Heiðarskóli

Miðvikudagur, 11. janúar 2017

Í dag voru nemendur á yngsta stigi að fræðast um þrýstiloft í tilraunatíma. Þeir notuðu samskonar afl og þrýstiloft myndar til að láta blöðru fljúga eftir streng í kennslustofunni. Nemendur voru einstaklega ánægðir með tilraun dagsin og gleði skein úr hverju andliti. Í myndaalbúm eru komnar nokkrar myndir. 

Föstudagur, 6. janúar 2017

Skólastarfið fer vel af stað á nýju ár. Eitthvað er um veikindi þessa dagana og töluvert margir nemendur í leyfi í upphafi árs. Í dag eru t.d. mættir 79 af 92 nemendum skólans. Á yngsta stigi erum við að hefja námslotu sem tengist íþróttum. Í tengslum við námslotuna leggjum við áherslu á útivist og hreyfingu í frímínútum. Krakkarnir eru að standa sig vel í þessu átaki og margir finna hversu gott og hressandi er að fara út og hreyfa sig. Á miðstigi var haldið ólsen ólsen mót í gær og vakti það mikla lukku. Þar eru krakkarnir að fá nýjar áætlanir og eru að komast í fullan gang í náminu.

Miðvikudagur, 4. janúar 2017

Kolbrún Sigurðardóttir, ritari skólans, hætti störfum við skólannn frá og með áramótum. Við þökkum Kolbrúnu fyrir vel unnin störf til margra ára og óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. 

 

Miðvikudagur, 4. janúar 2017

Skólastarf hefst á morgun, fimmtudaginn 5. janúar, samkvæmt stundaskrá og þar með hefst hefðbundinn skólaakstur. Starfsfólk skólans nýtti daginn í dag í að undirbúa komu barnanna. Mikil tilhlökkun í starfsmannahópnum að hitta börnin á morgun og hefja skólastarfið á nýju ári.  

Þriðjudagur, 13. desember 2016

Í gær fóru nemendur okkar í 10. bekk í sína árlegu jólatrésferð í Álfholtsskóg. Bjarni Þóroddsson tók á móti hópnum og aðstoðaði krakkana við að velja jólatré fyrir Heiðarskóla. Eftir að krakkarnir voru búnir að velja tré og saga bauð Bjarni hópnum upp á heitan súkkulaðidrykk og smákökur í Furuhlíð. Við færum Bjarna og Skógræktarfélagi Skilmannahrepps bestu þakkir fyrir góðar móttökur og velvild í garð skólans. 

Pages