Heiðarskóli

Þriðjudagur, 10. apríl 2018

Í dag var lokahátíð Stóru upplestrarkeppni samstarfsskólanna á Vesturlandi haldin í Heiðarskóla. Níu fulltrúar frá Grunnskólanum í Borgarnesi, Auðarskóla, Heiðarskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar tóku þátt. Segja má að allir þátttakendur hafi verið sigurvegarar því allir höfðu æft vandaðan upplestur og lagt mikið á sig til að gera sitt allra besta. Dómnefnd var skipuð Hjördísi Hjartardóttur, grunnskólakennara frá Akranesi, Ingibjörgu Einarsdóttur, formanni Radda og Björk Einisdóttur varaformanni Radda.

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Vesturlandi

  • Heiðarskóli
Fimmtudagur, 5. apríl 2018

Í dag var smásagan Pissupásan eftir Ævar Þór Benediktsson frumflutt á RÚV til að halda upp á Dag barnabókarinnar. Nemendur Heiðarskóla hlustuðu á söguna og unnu verkefni upp úr henni. Á hverju ári á degi barnabókarinnar er ný íslensk smásaga frumflutt samtímis í öllum grunnskólum landsins. IBBY samtökin á Íslandi skipuleggja þennan viðburð.Tilgangurinn er að fagna degi barnabókarinnar með notalegri sögustund og vekja um leið athygli á sameiningarmætti skáldskaparins. Á meðfylgjandi mynd má sjá börnin í 1. og 2. bekk hlusta á söguna. 

 

Föstudagur, 23. mars 2018

Í dag var nemendum okkar á miðstigi boðið í heimsókn í Skógarskóla (gamla Heiðarskóla). Nokkur rússnesk ungmenni eru stödd í Skógarskóla þessa dagana og þau héldu stutta kynningu fyrir nemendur. Ungmennin voru klædd í gervi persóna úr tölvuleikjum og bíómyndum. Hópurinn ræddi tölvuleiki við krakkana og sagði þeim jafnframt frá skapandi vinnu sem fólgin er í því að búa til tölvuleiki, búninga og fylgihluti persóna. Heiðarskólanemendur fengu líka að prófa nokkra fylgihluti og skoða tölvuleiki. Þeir höfðu mjög gaman af heimboðinu. Við þökkum kærlega fyrir okkur. 

Föstudagur, 23. mars 2018

Árshátíð Heiðarskóla var haldin fyrir fullu húsi í gær. Nemendur í 3. og 4. bekk sýndu leikritið Klikkaða tímavélin og nemendur í unglingadeild sýndu leikritið Fjórir hljómar. Nemendur hafa undanfarið lagt mikið á sig við æfingar og jafnframt spáð í alls kyns hluti sem þarf að huga að þegar sett er upp leiksýning. Bæði leikritin voru stórskemmtileg og greinilegt að börnin höfðu metnað fyrir verkefninu. Að hátíð lokinni var boðið upp á dýrindis kaffihlaðborð í boði foreldra nemenda í 7. - 10. bekk. Línuhappdrættið var einnig á sínum stað þar sem dregin voru út páskaegg.

Árshátíð Heiðarskóla 2018

Miðvikudagur, 21. mars 2018

Stóra upplestrarkeppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu. Nemendur í 7. bekk hafa frá því í nóvember lagt rækt við vandaðan upplestur og góðan framburð. Það hefur verið frábært að fylgjast með miklum framförum hjá nemendum frá því í nóvember og hefur tekist vel til að vekja nemendur til umhugsunar um vandaðan upplestur og góða framsögn.

  • Heiðarskóli
Miðvikudagur, 21. mars 2018

Í vikunni lauk danskennslu í Heiðarskóla með glæsilegri danssýningu þar sem nemendur sýndu hina ýmsu dansa við mikinn fögnuð áhorfenda. Íris Ósk Einarsdóttir danskennari sá um kennsluna eins og undanfarin ár. Við þökkum Írisi kærlega fyrir góða danskennslu. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá sýningunni. 

Stóra upplestrarhátíðin í 7. bekk

Danssýning

Pages