Skýjaborg

Miðvikudagur, 16. nóvember 2016

Við fögnuðum degi íslenskrar tungu með því að syngja saman Að gæta hennar gildi hér og nú (Á íslensku má alltaf finna svar) og lærðum þuluna Buxur, vesti, brók og skór. Stærsti punkturinn í dag var þó að fá 3. bekk í heimsókn og lásu krakkarnir fyrir börnin á Regnbogann og elstu börnin á Dropanum bókina Ég vil fisk. Við buðum þeim upp á ávexti og lékum við þau úti eftir lesturinn. Takk fyrir góða heimsókn 3. bekkur. Myndir má finna á myndasíðu. 

  • Skýjaborg
Föstudagur, 11. nóvember 2016

Í dag er rafmagnslaus dagur hjá okkur. Við tengjum þennan dag við grænfánaverkefnið, en með rafmagnslausum degi viljum við vekja athygli á orkunotkun og hvernig við getum sparað þessa auðlind. Það er mikil spenna hjá börnunum. Þau eru búin að spila og lita við kertaljós í morgunsárið og eru einnig með upptrekjanleg vasaljós við leik í myrkrinu. Það er gaman að segja frá því að elstu börnin sátu í myrkrinu í morgun og ræddu hvað þau hlökkuðu til að fá ristað brauð (þar sem það er föstudagur) en auðvitað gátum við ekki ristað brauðið, svo við fengum óristað brauð með osti og banana með. 

  • Skýjaborg
Fimmtudagur, 3. nóvember 2016

Í vikunni fengum við grænfánaskjöld sem festur hefur verið á skólann, en óskuðum við eftir að fá skjöld í stað fána þar sem fáninn á það til að rifna fljótt í veðrum og vindum. Skýjaborg hefur í þrjú skipti fengið leyfi til að flagga grænfánanum. Næsta grænfánaafhending er áætluð vor 2017. 

  • Skýjaborg
Fimmtudagur, 13. október 2016

Vakin er athygli á því að á morgun föstudaginn 14. október er hálfur starfsdagur í Skýjaborg. Þá þarf að vera búið að sækja börnin fyrir kl. 12:00. 

Pages