Skýjaborg

  • Skýjaborg
Föstudagur, 1. júlí 2016

Leikskólinn verður lokaður frá og með næsta mánudag og sjáumst við hress og kát aftur miðvikudaginn 3. ágúst. 

Fimmtudagur, 30. júní 2016

Í gær var Alþjóðlegi drullumallsdagurinn. Við í leikskólanum Skýjaborg tókum að sjálfsögðu þátt á svona skemmtilegum degi sem er leikskólabörnum við hæfi. Við sulluðum og bjuggum meðal annars til drullukökur og heitapott. Þetta var mjög skemmtilegur skóladagur og nokkrir sokkar og peysur sem fóru blautar heim eftir daginn. 

Þriðjudagur, 14. júní 2016

Í morgun fóru allir í leikskólanum saman í stóran göngutúr um nágrennið okkar. Við borðuðum ávexti í strætóskýlinu, lékum okkur á fótboltavellinum og skoðuðum og tíndum blóm. Frábær ferð í þessari dásemdarblíðu. 

Fimmtudagur, 2. júní 2016

Regnboginn fór í langan göngutúr í gær í rigningunni. Þau gengu niður í strætóskýli, týndu lúpínu, hoppuðu í pollum og gerðu margt fleira skemmtilegt sem rákust á í ferðinni. Nokkrar myndir eru á myndusíðunni. 

mánudagur, 30. maí 2016

Í lok maí fóru elstu börnin okkar í útskriftarferðina sína á Akranes. Þetta var sameiginleg ferð með 1. bekk í Heiðarskóla og skemmtu börn og starfsfólk sér konunglega vel í góða veðrinu. Þau léku í skógræktinni, gengu svo sem leið lá í gegnum Safnarsvæðið og enduðu á Langasandi, þar sem var leikið og vaðið í sjónum. Eftir mikinn og góðan leik var pizzapartý á Galito. Börnin enduðu svo í rólegum leik og lestri á Bókasafninu. 

Pages