Viðbragðsáætlun vegna manneklu

Fari barngildi í leikskólanum yfir 8 pr. starfsmann skal bregðast við með því að senda börn heim eftir eftirfarandi kerfi. Skólastjóri tekur ákvörðunum hvort senda skuli börn heim eða sviðsstjóri / deildarstjóri í hans forföllum.

Vanti starfsfólk skal fella niður sérkennslu og undirbúning og þeir starfsmenn sem því sinna fara í afleysingar. Starfsfólk skiptir sér á deildar. Sé deild full skulu vera 3 starfsmenn að lágmarki á hvorri deild auk starfsmanns í eldhúsi.  Séu ekki nægilega margir starfsmenn til að uppfylla þetta lágmark skulu börn send heim eftir stafrófsröð og skulu systkin fá að fylgjast að óski foreldrar eftir því. Merkt er við hvaða börn eru send heim og sviðsstjóri lætur innheimtu vita um að fella skuli niður gjald fyrir þann dag sem barn er heima.

Barngildi

5 ára 0,8 barngildi
4 ára 1 barngildi
3 ára 1,3 barngildi
2 ára 1,6 barngildi
1 árs 2 barngildi