Heiðarskóli

Þriðjudagur, 26. september 2017

Í starfsáætlun skólans kemur fram að samstarf sé á milli nemenda í 1. og 10. bekk. S.l. föstudag hófst þetta samstarf þegar nemendur í 1. og 2. bekk buðu nemendum í 10. bekk í skemmtilega stöðvavinnu. Markmið samstarfsins er að auka samheldni, hjálpsemi og jákvæðan skólabrag. Með samstarfi af þessu tagi kynnast þeir yngri unglingunum og komast að því hvað þeir eru skemmtilegt og hjálpsamt fólk.

Fimmtudagur, 14. september 2017

Í dag héldum við upp á Dag íslenskrar náttúru. Skólastarfið fór fram í Brynjudal í blíðskaparveðri. Börnin fóru á þrjár stöðvar, unnu verkefni sem tengdust náttúrunni og léku sér í skóginum. Í hádegismat voru grillaðar pylsur. Dagurinn var vel heppnaður og ekki annað að sjá en að börnin skemmtu sér vel við  leik og störf í skóginum. Í myndaalbúm skólans eru komnar myndir frá Brynjudal. 

Dagur íslenskrar náttúru

  • Heiðarskóli
mánudagur, 11. september 2017

Í dag fengum við góða gesti. Hljómsveitin Milkywhale kom og spilaði nokkur lög fyrir nemendur skólans. Hljómsveitin er á ferð um landið á vegum "List fyrir alla". Milkywhale er danshljómsveit skipuð danshöfundinum og söngkonunni Melkorku Sigríði Magnúsdótttur og tónlistarmanninum Árna Rúnari Hlöðverssyni (FM Belfast, Prins Póló). Saman hafa þau skapað röð popplaga eftir textum Auðar Övu Ólafsdóttur rithöfundar, nokkurs konar sjónrænt ferðalag inn í hljóðheima og dansflutning.

Skólastarfið í góða veðrinu

Föstudagur, 8. september 2017

Í dag er alþjóðlegur dagur læsis. Sameinuðu þjóðirnar gerðu þennan dag að alþjóðadegi læsis árið 1965. Á þessum degi er fólk, hvar sem það er í heiminum, hvatt til þess að lesa upp, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota tungumálið til ánægjulegra samskipta. Bókasafnsdagurinn er einnig í dag, hann er haldinn á alþjóðlegum degi læsis. Nemendur og starfsmenn Heiðarskóla héldu upp á daginn með sameiginlegri lestrarstund í fyrsta tíma í morgun. Þar áttum við saman gæðastund og lásum öll saman.  

Dagur læsis

Haustferðadagur miðstigs

sunnudagur, 3. september 2017

Á haustferðadeginum 24. ágúst fóru nemendur miðstigs í Skorradal ásamt nokkrum kennurum. Fyrst var farið í starfsstöð Skógræktar ríkisins að Hvammi. Þar tók aðstoðarskógarvörðurinn Jón Auðunn á móti hópnum, sagði aðeins frá starfseminni og leiddi hann svo í gegnum Stálpastaðaskóg. Á leiðinni var stoppað á nokkrum stöðum þar sem Jón Auðunn sýndi krökkunum alls konar og merkileg tré. Nesti var svo borðað við gömlu fjóshlöðuna á Stálpastöðum. Því næst var ekið yfir að skátaskálanum þar sem krakkarnir gátu leikið sér.

  • Heiðarskóli
sunnudagur, 3. september 2017

Í vetur verður boðið upp á frístund fyrir nemendur í 1. - 4 bekk mánudaga til fimmtudaga frá kl. 14:30 - 16:30 á hefðbundnum nemendadögum samkvæmt skóladagatali. Um tilraunaverkefni er að ræða sem verður endurskoðað um áramót. Foreldrar skrá börn sín í frístund hjá skólastjóra og gjaldskrá má finna á heimasíðu sveitarfélagsins. Tveir starfsmenn skólans skipta með sér að vera með börnunum í frístund, Berglind Sigurðardóttir verður að öllu jöfnu á þriðjudögum og fimmtudögum og Sigríður Vilhjálmsdóttir á mánudögum og miðvikudögum.

Pages