Heiðarskóli

mánudagur, 2. júní 2014

Skólaslit Heiðarskóla verða haldin við hátíðlega athöfn á morgun klukkan 16:00 í sal skólans. Skólastjórinn, Jón Rúnar Hilmarsson, flytur ræðu, veittar verða viðurkenningar, tónlistaratriði og nemendur 10. bekkjar útskrifast. Eftir sameiginlega dagskrá fara nemendur með sínum umsjónar-kennurum í stofur og útskrifast. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að fara vel yfir fatahólf sinna barna, óskilamuni og verkefni úr list- og verkgreinum. Kaffihlaðborð að lokinni athöfn. Allir hjartanlega velkomnir!

Sól og blíða
Kennari

Sími: 

4338525

Deild: 

Sigríður Lára Guðmundsdóttir
Sviðsstjóri/starfandi skólastjóri Heiðarskóla

Sími: 

4338521/4338981/8995156

Deild: 

Íþróttadagur 30. maí 2014

Íþróttadagur
Föstudagur, 4. apríl 2014

Það var mikið líf og fjör í skólanum í dag. Í morgun var einstaklega vel heppnuð danssýning. Krakkarnir sýndu hvað þeir hafa lært í danskennslunni undanfarnar vikur.  Við þökkum  öllum sem sáu sér fært að koma á sýninguna  fyrir komuna. Einnig viljum við þakka Jóhönnu Árnadóttur sérstaklega vel fyrir danskennsluna. Inn á myndasafnið eru komnar myndir frá danssýningunni.  Nú stendur yfir smiðjuhelgi og þessa stundina eru 6. – 10. bekkur að æfa fyrir Árshátíð skólans.

Þriðjudagur, 6. maí 2014

Í dag var haldið upp á Dag umhverfisins í Heiðarskóla.  Dagurinn hófst með umhverfisráðstefnu þar sem Katrín Magnúsdóttir frá Landvernd flutti erindi. Katrín fjallaði m.a. um Dag umhverfisins, grænfánann og hálendi Íslands. Katrín sýndi líka krökkunum á skemmtilegan hátt hvað það land sem við getum nýtt er í raun lítill hluti af stærð jarðarinnar. Umhverfisnefnd skólans var einnig með innlegg um plastmengun í heiminum. Í kjölfarið hvatti nefndin alla til að draga úr plastpokanotkun  m.a. með því að taka þátt í plastpokalausum laugardögum.

Pages