Heiðarskóli

Föstudagur, 2. júní 2017

Skólaslit Heiðarskóla voru haldin með pompi og prakt þann 31. maí. Hápunktur dagsins var að sjálfsögðu útskrift 10. bekkinga. Að þessu sinni útskrifuðust 13 nemendur; Benjamín Mehic, Berglind Ýr Bjarkadóttir, Brimrún Eir Óðinsdóttir, Brynhildur Ósk Indriðadóttir, Eyþór Haraldsson, Hrönn Eyjólfsdóttir, Jóhanna Ingisól Sævarsdóttir, Jórunn Narcisa Gutierrez, Kristel Ýr Guðmundsdóttir, Markús Hrafn Hafsteinsson, Paulina Jolanta Latka, Stefán Ýmir Bjarnason og Valentínus Hauksson. Við færum þessum nemendum heilla- og hamingjuóskir, þeirra verður sárt saknað.

  • Heiðarskóli
Þriðjudagur, 30. maí 2017

Í gær var haldinn íþróttadagur í Heiðarskóla. Nemendur kepptu í alls kyns íþróttagreinum. Veðrið var frekar leiðinlegt en dagurinn gekk samt mjög vel, nemendur jákvæðir og lögðu sig fram. Á milli keppninsgreina var gott að komast inn í skólann og hlýja sér. Eftir keppni fór fram verðlaunaafhending, stigahæstu nemendur hvers bekkjar fengu verðlaunapening. Það voru þau Þórunn María Hervarsdóttir í 1. bekk, Eyrún Jóna Óladóttir í 2. bekk, Tómas Ingi Gross Hannesson í 3. bekk, Viktor Orri Pétursson í 4. bekk, Rakel Sunna Bjarnadóttir í 5. bekk, Axel Freyr Ívarsson í 6.

Þriðjudagur, 30. maí 2017

Á morgun, miðvikudaginn 31. maí, eru skólaslit Heiðarskóla. Hátíðarathöfn hefst klukkan 16:00 þar sem við m.a. útskrifum nemendur okkar í 10. bekk. Eftir athöfn fara aðrir nemendur skólans með kennurum sínum í heimastofur og fá afhentan vitnisburð vetrarins. Að því loknu verður boðið upp á veitingar. Allir hjartanlega velkomnir. 

Fimmtudagur, 25. maí 2017

Við fengum góða gesti í heimsókn í gær, yngsta stig Klébergsskóla á Kjalarnesi heimsótti yngsta stig Heiðarskóla. Krakkarnir voru duglegir að leika og margir nýttu tækifærið til að kynnast nýjum krökkum. Við fórum í leiki, gönguferð og lékum á skólalóðinni, Tannakotslækurinn hafði mikið aðdráttarafl í leikjum barnanna nú sem fyrr. Eftir hádegið fóru 3. og 4. bekkur í sund og íþróttasalinn en 1. og 2. bekkur lék sér í leikherberginu og á bókasafninu. Við þökkum gestunum kærlega fyrir komuna. Í myndaalbúm eru komnar myndir sem teknar voru úti í góða veðrinu í gær. 

  • Heiðarskóli
Þriðjudagur, 23. maí 2017

Í dag fór skólastarfið fram í Álfholtsskógi á svokölluðum survivordegi. Nemendum skólans var skipt í 8 aldursblandaða hópa. Hver hópur valdi sér nafn; Lóan, Sveppirnir 17, Álfurinn Jónas, Maríubjöllur, Hrafnarnir og Sniglarnir. Krakkarnir reistu skýli í skóginum, hlóðu eldstæði og grilluðu pylsur, útbjuggu listaverk, leiki, leikföng og leikrit en fyrst og fremst nutu þeir þess að vera úti í góða veðrinu með vinum sínum við leik og störf. Í myndaalbúm eru komnar fullt af myndum sem teknar voru í skóginum í dag. 

Pages