, 24. janúar 2018

Skólahald fellur niður í dag, miðvikudaginn 24. janúar, vegna veðurs. 

Fimmtudagur, 11. janúar 2018

Vegna slæmrar veðurspár flýtum við heimkeyrslu í dag. Skólabílarnir fara frá Heiðarskóla kl. 13:00. Frístund fellur niður í dag fimmtudaginn 11. janúar. 

Pages