Skýjaborg

Föstudagur, 27. apríl 2018

Á vorin hafa börnin á Regnboganum sáð fyrir sumarblómum. Í dag var loksins priklað og plöntunum gefin meiri mold. Þegar hlýnar og plönturnar hafa stækkað meira setjum við þær út í garðinn okkar. 

Fimmtudagur, 26. apríl 2018

Á degi umhverfisins í gær þann 25. apríl skelltu allir sér út að fegra umhverfið í kringum leikskólann og tína rusl. 1-3 ára börnin héldu sig í nálægð leikskólans og tíndu en 3-6 ára börnin fóru um hverfið og út í móa. Þegar heim var komið skoðuðu börnin ruslið, bjuggu til lítið ruslaskrímsli, flokkuðu svo og settu í réttar tunnur.

Hugsum vel um umhverfið okkar, flokkum og minnkum plastnotkun eins og mögulegt er. Við tókum ákvörðun um að nota fjölnota pokana okkar í ruslatínslu og þvoðum þá svo þegar heim var komið.

Föstudagur, 6. apríl 2018

Nú í apríl verður unnið að svokölluðu ytra mati á okkar leikskóla. Það felst meðal annars í því að matsaðilar frá Menntamálastofnun munu dvelja hér í leikskólanum dagana 25. og 26. apríl og fara í vettvangsskoðanir á deildum leikskólans. Einnig taka þeir rýniviðtöl við ýmsa hópa; starfsmenn, foreldra og börn. Því má fólk gera ráð fyrir að óskað verði eftir þátttöku einhverra í umræðuhópa en valið verður í þá með slembiúrtaki. Foreldrum verður að sjálfsögðu kynnt fyrirfram ef börn þeirra lenda í slíku úrtaki.

Föstudagur, 23. febrúar 2018

Leikskólakennari / leiðbeinandi óskast til starfa í Skýjaborg

Leikskólakennari / leiðbeinandi í leikskóla óskast til starfa í Skýjaborg. Starfshlutfall er 50-62,5%. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

  • Skýjaborg
Föstudagur, 23. febrúar 2018

Í dag fögnuðum við konudeginum sem var síðastliðinn sunnudag. Við buðum öllum konum í lífi barnanna til okkar í morgunkaffi. Allt gekk mjög vel og áttum við notalega stund saman í morgunsárið. Við þökkum öllum sem komu kærlega fyrir komuna.

Pages