Skýjaborg

  • Skýjaborg
Þriðjudagur, 29. maí 2018

Á dögunum vorum við með rýmingaræfingu með börnunum. Slökkviliðsstjórinn, Þráinn, kom og fylgdist með. Allir stóðu sig rosalega vel. Engin hræðsla á börnum. Daginn eftir fór brunabjallan aftur í gang vegna brauðristar og voru börnin fljót að bregðast við og ætluðu að drífa sig út. Þetta er gott tækifæri til að spjalla við börnin um brunavarnir heima fyrir.

Þriðjudagur, 29. maí 2018

23. maí fórum við í okkar árlegu ferð að Bjarteyjarsandi með börn 3 ára og eldri. Ferðin tókst mjög vel. Við sáum lömb, kiðlinga, kanínur og kanínuunga, grísi og þeir sem fóru í fjöruna skoðuðu meðal annars krossfiska og krabba. Gleði og leikur einkenndu ferðina. Takk kærlega fyrir okkur Bjarteyjarsandur. Alltaf gaman að koma.

Þriðjudagur, 29. maí 2018

Í dag fór útskriftarhópurinn okkar í útskriftarferðina sína á Akranes. Þau fóru í skógræktina, bókasafnið, fengu pizzaveislu á galito og fóru á Langasand. Mögnuð ferð og allir glaðir.

Þriðjudagur, 22. maí 2018

Komið er að okkar árlegu vorsýningu sem við setjum upp í Stjórnsýsluhúsinu. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 24. maí næstkomandi kl. 10:15. Öllum er velkomið að mæta á opnunarhátíðina okkar. Sýningin mun standa í 3 vikur fyrir gesti og gangandi. Á sýningunni má sjá brot af vinnu barnanna í vetur. 
Við hvetjum alla til að kíkja við og skoða, þó fólk komist ekki á opnunina sjálfa.

Fimmtudagur, 17. maí 2018

Þann 16. maí útskrifuðum við átta flott börn sem ætla að hefja grunnskólagöngu sína í Heiðarskóla í haust. Þetta var notaleg stund og skein stolt og gleði af börnum og fjölskyldum þeirra. Útskriftarhópurinn söng tvö lög, fengu útskriftarskírteini og gjöf frá leikskólanum sem var birkitré til minningar um veru þeirra í Skýjaborg. Við óskum útskriftarbörnum og fjölskyldum þeirra bjartar framtíðar. Myndir má finna á myndasíðu.

Pages