Skýjaborg

Miðvikudagur, 17. maí 2017

Í dag útskrifuðum við 10 flotta krakka úr leikskólanum Skýjaborg sem munu öll hefja grunnskólagöngu í haust í Heiðarskóla. Útskriftarhópurinn söng tvö lög og fóru með þulu. Það er búið að vera gleðilegt að fylgjast með þessum flottu börnum vaxa og dafna. Börnin fengu útskriftarskírteini og gjöf, sem voru birkitré til minningar um veru þeirra í Skýjaborg. Við óskum þem alls hins besta í framtíðinni. Myndir komnar á myndasíðuna. 

  • Skýjaborg
Fimmtudagur, 11. maí 2017

Föstudaginn 12. maí kl. 9:30 munum við opna hina árlega Vorsýningu Skýjaborgar í Stjórnsýsluhúsinu. Allir eru velkomnir á opnunina. 

Sýningin mun standa opin í þrjár vikur eða til föstudagsins 2. júní. 

Við hvetjum alla til að kíkja við og skoða hvað börnin hafa verið að fást við í vetur. 

Uppfært: Myndir af opnuninni eru komnar á myndasíðuna. 

Miðvikudagur, 3. maí 2017

Skraddaralýs, bútasaumsklúbbur í sveitinni, færði leikskólanum í gær 16 bútasaumsteppi ásamt nokkrum koddastykkjum að gjöf. Með gjöf sinni vilja þær sína Hvalfjarðarsveit þakklæti sitt  að fá afnot af félagsheimilinu Fannahlíð endurgjaldslaust. Við þökkum þeim kærlega fyrir frábæra og nytsamlega gjöf. Myndir frá afhendingu má sjá á myndasíðu skólans. 

Fimmtudagur, 27. apríl 2017

25. apríl var Dagur umhverfisins. Líkt og síðustu ár fórum við út og hreinsuðum nánasta umhverfi okkar. Góður dagur í alla staði. Börnin skoðuðu ruslið og veltu fyrir sér hvaðan það kæmi. Hugmyndin var svo að búa eitthvað skemmtilegt til úr því, eins og hefur stundum verið gert hér síðustu ár, en það var meiri áhugi hjá börnunum að fara að leika í öðru í garðinum. Svo ruslið fór í ruslið og börnin fóru að leika sér.

  • Skýjaborg
mánudagur, 3. apríl 2017

Síðustu vikurnar höfum við fengið Írisi danskennara til okkar að kenna okkur dansa. Krakkarnir hafa verið duglegir að læra dansana og syngja með og allir hafa skemmt sér vel í danstímunum. Dansinum lauk með sýningu á föstudagsmorgunin. Við þökkum öllum fyrir komuna og takk Íris fyrir námskeiðið.

Pages