Heiðarskóli

Þriðjudagur, 16. maí 2017

Hópurinn okkar sem staddur er í Bretlandi sendi okkur þessa mynd sem tekin var í skóginum í dag. Dagurinn var frábær, krakkarnir byggðu skýli, kveiktu eld og elduðu hádegismatinn. Hins vegar voru allir mjög sáttir að komast á hótel í Brighton í sturtu og hrein föt eftir að hafa sofið í tjaldi í nótt. Á eftir fer hópurinn í skoðunarferð og kvöldmat á góðum stað. Við máttum til með að birta mynd af hópnum sem tekin var í skóginum í dag. Virðist svo gaman hjá krökkunum. 

 

Þriðjudagur, 16. maí 2017

Nemendur okkar í 9. og 10. bekk eru nú í náms- og skemmtiferð í Bretlandi, hópurinn fór af landi brott aðfaranótt mánudags og er væntanlegur aftur til landsins á föstudagskvöldið. Í gær mættu nemendurnir í Wilderness Wood í útinám og krakkarnir gistu í tjöldum í nótt. Þeir keyptu inn mat og elduðu sjálfir í skóginum. Í dag dvelja krakkarnir í skóginum í verkefnum en fara síðan til Brighton. Skemmtileg dagskrá er framundan hjá krökkunum, m.a. strandblak, skemmtigarður og skoðunarferð í Arundel kastalann.  

Skólatónleikar Tónlistarskólans á Akranesi

Ungir kenna yngri

Miðvikudagur, 3. maí 2017

Þessa dagana standa yfir skemmtilegar breytingar á skólastarfinu hjá okkur. Nemendur í 10. bekk eru í starfskynningum og eru því fjarri góðu gamni. Elstu börnin í Skýjaborg eru í vorkskólanum og aðrir árgangar eru að æfa sig fyrir næsta vetur og hafa færst upp um einn bekk. Það má því segja að þessir dagar séu góð æfing fyrir næsta skólaár. Ekki er annað að sjá en börnin séu alveg tilbúin í þessar breytingar. Börnin í elsta árgangi Skýjaborgar komu með skólabílunum í Heiðarskóla í morgun og eru að æfa sig að vera í 1. bekk, nemendur í 4. bekk komnir á miðstigið og nemendur í 7.

Vorskóladagar 3. - 5. maí

Föstudagur, 28. apríl 2017

Miðvikudaginn 25. apríl s.l. gerðum við degi umhverfisins góð skil í alls kyns verkefnum. Dagurinn hófst á umhverfisráðstefnu þar sem Umhverfisnefnd skólans kynnti nýjar flokkunartunnur, skilti um bann við lausagöngu bifreiða við skólann og hvaða verðmæti felast óskilamunum. Ráðstefnugestum kom saman um að í einum litlum plastpoka væri andvirðið rúmlega 50.000 kr. 

Dagur umhverfisins

Föstudagur, 28. apríl 2017

Skóladagatal fyrir næsta skólaár hefur nú verið samþykkt í fræðslu- og skólanefnd. Heimasíðan okkar hefur því miður verið biluð undanfarnar vikur og við náum ekki að uppfæra efni á henni. Þegar hún verður komin í lag verður skóladagatalið aðgengilegt á heimasíðunni undir: Heiðarskóli - Skólastarfið - Skóladagatal.

08 maí

Tónleikar á vegum Tónlistarskólans á Akranesi í Heiðarskóla

Pages