Skýjaborg

Fimmtudagur, 10. mars 2016

Í gær buðum við eldri borgurum í sveitinni á opið hús í leikskólanum frá 14:00-16:00. Það var góð mæting og mættu rúmlega 20 manns til okkar. Í upphafi var Eyrún sviðsstjóri með smá tölu og sagði frá skólastarfinu. Gestirnir gengu svo um og skoðuðu skólann og þau listaverk barnanna sem hanga hér á víð og dreifð. Við sameinuðumst svo á yngri deildinni, Dropanum, þar sem börnin héldu tónlistarstund, spiluðu á hristur og sungu aðeins með. Það var feimni í litlu ungunum okkar svo ekki heyrðist mikið í þeim en þau hristu hristurnar.

  • Skýjaborg
Föstudagur, 19. febrúar 2016

Í tilefni konudagsins sem er á sunnudaginn buðu börnin í Skýjaborg öllum konum í lífi sínu í morgunkaffi á milli 8:30 og 9:30 í morgun. Það var vel mætt og þökkum við öllum sem gáfu sér tíma til að koma í heimsókn fyrir komuna. Myndir eru komnar á myndasíðu. 

  • Skýjaborg
Fimmtudagur, 18. febrúar 2016

Í morgun fengum til okkar Álfrúnu jógakennara og var hún með tvo jógatíma með börnum og starfsfólki. Mikil gleði og lærdómur að fá hana til okkar. Við þökkum Foreldrafélaginu kærlega fyrir styrkinn. 

Fimmtudagur, 11. febrúar 2016

Við skemmtum okkur vel í gær á Öskudaginn. Allir komu í grímubúningum eða náttfötum og og við héldum öskudagsball. Á ballinu var dansað fullt og svo var kötturinn sleginn úr tunnunni (eða poppið úr kassanum) og fengu allir sinn popppoka. Við höfðum það notalegt inni og gátu börnin valið um að leika sér eða horfa á mynd. Í hádeginu var svo pylsupartý. Eftir hádegið fóru börnin á Regnboganum að syngja fyrir sveitarstjórann og starfsfólkið í Stjórnsýsluhúsinu og fengu þau súkkulaði fyrir. Myndir á myndasíðu. 

Fimmtudagur, 4. febrúar 2016

Í dag héldum við upp á Dag leikskólans sem er á laugardaginn. 6. febrúar árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök. Við fórum í göngutúr/skrúðgöngu um hverfið, sungum nokkur lög á leiðinni og Sigurbjörg spilaði á trommu. Í hádeginu var svo Þorrablót með öllu tilheyrandi og völdu börnin sér mat af hlaðborði. Myndir á myndasíðu. 

Pages