Skýjaborg

Fimmtudagur, 19. maí 2016

Þriðjudaginn 17. maí útskrifuðust 7 flottir krakkar héðan úr Skýjaborg með prýði. Fjölskyldur barnanna komu til okkar og fögnuðu með okkur. Börnin byrjuðu athöfnina á að fara með þuluna Karl tók orða og svo sungu þau Hafið bláa hafið. Svo var útskriftarathöfnin sjálf. Að lokum gæddum við okkur á veitingum. Til hamingju með áfangann! Myndir á myndasíðu. 

  • Skýjaborg
Fimmtudagur, 19. maí 2016

Í gær fórum við í sveitaferð að Bjarteyjarsandi með börn 3 ára og eldri. Við áttum dásamlegan dag þar sem Arnheiður og Þórdís okkar tóku á móti okkur. Háskólastúdentar frá Bandaríkjunum fengu að fylgja okkur og gerði það daginn okkar bara ennþá skemmtilegri. Frábært fólk þar á ferð. Við kíktum í hænsakofann hennar Þórdísar, fórum í fjárhúsin þar sem við lékum í hlöðunni, sáum kanínur og kanínuunga, kindur með lömbin sín og kindur að bera. Fyrir utan voru hestar og geit með kiðlinginn sinn. Við röltum einnig niður í fjöru þar sem við skoðuðum krabba, ígulker og fleira.

Þriðjudagur, 3. maí 2016

Í morgun var Vorsýning Skýjaborgar opnuð í Stjórnsýsluhúsinu. Á sýningunni má sjá hluta af listaverkum barnanna sem þau hafa unnið að á þessari önn. Endilega gerið ykkur ferð og fáið nasasjón af okkar skemmtilega leikskólastarfi. Myndir af opnuninni má finna á myndasíðu leikskólans. 

Þriðjudagur, 26. apríl 2016

Dagur umhverfisins var í gær. Við reynum alla daga að leggja áherslu á umhverfismennt í leikskólanum. En við nýttum daginn sérstaklega til að tína rusl. Eldri deildin fór í göngu um hverfið með það fyrir augum að tína rusl og gera umhverfið okkar hreinna. Yngri deildin tíndi á lóðinni. 

  • Skýjaborg
Þriðjudagur, 19. apríl 2016

Umsóknir síðustu daga hafa ekki borist til okkar vegna bilunar í heimasíðukerfi. Búið er að lagfæra þetta. Þeir sem hafa sótt um leikskólapláss en ekki fengið staðfestingu í tölvupósti að umsókn er móttekin þurfa að sækja um aftur. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að hafa valdið. 

Pages