Skýjaborg

  • Skýjaborg
mánudagur, 3. apríl 2017

Síðustu vikurnar höfum við fengið Írisi danskennara til okkar að kenna okkur dansa. Krakkarnir hafa verið duglegir að læra dansana og syngja með og allir hafa skemmt sér vel í danstímunum. Dansinum lauk með sýningu á föstudagsmorgunin. Við þökkum öllum fyrir komuna og takk Íris fyrir námskeiðið.

  • Skýjaborg
Miðvikudagur, 1. mars 2017

Gleði og fjör er búið að einkenna daginn í dag. Börn og starfsfólk mætti í búningum eða náttfötum. Við héldum öskudagsball þar sem var dansað og hoppað á fullu. Því næst var kötturinn sleginn úr tunnunni og þar var einnig fullt af poppi sem allir gæddu sér á yfir teiknimynd og/eða leik. 

Eftir hádegið var rölt yfir í Stjórnsýsluhús, sungið og fengið góðgæti fyrir. 

Föstudagur, 17. febrúar 2017

 

 

 

Leikskólakennari óskast

 

Vegna aukins barnafjölda vantar leikskólakennara til starfa í leikskólann Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit. Um tímabundna ráðningu er að ræða þ.e. til og með 7. júlí 2017 í 60% starfshlutfall. Umsækjandi þarf að hafa góða skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður litið til annarrar menntunar og reynslu.

 

Umsóknarfrestur er til og með 6. mars 2017.

 

  • Skýjaborg
Föstudagur, 17. febrúar 2017

Við áttum góða stund í morgun þegar konur í lífi barnanna fjölmenntu í leikskólann í morgunkaffi. Takk kærlega fyrir komuna kæru mömmur, ömmur og frænkur. Eigið góða helgi. 

Þriðjudagur, 14. febrúar 2017

Á mánudaginn í síðustu viku, þann 6. febrúar, héldum við upp á Dag leikskólans. Við skelltum okkur öll saman út, drógum íslenska fánan á hún og fórum í göngutúr um hverfið. Þess má geta að fáninn vakti eftirtekt og var fólk að velta fyrir sér af hverju væri flaggað og gaf það tækifæri til umræðna um Dag leikskólans.

Pages