Smiðjuhelgi og danssýning

Það var mikið líf og fjör í skólanum í dag. Í morgun var einstaklega vel heppnuð danssýning. Krakkarnir sýndu hvað þeir hafa lært í danskennslunni undanfarnar vikur.  Við þökkum  öllum sem sáu sér fært að koma á sýninguna  fyrir komuna. Einnig viljum við þakka Jóhönnu Árnadóttur sérstaklega vel fyrir danskennsluna. Inn á myndasafnið eru komnar myndir frá danssýningunni.  Nú stendur yfir smiðjuhelgi og þessa stundina eru 6. – 10. bekkur að æfa fyrir Árshátíð skólans. Unglingarnir gista síðan  í skólanum í nótt og í fyrramálið kemur Ragnheiður Aradóttir á vegum Proevents og verður með spennandi námskeið fyrir krakkana.