Skýjaborg

Miðvikudagur, 3. september 2014

Undanfarna daga höfum við verið að undirbúa pappírsgerð. Við byrjuðum á að leyfa börnunum á Dropanum að leika sér með pappírsræmur sem fara í pappírsgerðina og leiddist þeim það ekki. Síðan var pappírinn lagður í bleyti, maukaður og þjappaður. Í morgun fóru elstu börnin í gönguferð og söfnuðu allskonar blómum, berjum, lyngi og stráum til að setja í pappírinn. Eftir hádegi hófst svo vinnan við sjálfa pappírsgerðina. Myndir komnar á myndasíðuna :) 

  • Skýjaborg
mánudagur, 1. september 2014

Nú eru flest börn og starfsfólk búin að skila sér aftur til okkar eftir sumarleyfi. Nokkrar breytingar hafa orðið hjá okkur í haust, bæði í barnahópnum og starfsmannahópnum.

Það fóru frá okkur 14 börn í sumar, sem eru að hefja grunnskólagöngu sína. Berglind Bergsdóttir, kennari, fylgir þeim í grunnskólann og verður kennarinn þeirra í 1. bekk. Árdís Hauksdóttir fór einnig til nýrra starfa við Heiðarskóla. Lára Böðvarsdóttir og Arndís Rós hættu í sumar. Við óskum þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum.

Þriðjudagur, 12. ágúst 2014

Í dag kom formaður Akranesklúbbs Soroptimista Guðrún Bragadóttir, með bókargjöf í leikskólann. m er að ræða bókina Verum Græn. Ferðalag í átt að sjálfbærni í tilefni af verkefni Evrópusambands Soroptimista "Go green". Bókin mun svo sannarlega nýtast í okkar umhverfisvinnu. Takk kærlega fyrir okkur.

Jón tekur við bókargjöfinni frá Guðrúnu.
Miðvikudagur, 6. ágúst 2014

Föstudaginn 15. ágúst verður starfsdagur í leikskólanum og er leikskólinn lokaður þann dag.

  • Skýjaborg
Fimmtudagur, 26. júní 2014

Í gær fóru elstu börnin í leikskólanum í útskriftaferðina sína. Haldið var á Akranes þar sem byrjað var á Langasandi. Síðan var förinni heitið á safnasvæðið og þaðan í skógræktina þar sem þau léku sér og fengu grillaðar pulsur. Einstaklega vel hepnuð ferð í dásamlegum félagskap. Myndir á myndasíðunni. 

Pages