Heiðarskóli

  • Heiðarskóli
Miðvikudagur, 7. maí 2014

Slysavarnadeildin Líf á Akranesi ásamt Sjóvá gaf útskriftarnemum í 10.  bekk reykskynjara í dag. Þar sem veðurblíðan var með eindæmum góð fór afhendingin fram úti. Við færum Líf og Sjóvá bestu þakkir fyrir. 

Þriðjudagur, 6. maí 2014

Í dag var haldið upp á Dag umhverfisins í Heiðarskóla.  Dagurinn hófst með umhverfisráðstefnu þar sem Katrín Magnúsdóttir frá Landvernd flutti erindi. Katrín fjallaði m.a. um Dag umhverfisins, grænfánann og hálendi Íslands. Katrín sýndi líka krökkunum á skemmtilegan hátt hvað það land sem við getum nýtt er í raun lítill hluti af stærð jarðarinnar. Umhverfisnefnd skólans var einnig með innlegg um plastmengun í heiminum. Í kjölfarið hvatti nefndin alla til að draga úr plastpokanotkun  m.a. með því að taka þátt í plastpokalausum laugardögum.

  • Heiðarskóli
Þriðjudagur, 29. apríl 2014

Sólin skein glatt í gærdag og þá notuðu eldri nemendur tækifærið til að kanna hitastigið í Leiránni. Hún reyndist vera ansi köld eins og við var að búast en það stoppaði ekki krakkana og margir stukku út í. Vonandi náum við fleiri og jafnvel heitari sólardögum í maí en myndir frá gærdeginum eru komnar í myndasafn.

Fimmtudagur, 10. apríl 2014

Hæfileikaríkur hópur nemenda úr 6. – 10. bekk  fór á kostum í leik, söng og dansi í söngleiknum „Rokkabillí“ sem sýndur  var á Árshátíð Heiðarskóla í gær. Nemendur frá Tónlistarskóla Akraness fluttu einnig nokkur tónlistaratriði. Veisluhlaðborðið svignaði undan girnilegum veitingum í boði foreldra og ekki var annað að sjá en fólk skemmti sér vel. Krakkarnir stóðu sig gríðarlega vel – við erum mjög stolt af þeim. Inn á myndasafnið eru komnar myndir.

Miðvikudagur, 9. apríl 2014

Árshátíð Heiðarskóla 2014 verður haldin fimmtudaginn 10. apríl í sal Heiðarskóla. Sýningin hefst stundvíslega klukkan 17:15. Þema sýningarinnar er "rockabilly". Nemendur í tónlistarnámi koma fram. Sjoppan verður opin. Miðaverð 1000 kr. fyrir 16 ára og eldri, veitingar innifaldar í verði. Línuhappdrættið á sínum stað 200 kr. línan.

Pages