Skýjaborg

Föstudagur, 6. apríl 2018

Nú í apríl verður unnið að svokölluðu ytra mati á okkar leikskóla. Það felst meðal annars í því að matsaðilar frá Menntamálastofnun munu dvelja hér í leikskólanum dagana 25. og 26. apríl og fara í vettvangsskoðanir á deildum leikskólans. Einnig taka þeir rýniviðtöl við ýmsa hópa; starfsmenn, foreldra og börn. Því má fólk gera ráð fyrir að óskað verði eftir þátttöku einhverra í umræðuhópa en valið verður í þá með slembiúrtaki. Foreldrum verður að sjálfsögðu kynnt fyrirfram ef börn þeirra lenda í slíku úrtaki.

Föstudagur, 23. febrúar 2018

Leikskólakennari / leiðbeinandi óskast til starfa í Skýjaborg

Leikskólakennari / leiðbeinandi í leikskóla óskast til starfa í Skýjaborg. Starfshlutfall er 50-62,5%. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

  • Skýjaborg
Föstudagur, 23. febrúar 2018

Í dag fögnuðum við konudeginum sem var síðastliðinn sunnudag. Við buðum öllum konum í lífi barnanna til okkar í morgunkaffi. Allt gekk mjög vel og áttum við notalega stund saman í morgunsárið. Við þökkum öllum sem komu kærlega fyrir komuna.

mánudagur, 19. febrúar 2018

Árlega í jan/feb blöndum við saman fræjum og fitu og búum til fuglafóður fyrir smáfuglana. Það gerðum við í síðustu viku og hengdum upp í tré og settum á snjóinn. Fuglarnir hafa aðeins látið sjá sig eins og sjá má ef vel er að gáð á myndinni hér. Með þessari vinnu verða börnin betur meðvituð um náttúruna, dýralífið og þá smáfugla sem eru hjá okkur allan ársins hring. 

Föstudagur, 9. febrúar 2018

Elsta árgangi í leikskóla (2012) á Akranesi og Hvalfjarðarsveit var boðið í heimsókn á slökkvistöðina í dag. Þráinn slökkvistjóri tók á móti börnunum og sagði þeim frá 112 deginum sem er á sunnudaginn og svo var horft á nýja mynd með Gló og Loga. Í henni var farið yfir mikilvægi þess að hafa reykskynjara í húsum, slökkvitæki tiltæk, eldvarnarteppi í eldhúsum og hringja í 112 ef upp kemur eldur. Eftir áhorfið fengu börnin nokkuð frjálsar hendur að skoða slökkviliðsbílana, máta hjálma og sprauta vatni úr slöngu. 

Pages