Skýjaborg

  • Skýjaborg
Fimmtudagur, 25. ágúst 2016

Fjóla Lind Guðnadóttir hefur verið ráðin sem matráður í Skýjaborg. Við bjóðum hana velkomna til starfa. 

Miðvikudagur, 24. ágúst 2016

Tveir nýjir starfsmenn hafa verið ráðnir í haust í Skýjaborg. Guðný Kristín Guðnadóttir, grunnskólakennaranemi, sem verður á Dropanum í vetur og Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir, leikskólakennari, sem verður deildarstjóri á Dropanum í vetur. Við bjóðum þær velkomna til starfa.  

Fimmtudagur, 4. ágúst 2016

Leikskólinn Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit

 

 

Matráður óskast

Matráður óskast til starfa í Skýjaborg frá og með hausti 2016. Um framtíðarstarf er að ræða í 100% stöðu. Við leitum að matráði sem hefur brennandi áhuga á að elda hollan, góðan og næringarríkan mat í samræmi við Manneldismarkmið Lýðheilsustöðvar. Umsækjandi þarf að hafa góða skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af starfi í mötuneyti æskileg.

Umsóknarfrestur er til 22. ágúst 2016.

 

  • Skýjaborg
Föstudagur, 1. júlí 2016

Leikskólinn verður lokaður frá og með næsta mánudag og sjáumst við hress og kát aftur miðvikudaginn 3. ágúst. 

Fimmtudagur, 30. júní 2016

Í gær var Alþjóðlegi drullumallsdagurinn. Við í leikskólanum Skýjaborg tókum að sjálfsögðu þátt á svona skemmtilegum degi sem er leikskólabörnum við hæfi. Við sulluðum og bjuggum meðal annars til drullukökur og heitapott. Þetta var mjög skemmtilegur skóladagur og nokkrir sokkar og peysur sem fóru blautar heim eftir daginn. 

Pages