Matseðill

Matseðill fyrir maí 2018

  Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
2.-4. maí   Verkalýðsdagurinn Reyktur fiskur, kartöflur, rófur og gúrka Hakk, spagettí og kál Skyr og brauð
7.-11. maí Steiktur fiskur, kartöflur og tómatar Lasagna, hrísgrjón og gúrka Soðinn lax, kartöflur, gufusoðið grænmeti Uppstigningardagur Grænmetissúpa og brauð
14.-18. maí Soðinn fiskur, kartöflur og grænmeti Snitsel, kartöflur, rauðkál og grænar baunir Nætursaltaður fiskur, kartöflur og rófur Kjúklingur, ofnbakaðar kartöflur og maís Pastaréttur
22.-25. maí Annar í hvítasunnu Drekaegg Soðinn fiskur, kartöflur og grænmeti Kjötsúpa Pítur m. Kjúkling og grænmeti
28.-31. maí Soðinn fiskur, kartöflur og gufusoðið grænmeti Svikinn héri, kartöflumús og kál Steiktur fiskur, kartöflur og grænmeti Karrý-kjúklingur, hrísgrjón og salat Skyr og brauð

 

Í leikskólanum er boðið upp á morgunverð, ávaxtastund, hádegisverð og nónhressingu. 

Morgunverður er framreiddur milli kl. 8:30-9:00. Boðið er upp á hafragraut og AB mjólk. Með morgunverð eru til skiptis ávextir, rúsínur, döðlur og kanill. Alltaf er boðið upp á lýsi með morgunmatnum. Á föstudögum er ristað brauð.

Hádegisverður er kl. 11:15 á yngri deild og 11:40 á eldri deild. Lagt er upp með að bjóða upp á einfaldan, hollan og góðan heimilismat. 

Nónhressing er kl. 14:45. Þá er boðið upp á brauð, hrökkkex, ávexti eða heimabakstur.  Mest af brauðinu er bakað í leikskólanum.

Í leikskólanum bjóðum við börnum upp á vatn með mat og mjólk með nónhressingu.