Skýjaborg

Þriðjudagur, 3. maí 2016

Í morgun var Vorsýning Skýjaborgar opnuð í Stjórnsýsluhúsinu. Á sýningunni má sjá hluta af listaverkum barnanna sem þau hafa unnið að á þessari önn. Endilega gerið ykkur ferð og fáið nasasjón af okkar skemmtilega leikskólastarfi. Myndir af opnuninni má finna á myndasíðu leikskólans. 

Þriðjudagur, 26. apríl 2016

Dagur umhverfisins var í gær. Við reynum alla daga að leggja áherslu á umhverfismennt í leikskólanum. En við nýttum daginn sérstaklega til að tína rusl. Eldri deildin fór í göngu um hverfið með það fyrir augum að tína rusl og gera umhverfið okkar hreinna. Yngri deildin tíndi á lóðinni. 

  • Skýjaborg
Þriðjudagur, 19. apríl 2016

Umsóknir síðustu daga hafa ekki borist til okkar vegna bilunar í heimasíðukerfi. Búið er að lagfæra þetta. Þeir sem hafa sótt um leikskólapláss en ekki fengið staðfestingu í tölvupósti að umsókn er móttekin þurfa að sækja um aftur. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að hafa valdið. 

Föstudagur, 15. apríl 2016

Við erum svo sannarlega búin að njóta góða veðursins þessa vikuna. Útinámið er búið að vera einstaklega skemmtilegt og eru börnin búin að fara í nokkra göngutúra og vettvangsferðir í vikunni, ýmist í litlum eða stórum hópum. Vorið er komið og það er skemmtilegt að fá að hlaupa um og leika sér í skóginum og móanum. Nokkrar myndir komnar á myndasíðu.   

  • Skýjaborg
Miðvikudagur, 23. mars 2016

Börn og starfsfólk hafa haft það notalegt í vikunni hjá okkur og höfum við notið veðurblíðunnar í dag og rigningarinnar síðustu daga. Við óskum ykkur gleðilegra páska og sjáumst aftur á þriðjudaginn. 

Pages