Heiðarskóli

Skólastarfið í góða veðrinu

Föstudagur, 8. september 2017

Í dag er alþjóðlegur dagur læsis. Sameinuðu þjóðirnar gerðu þennan dag að alþjóðadegi læsis árið 1965. Á þessum degi er fólk, hvar sem það er í heiminum, hvatt til þess að lesa upp, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota tungumálið til ánægjulegra samskipta. Bókasafnsdagurinn er einnig í dag, hann er haldinn á alþjóðlegum degi læsis. Nemendur og starfsmenn Heiðarskóla héldu upp á daginn með sameiginlegri lestrarstund í fyrsta tíma í morgun. Þar áttum við saman gæðastund og lásum öll saman.  

Dagur læsis

Haustferðadagur miðstigs

sunnudagur, 3. september 2017

Á haustferðadeginum 24. ágúst fóru nemendur miðstigs í Skorradal ásamt nokkrum kennurum. Fyrst var farið í starfsstöð Skógræktar ríkisins að Hvammi. Þar tók aðstoðarskógarvörðurinn Jón Auðunn á móti hópnum, sagði aðeins frá starfseminni og leiddi hann svo í gegnum Stálpastaðaskóg. Á leiðinni var stoppað á nokkrum stöðum þar sem Jón Auðunn sýndi krökkunum alls konar og merkileg tré. Nesti var svo borðað við gömlu fjóshlöðuna á Stálpastöðum. Því næst var ekið yfir að skátaskálanum þar sem krakkarnir gátu leikið sér.

  • Heiðarskóli
sunnudagur, 3. september 2017

Í vetur verður boðið upp á frístund fyrir nemendur í 1. - 4 bekk mánudaga til fimmtudaga frá kl. 14:30 - 16:30 á hefðbundnum nemendadögum samkvæmt skóladagatali. Um tilraunaverkefni er að ræða sem verður endurskoðað um áramót. Foreldrar skrá börn sín í frístund hjá skólastjóra og gjaldskrá má finna á heimasíðu sveitarfélagsins. Tveir starfsmenn skólans skipta með sér að vera með börnunum í frístund, Berglind Sigurðardóttir verður að öllu jöfnu á þriðjudögum og fimmtudögum og Sigríður Vilhjálmsdóttir á mánudögum og miðvikudögum.

Miðvikudagur, 30. ágúst 2017

Í dag fengum við góða fyrirlesta um jákvæð samskipti og hvernig hver og einn getur valið að vera jákvæður leiðtogi, hjálpað  öðrum og látið gott af sér leiða. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda og félagsmálafræði, kom í heimsókn og kenndi nemendum skólans góðar leiðir í jákvæðum samskiptum. Fyrirlestrarnir fyrir nemendur skólans voru í boði Ungmennafélagsins og færum við þeim bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Vanda hélt einnig gagnlegan fyrirlestur fyrir starfsmenn Leik- og grunnskóla í lok dags.

Fyrirlestur um góð samskipti

Fleiri myndir frá fyrstu skóladögunum

  • Heiðarskóli
Föstudagur, 25. ágúst 2017

Heiðarskóli var settur utandyra s.l. þriðjudag. Eftir athöfn fóru börn og foreldrar og hittu umsjónarkennara í heimastofum. Þetta skólaárið erum við að hefja fimmtugasta og annað starfsár skólans. Skólabyrjun fer vel af stað, veðrið hefur leikið við okkur og í gær fóru námshóparnir í haustferðalög. Nemendur á yngsta stigi fóru í fjöruna við Súlunes, nemendur á miðstigi fóru í Skorradal og nemendur á unglingastigi gengu yfir Skarðsheiði og gistu í Skátaskálanum. Allar ferðirnar þóttu takast vel. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá skólasetningu og fyrsta skóladeginum. 

Pages