Skýjaborg

mánudagur, 16. febrúar 2015

Á miðvikudaginn verður öskudagspartý í leikskólanum. Allir sem vija mega koma í grímubúning, furðufötum, náttfötum eða bara venjulegum fötum. Við höldum öskudagsball um kl. 10, sláum köttinn úr tunnunni og höfum bíó.

Fimmtudagur, 12. febrúar 2015

Í kuldatíðinni er mikilvægt að huga að smádýrunum sem eiga erfitt með að finna eitthvað matarkyns í snjónum. Við höfum verið dugleg að fóðra smáfuglana og hafa börnin ýmsar hugmyndir um það hvernig best sé að standa að því. Í morgun voru börnin að búa til fóður með því að smyrja mysing á hólka og rúlla þeim síðan upp úr allskyns fræjum. Þau ætla síðan að hengja hólkana á trén og fylgjast með því hvaða fulgar koma. Einnig ætla þau að fylla appelsínuhelminga með ýmiskonar matarafgöngum sem búið er að velta upp úr smjöri til að gefa þeim.

  • Skýjaborg
Föstudagur, 6. febrúar 2015

Í dag er dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins til að halda upp á það að þann 6. febrúar 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Á degi leikskólans er vakin sérstök athygli á því góða starfi sem unnið er í leikskólum og hvatt til jákvæðrar umræðu um leikskólann. Í Skýjaborg höldum við upp á daginn með því að opna sýningu á vinnu barnanna í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar. Þar má sjá verk barnanna og skráningu á vinnu þeirra. Fjölbreytt verk eru til sýnis s.s.

Fimmtudagur, 5. febrúar 2015

Í dag héldum við þorrablót í leikskólanum. Við hófum daginn á samsöng þar sem við sungum þorralög og allir voru með víkingahjálmana sína. Í hádeginu var boðið upp á hefðbundinn þorramat, súran og góðan :). Myndir komnar á myndasíðuna.

Miðvikudagur, 4. febrúar 2015

Leikskólinn er lokaður vegna starfsdaga mánudaginn 9. og þriðjudaginn 10. febrúar.

Pages