Skýjaborg

Fimmtudagur, 6. nóvember 2014

Í gær fengu litlu hvolparnir hennar Báru að kíkja í heimsókn í leikskólann í smá stund. Börnin hafa fylgst spennt með uppeldi hvolpanna frá því þeir fæddust og farið í margar heimsóknir til þeirra. Nú er komið að því að hvolparnir fá brátt ný heimili og fengu því að koma og kveðja vini sína í leikskólanum. Börnin tóku að sjálfsögðu vel á móti þeim, enda miklir dýravinir hér í leikskólanum. Myndir í myndasafninu. 

Miðvikudagur, 29. október 2014

Á mánudaginn var alþjóða Bangsadagurinn og héldum við hann að sjálfsögðu hátiðlegan í leikskólanum. Börnin komu með bangsana sína með sér í skólann og leyfðu þeim að taka þátt í skólastarfinu. Myndir í myndasafninu.

Föstudagur, 24. október 2014

Sigurbjörg Friðriksdóttir er nýr starfsmaður á Regnboganum. Við bjóðum hana velkomna til starfa.

  • Skýjaborg
Fimmtudagur, 9. október 2014

Í síðustu viku fóru Magga Sigga og Þórdís til Eistlands til að sækja Bangsímon og koma með hann heim. Bangsímon er hluti af Nordplus verkefni sem leikskólinn tekur þátt í ásamt leikskólum í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Noregi. Markmið verkefnisins er að vinna með hreyfingu, útinám og sköpun í gegnum söguna um Bangsímon og Hundraðekruskóginn. Börnin eru mjög spennt fyrir bangsanum og fær hann að taka virkan þátt í verkefnum í leikskólanum.

Þriðjudagur, 7. október 2014

Á morgun hefst skólasamstarf elstu barna leikskólans (f. 2009). Lagt verður af stað frá leikskólanum kl. 9:10 og er áætluð heimkoma um kl. 12:00. Fram að áramótum er sund og biðjum við alla um að koma með sundföt með sér.

Pages