Skýjaborg

Fimmtudagur, 28. janúar 2016

Í morgun bjuggum við til fuglafóður handa smáfuglunum sem heimsækja okkur hér á leikskólalóðina. Við höfum undanfarna daga safnað brauð- og kexafgöngum, fræjum og eplabitum sem við hrærðum saman við tólg. Úr þessu bjuggum við til litlar fóðurkúlur sem við hengdum á trén í garðinum. Nú bíðum við bara spennt eftir að fuglarnir finni fóðrið sitt. Myndir komnar á myndasíðu.

Föstudagur, 22. janúar 2016

Í dag buðu börnin öllum pöbbum, öfum, frændum og/eða bræðrum í morgunkaffi í tilefni bóndadagsins. Við þökkum þeim fjölmörgu sem kíktu við hjá okkur. Myndir eru komnar á myndasíðu. 

Fimmtudagur, 21. janúar 2016

Í dag fögnum við því að Bangsímon vinur okkar á afmæli. Við héldum veislu honum, og öðrum afmælisbörnum mánaðarins til heiðurs. Við bökuðum köku, blésum í blöðrur og sungum saman í tilefni dagsins.

Þriðjudagur, 22. desember 2015

Við óskum öllum velunnurum leikskólans gleðilegra jóla og þökkum fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða. Við minnum á að leikskólinn er lokaður vegna starfsdags mánudaginn 4. janúar 2016.

Miðvikudagur, 14. október 2015

Á morgun, fimmtudag, ætlum við að hafa bleikan dag í leikskólanum og mega þeir sem vilja koma í einhverju bleiku. Á föstudaginn er leikskólinn lokaður vegna starfsdags kennara. Í næstu viku verða foreldraviðtöl og geta foreldrar skráð sig í þau við hvora deild.

Pages