Heiðarskóli

Miðvikudagur, 14. mars 2018

Að vanda buðum við nemendum okkar upp á skúffuköku eftir samræmd könnunarpróf. Í þetta skiptið voru það nemendur í 9. bekk sem þreyttu samræmd könnunarpróf í íslensku, stærðfræði og ensku. Eins og flestir vita var fyrirlögnin frekar brösótt í þetta skiptið vegna tæknilegra vandamála á landsvísu. Allir nema einn náðu þó að ljúka prófi í íslensku og allir náðu að ljúka enskuprófi í Heiðarskóla. 

Miðvikudagur, 14. mars 2018

Hæfileikakeppni Heiðarskóla var haldin í lok febrúar. Margir tóku þátt og erum við þakklát fyrir það enda hæfileikaríkt fólk í Heiðarskóla. Fjölbreytt atriði voru á dagskrá og þökkum við öllum þátttakendum fyrir skemmtilega keppni. Dómnefndin hafði úr vöndu að ráða þegar kom að því að velja þrjú efstu sætin. Í þriðja sæti voru Fylkir og félagar úr 1. bekk ásamt Antoni í 2. bekk með söngatriði. Í öðru sæti voru þær Freyja Björk og Rakel Sunna með dansatriði og í fyrsta sæti var söngatriði þeirra Kristins, Guðrúnar og Fríðu í 9. bekk. Við óskum vinningshöfum kærlega til hamingju.

Hæfileikakeppni Heiðarskóla 2018

mánudagur, 12. mars 2018

Árshátíð Heiðarskóla 2018 verður haldin fimmtudaginn 22. mars.

Sýningin hefst stundvíslega klukkan 17:15.

Formaður nemendafélagsins flytur ávarp.  

Nemendur í 3. og 4. bekk sýna leikritið  Klikkaða tímavélin.                

Nemendur í 8. – 10. bekk sýna leikritið Fjórir hljómar.

Hið margrómaða kaffihlaðborð  í boði foreldra í  7. – 10. bekk verður á sínum stað.

Fimmtudagur, 8. mars 2018

Stjörnuhópur byrjaði daginn í gær á að leika sér úti í frímínútum. Eftir frímínútur hittu börnin Örnu kennara. Arna spjallaði við börnin og fór með þeim í smá skólaverkefni. Börnin völdu síðan að fá að leika í leikherberginu. Að lokum fóru börnin í sund hjá Helgu. Í myndaalbúm eru komnar myndir.

Stjörnuhópur

Miðvikudagur, 28. febrúar 2018

Á haustönn var unnið að svokölluðu ytra mati í Heiðarskóla. Ytra mat er samstarfsverkefni Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Menntamálastofnunar. Matsaðilar frá Menntamálastofnun sáu um framkvæmd ytra matsins í Heiðarskóla. 

Nú hefur verið gefin út opinber skýrsla um ytra mat á grunnskóla í Hvalfjarðarsveit, Heiðarskóla. Í dag var skýrslan kynnt fyrir starfsmönnum skólans og send foreldrum ásamt sérstöku bréfi um helstu niðurstöður.

Matinu er ætlað að vera umbótamiðað, benda á það sem vel er gert og tækifæri til úrbóta. 

sunnudagur, 25. febrúar 2018

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 3. og 4. bekk verið að læra um Ísland í gamla daga, Þorrann og gömlu mánaðaheitin.  Á föstudaginn buðu börnin vinum sínum í 1. og 2. bekk á kynningu á verkefninu. Á kynningunni sýndu börnin mynd sem þau höfðu málað og lásu upp dagbókarfærslu. Börnin  höfðu sett sig í spor þeirra sem lifðu á Íslandi árið 1866 og skrifað dagbókarfærslu um lífið og tilveruna á þeim tíma. Þetta var virkilega skemmtileg og fróðleg kynning hjá krökkunum í 3. og 4. bekk. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá kynningunni. 

Kynning á yngsta stigi í febrúar

  • Heiðarskóli
Föstudagur, 23. febrúar 2018

Það var líf og fjör í Heiðarskóla í gær þegar alls kyns verur mættu í skólann og gerðu sér glaðan dag. Krakkarnir fóru á söngstöðvar og fengu nammi. Fyrir hádegi var haldið öskudagsball fyrir 1. – 4. bekk. Í myndasafn skólans eru komnar myndir.

Pages