Heiðarskóli

  • Heiðarskóli
Fimmtudagur, 1. febrúar 2018

Birgitta Guðnadóttir, starfsmaður Heiðarskóla til nær 27 ára, hætti störfum nú um mánaðamótin. Af því tilefni afhentu nemendur skólans Birgittu kveðjukort í vikunni. Við þökkum Birgittu fyrir samstarfið og vel unnin störf undanfarna áratugi. Við óskum óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Ásrún Ösp Jóhannesdóttir hefur verið ráðin í starf skólaliða frá og með mánaðamótum. Við bjóðum Ásrúnu velkomna til starfa. 

  • Heiðarskóli
Fimmtudagur, 1. febrúar 2018

Á þriðjudaginn hófst skóladagurinn á morgunsöng við varðeld í myrkri, snjó og kulda. Sungin voru nokkur lög við gítarundirspil og að söng loknum gæddum við okkur á heitum súkkulaðidrykk. Sannkölluð gæðastund. 

Föstudagur, 26. janúar 2018

Orð eru til alls fyrst. Þetta fengu nemendur Heiðarskóla að upplifa eftir að upp kom hugmynd um skíðaferð unglingadeildar í Nemendafélagi skólans. Skemmst er frá því að segja að hugmyndin varð að veruleika. Krakkarnir fóru í skíðaferð í gær og hér á eftir má lesa frásögn Maríu Bjarkar Ómarsdóttur nemanda í 10. bekk af skíðaferðinni. 

Miðvikudagur, 24. janúar 2018

Skólahald fellur niður í dag, miðvikudaginn 24. janúar, vegna veðurs. 

Fimmtudagur, 11. janúar 2018

Vegna slæmrar veðurspár flýtum við heimkeyrslu í dag. Skólabílarnir fara frá Heiðarskóla kl. 13:00. Frístund fellur niður í dag fimmtudaginn 11. janúar. 

Pages