Heiðarskóli

  • Heiðarskóli
Föstudagur, 27. október 2017

Þessa dagana taka nemendur okkar á miðstigi þátt í barnamenningarhátíð. Hátíðin var sett við Tónlistarskólann á Akranesi í gærmorgun þegar nemendur af miðstigi Heiðarskóla, Grundaskóla og Brekkubæjarskóla dönsuðu fyrir gesti. Að því loknu voru þrjár sýningar þessara barna opnaðar á bókasafninu, í tónlistarskólanum og í Guðnýjarstofu. Hópurinn borðaði síðan saman á Galító. Heiðarskólanemendur nýttu tækifærið og kíktu líka í heimsókn í Brekkubæjarskóla og Landmælingar Íslands þar sem þeir fengu góðar móttökur. 

Föstudagur, 27. október 2017

Síðastliðinn miðvikudag tók skólabókasafn Heiðarskóla bóksafnskerfið Gegni í notkun. Gegnir er það kerfi sem algengast er að bókasöfn á Íslandi noti. Safnkosturinn er skráður í miðlægan gagnagrunn og getur hver sem er skoðað hvort bók er til á safninu okkar með því að kíkja inn á leitir.is.

Aðdragandinn hefur verið langur og áður en hægt að var að taka Gegni í notkun þurfti að skrá allan bókakost safnsins. Þá var tækifærið notað og heilmikil tiltekt gerð á safninu þar sem gamlar og úreltar bækur voru afskráðar.

Norræna skólahlaupið

  • Heiðarskóli
mánudagur, 16. október 2017

Í dag fengu nemendur á miðstigi góðan gest í heimsókn í tengslum við Barnamenningarhátíð. Áslaug Jónsdóttir, rithöfundur, uppalin í Melaleiti í Melasveit, hitti nemendur og sagði þeim frá bókunum sínum. Miðstig Heiðarskóla tekur þátt í Barnamenningarhátíð þetta árið. Áslaug hafði orð á því að það hefði verið gaman að hitta nemendur Heiðarskóla, þeir hefðu verið áhugasamir og hlustað af athygli. Við þökkum Áslaugu kærlega fyrir komuna. 

  • Heiðarskóli
mánudagur, 16. október 2017

Nú er nýafstaðin vel heppnuð þemavika sem tengist grænfánavinnu skólans. Að þessu sinni var yfirskriftin Lýðheilsa eða "Heilsa yfir höfuð" eins og börnin í umhverfisnefnd vildu nefna þemað. Hvernig er heilsa okkar í skólanum? Hreyfum við okkur nóg? Hvað getum við gert til að hreyfa okkur meira í daglegu lífi? Borðum við hollan mat? Líður okkur vel í skólanum og daglega lífinu? Erum við góð hvert við annað? Erum við dugleg að vera úti í náttúrunni? Hvaða áhrif hefur lífstíll okkar á umhverfið? Þetta eru spurningar sem við veltum fyrir okkur í þemavikunni.

Þemavika

Skólasamstarfið

Eldgos í 1.og 2. bekk

Heimsókn í Klébergsskóla

Föstudagur, 29. september 2017

Nemendur í 7. bekk þreyttu samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði í síðustu viku og nemendur í 4. bekk tóku íslenskupróf í gær og stærðfræðipróf í dag. Það er hefð fyrir því að eftir að samræmdum prófum er lokið bjóðum við krökkunum upp á skúffuköku. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af nemendum í 4. bekk gæða sér á kökunni ásamt kennara sínum. Börnin voru ánægð með prófið og fannst þeim ganga vel. 

Pages