Skýjaborg

Miðvikudagur, 14. desember 2016

Við héldum litlu jólin okkar í morgun. Það var sungið og dansað í kringum jólatréð. Jólasveinninn kjötkrókur mætti í heimsókn, söng og dansaði með okkur, sýndi okkur smá töfrabrögð og gaf okkur mandarínur. Mikil gleði að fá þann rauðklædda í heimsókn, takk fyrir okkur kæra foreldrafélag. Eftir mandarínuát fengu börnin tækifæri til að horfa á jólamynd ef áhugi var fyrir hendi, aðrir fóru í leik. Í hádeginu fengum við dýrindis jólamat; bayonskinku, kartöflur, maískorn, grænar baunir, rauðkál og sósa. Myndir eru komnar á myndasíðuna. 

  • Skýjaborg
Miðvikudagur, 14. desember 2016

Hvalfjarðarsveit gaf okkur tvö jafnvægishjól í 20 ára afmælisgjöf. Hjólin komu fyrir hádegi í dag og biðu börnin spennt eftir að komast út að leika að prófa nýju hjólin. Takk innilega fyrir okkur. Hjólin eiga eftir að koma sér vel. 

Fimmtudagur, 8. desember 2016

Það er búið að vera líf og fjör í leikskólanum í dag. Við fengum fullt af frábærum gestum í heimsókn í morgun. Takk kærlega fyrir komuna allir. Svo héldum við út í skrúðgöngu þar sem sungið var, veifað heimagerðum fánum og spilað á hljóðfæri. Allir gerðu sér kórónu í tilefni dagsins og skörtuðu í skrúðgöngunni. Þá frumfluttum við Skólasöng Skýjaborgar sem búin var til í tilefni 20 ára afmælis. Textinn er eftirfarandi:

Skólasöngur Skýjaborgar

 

Í Skýjaborg er líf og fjör,

Fimmtudagur, 1. desember 2016

Það hefur verið mikið um að vera hjá okkur í morgun í Skýjaborg með 1. bekk með okkur. Við fengum Þórdísi Arnljótsdóttur leikara til okkar með Leikhús í tösku og sýndi hún leikritið Grýla og jólasveinarnir. Sýningin var að vonum stórskemmtileg og voru börnin spennt að horfa, hlógu mikið og tóku þátt af innlifun. Að lokum leiksýningarinnar fengum við appelsínur og trítluðum svo yfir að Stjórnsýsluhúsinu og hjálpuðum til við að kveikja á jólatrénu. Við sungum nokkur lög og gengum í kringum jólatréð. Að því loknu var okkur boðið inn í svala og piparkökur sem vakti mikla lukku.

Föstudagur, 25. nóvember 2016

Við í Skýjaborg gerðum okkur glaðan dag í dag og höfðum náttfatadag og leyfðum böngsum að heimsækja leikskólann. Við höfðum stórskemmtilegt ball eftir morgunverðinn þar sem dansað var og sungið og auðvitað fengu bangsarnir að vera með. 

Pages