Heiðarskóli

Föstudagur, 24. nóvember 2017

Fimmtudaginn 30. nóvember í Heiðarskóla.

Sýningin hefst stundvíslega klukkan 17:15.

Formaður nemendafélagsins flytur ávarp.

Atriði frá Tónlistarskólanum á Akranesi.

Nemendur í 1. og 2. bekk ásamt elstu börnunum í Skýjaborg flytja söngatriðið Dýrin í Afríku. Nemendur á miðstigi sýna leikritið Samferða um ævintýrin.

Vöfflur, heitt súkkulaði, kaffi og piparkökur.

Sjoppan verður opin.

  • Heiðarskóli
Þriðjudagur, 21. nóvember 2017

Nú á haustönn verður unnið að svokölluðu ytra mati á Heiðarskóla. Það felst meðal annars í því að matsaðilar frá Menntamálastofnun munu dvelja í skólanum dagana 28. og 29. nóvember n.k. og fara í vettvangsskoðanir í kennslustundir hjá öllum nemendum. Einnig taka þeir rýniviðtöl við ýmsa hópa; starfsmenn, foreldra, nemendur og fulltrúa úr skólaráði.

Föstudagur, 17. nóvember 2017

Í dag fengum við góðan gest í heimsókn. Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, kom og las upp úr nýrri bók sinni  "Þitt eigið ævintýri". 

Fimmtudagur, 16. nóvember 2017

Börnin í 3. bekk heimsóttu vini sína í leikskólanum Skýjaborg í dag og lásu fyrir þau skemmtilega bók í tilefni af degi íslenskrar tungu. Vel var tekið á móti börninum og þau höfðu gaman að. Á meðfylgjandi mynd má sjá börnin í 3. bekk með bókina sem þau lásu. 

Fimmtudagur, 16. nóvember 2017

Dagur íslenskrar tungu var í dag og af því tilefni var stöðvavinna í fyrsta tíma. Nemendum skólans var skipt í aldursblandaða hópa sem leystu fjölbreyttar þrautir hér og þar í skólanum. Í myndaalbúm eru komnar myndir.  

Pages