Heiðarskóli

mánudagur, 15. desember 2014

Í gær sunnudag voru haldnir jólatónleikar í Heiðarskóla með Svavari Knúti og sönghópi Heiðarskóla, Spangólandi Úlfum.  

Þessar myndir voru teknar á tónleikunum sem tókust ljómandi vel og sáu nemendur í 9. og 10. bekk um kakósölu. 

Fimmtudagur, 11. desember 2014

Skólahald fellur niður í Heiðarskóla í dag, fimmtudag, vegna óveðurs og ófærðar á skólasvæðinu. 

Miðvikudagur, 10. desember 2014

Skólahald í Heiðarskóla fellur niður í dag miðvikudag vegna óveðurs og ófærðar. 

Jólaferð í Álfholtsskóg

mánudagur, 8. desember 2014

Nemendur í 10. bekk fóru í dag í sína árlegu jólaferð í Álfholtsskóg. Tilgangurinn var að velja og saga jólatré fyrir Heiðarskóla sem síðan verður skreytt hér og notað á litlu jólunum þann 19. desember. Bjarni Þóroddsson, skógræktarmeðlimur, tók á móti krökkunum og þegar búið var að finna fallegasta tréð í skóginum var okkur boðið upp á heitt kakó og smákökur í Furuhlíð. Takk kærlega fyrir okkur, alltaf jafn gaman að eiga í samstarfi við Skógræktarfélag Skilmannahrepps. Inn á myndasafnið eru komnar myndir.

Fimmtudagur, 4. desember 2014

Jólatónleikar í Heiðarskóla 

14. desember kl. 17:00 

Svavar Knútur og Sönghópur Heiðarskóla 

"Spangólandi Úlfar" syngja jólalög 

Verð kr. 1500 

Frítt fyrir börn 

Nemendur 9. og 10. bekkjar verða með kaffi-/kakósölu til styrktar Danmerkurferð næsta vor

mánudagur, 1. desember 2014

Tónlist og leikgleði einkenndu Fullveldishátíð Heiðarskóla sem haldin var í gær. Börnin stóðu sig einstaklega vel og greinilega fullt af hæfileikaríku fólki hér í skólanum. Ekki var annað að heyra en að gestirnir hefðu notið sýningarinnar og ekki síður veitinganna sem 9. bekkur sá um. Tónlistarforskólinn flutti tónlistaratriði og sönghópurinn Spangólandi úlfar fóru á kostum. Leikritið Rauðhöfðaskemmtun var flutt af elstu börnum leikskólans og nemendum í 1. - 5. bekk.

Fullveldishátíð

Jólaföndur foreldrafélagsins

19 des

Litlu jólin í Heiðarskóla

Pages