Heiðarskóli

Fimmtudagur, 2. mars 2017

Það var mikið um að vera í Heiðarskóla í gær. Börnin mættu í búningum og furðufötum, gengu um skólann og sungu fyrir nammi. Yngsta stigið fór á öskudagsball þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni. Eftir hádegið var hæfileikakeppni, 10 atriði voru í keppninni og dómnefndin átti úr vöndu að ráða þegar kom að því að velja þrjú efstu atriðin. Einn dómarinn hafði orð á því að helst vildu þau setja alla í fyrsta sæti. En niðurstaðan var sú að Kjartan Brynjólfsson lenti í 3. sæti með söngatriði, María Björk Ómarsdóttir og Mikael Ómarsson hlutu 2.

  • Heiðarskóli
mánudagur, 27. febrúar 2017

Það var gaman að mæta í skólann í morgun og sjá allt á kafi í snjó. Snjórinn var þó aðeins að stríða okkur í skólaakstrinum. Víða var þungfært og erfitt fyrir skólabílana að komast leiðar sinnar. Það tekur tíma að ryðja allan þennan snjó og sú vinna er í fullum gangi. Fyrir áhugasama má geta þess að mesti jafnfallni snjór á landinu mældist á Neðra -Skarði í Hvalfjarðarsveit aðfaranótt sunnudagsins, samtals 63 cm og muna elstu menn varla eftir öðru eins fannfergi á svo stuttum tíma.

Fimmtudagur, 23. febrúar 2017

Vegna slæmrar veðurspár fellur skólahald niður í Heiðarskóla á morgun, föstudaginn 24. febrúar. 

sunnudagur, 19. febrúar 2017

Símaverkefnið okkar hefur gengið vel eins og sjá má á mynd sem fylgir fréttinni. Þó nokkuð margir símar hafa safnast sem annars hefðu legið heima engum til gagns. Í gömlum símum eru verðmæt efni sem má endurvinna og nýta í framleiðslu á nýjum símum. Þannig förum við vel með auðlindir jarðarinnar. Símaverkefnið verður í gangi einhvern tíma í viðbót svo enn er tækifæri til að losa sig við gamla síma. Við munum síðan sjá um að koma símunum í endurvinnslu. 

sunnudagur, 19. febrúar 2017

Minnum á að mánudaginn 20. febrúar og þriðjudaginn 21. febrúar er vetrarfrí í Heiðarskóla. Vonum að börn og starfsfólk eigi gott og notalegt vetrarfrí og mæti úthvíld og endurnærð í skólann miðvikudaginn 22. febrúar.  

Pages