Skýjaborg

Miðvikudagur, 4. febrúar 2015

Leikskólinn er lokaður vegna starfsdaga mánudaginn 9. og þriðjudaginn 10. febrúar.

  • Skýjaborg
mánudagur, 2. febrúar 2015

Nú er að hefjast árleg tannverndarvika og munum við vinna ýmis verkefni tengd tannvernd og fræðslu um tennur með börnunum. Í ár er tannverndarvikan helguð umræðu um sykurmag í mat og ætlum við að fara í skoðun á því hvort of mikill sykur leynist í því sem við bjóðum upp á. 

  • Skýjaborg
mánudagur, 2. febrúar 2015

Á fimmtudaginn, 5. febrúar, munum við blóta Þorra í leikskólanum og sláum upp þorrablótsveislu í hádeginu. Börnin hafa undanfarið verið að undirbúa blótið með því að búa til víkingahjálma og æfa þorralög. 

mánudagur, 19. janúar 2015

Á föstudaginn fögnum við upphafi þorra og bjóðum eins og hefð er öllum körlum í kallakaffi milli kl. 14:30 og 16. Allir pabbar, bræður, afar, frændur og vinir velkomnir að kíkja til okkar. Vonumst til að sjá sem flesta.

  • Skýjaborg
Þriðjudagur, 23. desember 2014

Okkar bestu óskir um gleðileg jól og gott og farsælt komandi ár. Þökkum öllum þeim fjölmörgu sem komið hafa að starfi leikskólans fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.

Jólakveðja, börn og starfsfólk Skýjaborgar.

Pages