Skýjaborg

Fimmtudagur, 15. september 2016

Við minnum á að það er starfsdagur á morgun, föstudag, 16. september og því verður leikskólinn lokaður. 

  • Skýjaborg
Fimmtudagur, 8. september 2016

Í tilefni að Degi læsis í dag sömdu börnin á Regnboganum ljóð í hópunum sínum. Börnin í elsta árgangi (stafahópur) sömdu eftirfarandi ljóð: 

Á haustin

  • Skýjaborg
Fimmtudagur, 25. ágúst 2016

Fjóla Lind Guðnadóttir hefur verið ráðin sem matráður í Skýjaborg. Við bjóðum hana velkomna til starfa. 

Miðvikudagur, 24. ágúst 2016

Tveir nýjir starfsmenn hafa verið ráðnir í haust í Skýjaborg. Guðný Kristín Guðnadóttir, grunnskólakennaranemi, sem verður á Dropanum í vetur og Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir, leikskólakennari, sem verður deildarstjóri á Dropanum í vetur. Við bjóðum þær velkomna til starfa.  

Fimmtudagur, 4. ágúst 2016

Leikskólinn Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit

 

 

Matráður óskast

Matráður óskast til starfa í Skýjaborg frá og með hausti 2016. Um framtíðarstarf er að ræða í 100% stöðu. Við leitum að matráði sem hefur brennandi áhuga á að elda hollan, góðan og næringarríkan mat í samræmi við Manneldismarkmið Lýðheilsustöðvar. Umsækjandi þarf að hafa góða skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af starfi í mötuneyti æskileg.

Umsóknarfrestur er til 22. ágúst 2016.

 

Pages